Nýtum tækifærið Magnús Orri Schram skrifar 6. apríl 2016 07:00 Stjórnmálamenn sem virða ekki hlutverk sitt, og sýna almenningi hroka og yfirlæti; tilheyra stjórnmálum gærdagsins. 22 þúsund manns á Austurvelli gáfu skýr skilaboð. Fólk vill breytingar. Hávær mótmæli almennings voru þverpólitísk og það væri mikil einföldun að túlka þau út frá hefðbundnum flokkadráttum eða reyna að eigna sér þau með einhverjum hætti. Mótmælin voru ákall um heiðarleika og traust og fólu í sér andúð á siðrofinu. Það er því ekki valkostur fyrir stjórnmálaflokka að mæta til leiks án verulegra breytinga á því hvernig þeir stunda sína pólitík. Fólkið er að kalla eftir nýrri stjórnmálamenningu og hvernig stjórnmálamenn umgangast vald. Fólk vill auðmýkt og heiðarleika, siðferðislega endurreisn stjórnmála og samfélags. Að unnið sé fyrir almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum. Að verkefnið skipti máli, en ekki egóið, flokkurinn eða klíkan. Nú þarf að leggja af klækjastjórnmál. Gera breytingar á vinnulagi og talsmáta, tala öðruvísi og vinna öðruvísi. Nú þarf að siðvæða íslensk stjórnmál. Hér getur ný stjórnarskrá markað upphafið. Hún er táknrænn samfélagssáttmáli, ritaður af fólkinu og setur ramma um stjórnmálin. Þar er t.d. tekið á mikilvægi opinna gagna, sannleiksskyldu ráðherra, ábyrgð ráðherra, mannréttindum, sjálfstæði dómskerfisins, og hagsmunaskráningu og vanhæfi þingmanna. Um leið opnar hún fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og virkara lýðræði, enda er það úrelt fyrirkomulag að þjóðin komi aðeins að ákvarðanatöku á fjögurra ára fresti. Þess á milli geti stjórnmálamenn hagað sér að vild. Þar hefur fulltrúalýðræðið ekki staðist tímans tönn. Þess vegna þurfum við nýja stjórnarskrá. Nú kemur í ljós hvort stjórnmálamenn ætla að mæta kalli tímans. Mæta almenningi af heiðarleika og auðmýkt. Nálgast vald á nýjan hátt en áður. Breyta vinnulagi og talsmáta. Vinna fyrir opnum tjöldum og setja hagsmuni almennings ofar persónulegum metnaði eða flokkshollustu. Annars eru þeir ekki að mæta kalli tímans.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn sem virða ekki hlutverk sitt, og sýna almenningi hroka og yfirlæti; tilheyra stjórnmálum gærdagsins. 22 þúsund manns á Austurvelli gáfu skýr skilaboð. Fólk vill breytingar. Hávær mótmæli almennings voru þverpólitísk og það væri mikil einföldun að túlka þau út frá hefðbundnum flokkadráttum eða reyna að eigna sér þau með einhverjum hætti. Mótmælin voru ákall um heiðarleika og traust og fólu í sér andúð á siðrofinu. Það er því ekki valkostur fyrir stjórnmálaflokka að mæta til leiks án verulegra breytinga á því hvernig þeir stunda sína pólitík. Fólkið er að kalla eftir nýrri stjórnmálamenningu og hvernig stjórnmálamenn umgangast vald. Fólk vill auðmýkt og heiðarleika, siðferðislega endurreisn stjórnmála og samfélags. Að unnið sé fyrir almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum. Að verkefnið skipti máli, en ekki egóið, flokkurinn eða klíkan. Nú þarf að leggja af klækjastjórnmál. Gera breytingar á vinnulagi og talsmáta, tala öðruvísi og vinna öðruvísi. Nú þarf að siðvæða íslensk stjórnmál. Hér getur ný stjórnarskrá markað upphafið. Hún er táknrænn samfélagssáttmáli, ritaður af fólkinu og setur ramma um stjórnmálin. Þar er t.d. tekið á mikilvægi opinna gagna, sannleiksskyldu ráðherra, ábyrgð ráðherra, mannréttindum, sjálfstæði dómskerfisins, og hagsmunaskráningu og vanhæfi þingmanna. Um leið opnar hún fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og virkara lýðræði, enda er það úrelt fyrirkomulag að þjóðin komi aðeins að ákvarðanatöku á fjögurra ára fresti. Þess á milli geti stjórnmálamenn hagað sér að vild. Þar hefur fulltrúalýðræðið ekki staðist tímans tönn. Þess vegna þurfum við nýja stjórnarskrá. Nú kemur í ljós hvort stjórnmálamenn ætla að mæta kalli tímans. Mæta almenningi af heiðarleika og auðmýkt. Nálgast vald á nýjan hátt en áður. Breyta vinnulagi og talsmáta. Vinna fyrir opnum tjöldum og setja hagsmuni almennings ofar persónulegum metnaði eða flokkshollustu. Annars eru þeir ekki að mæta kalli tímans.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar