Segir verkefnastjórn vaða í villu Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Ekkert fer á milli mála að ráðherra mislíkar tillaga verkefnisstjórnar rammaáætlunar. vísir/Pjetur Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Landsnets í gær að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“. Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín á því að tillögurnar byggja á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar auk ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Ráðherra vitnaði í lögin um rammaáætlun í þessu samhengi og sagði skýrt að þetta væri óásættanlegt, en í lögunum, sem Ragnheiður Elín vitnaði til, segir: „Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ „Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 [koltvísýrings] af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, það er mati á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin.“ Að þessu sögðu vísaði ráðherra til tólf vikna umsagnarferlis sem hefst á næstu vikum, þar sem hún gerði ráð fyrir að yfir þetta yrði farið „þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust“. Fyrr í ræðu sinni hafði Ragnheiður Elín sagt: „Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“ Pílan til verkefnisstjórnar varðar drög að tillögu hennar um flokkun virkjanakosta. Þar eru helstu drættir að vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla að óbreyttu í verndarflokk. Sjö nýir kostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru. Þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Ráðherra vill að þetta sé haft hugfast Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands. 100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Landsnets í gær að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“. Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín á því að tillögurnar byggja á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar auk ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Ráðherra vitnaði í lögin um rammaáætlun í þessu samhengi og sagði skýrt að þetta væri óásættanlegt, en í lögunum, sem Ragnheiður Elín vitnaði til, segir: „Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ „Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 [koltvísýrings] af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, það er mati á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin.“ Að þessu sögðu vísaði ráðherra til tólf vikna umsagnarferlis sem hefst á næstu vikum, þar sem hún gerði ráð fyrir að yfir þetta yrði farið „þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust“. Fyrr í ræðu sinni hafði Ragnheiður Elín sagt: „Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“ Pílan til verkefnisstjórnar varðar drög að tillögu hennar um flokkun virkjanakosta. Þar eru helstu drættir að vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla að óbreyttu í verndarflokk. Sjö nýir kostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru. Þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Ráðherra vill að þetta sé haft hugfast Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands. 100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira