Hjólreiðar og krabbamein Ásbjörn Ólafsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Í fyrra greindi afrekshjólreiðamaðurinn Ivan Basso frá því að hann hefði greinst með krabbamein í eistum en Lance Armstrong greindist einnig með það árið 1996. Í kjölfar þess að tveir þekktir afrekshjólreiðamenn úr Tour de France veiktust höfðu menn eðlilega áhyggjur af því að hjólreiðar væri áhættuþáttur. Svo reyndist ekki vera[i]. Aldur mannanna hafði meira að segja. Krabbamein í eistum er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist oftast hjá körlum á aldrinum 15 til 34 ára og hægt er að lækna flestar gerðir krabbameins í eistum jafnvel þó það greinist á háu stigi. Í nýlegri breskri rannsókn[ii] sem var gerð á 5.200 hjólreiðamönnum kom í ljós að karlmenn á sextugsaldri sem hjóluðu níu tíma eða meira á viku væru allt að fimm sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hins vegar fundust engin tengsl við ófrjósemi eða stinningarvanda. Rannsakendurnir sögðu að fyrir þá 2.000 karlmenn, 50 ára eða eldri, væri þetta þó ekki óyggjandi sönnun um að hjólreiðar yllu krabbameini í blöðruhálskirtli. Niðurstöðurnar komu skýrsluhöfundum á óvart og hugsanleg skýring gæti verið að eldri menn sem hjóluðu mikið hefðu sterkari heilsuvitund og væru þ.a.l. líklegri til að láta greina sig. Þrátt fyrir það virtust þeir ekki fara oftar til heimilislæknis síns. Höfundur rannsóknarinnar, læknirinn Mark Hamer, benti á að ekki væri um stóran hóp að ræða og þörf væri á frekari rannsóknum. Hann lagði mikla áherslu á að hjólreiðar væru heilsusamlegar og drægju m.a. úr líkum á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fengu Hanne Bebendorf Scheller, verkefnastýru í forvarnadeild dönsku krabbameinssamtakanna, til að halda erindi á árlegu hjólaráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“ árið 2014[iii]. Hún er í teymi hreyfingar og næringar og hefur einbeitt sér að því að fá fólk til að nota hjól frekar en einkabíl. Danir leggja mikla áherslu á forvarnir gegn krabbameini. Þriðji hver Dani greinist með krabbamein og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfellum. Að reykingum undanskildum eru yfirþyngd og hreyfingarleysi helstu áhættuþættir krabbameins í Danmörku. Hægt væri að koma í veg fyrir 5.000 tilfelli krabbameins ef allir Danir fylgdu eftir ráðleggingum um hreyfingu og mataræði.Virkar samgöngur Virkar samgöngur til vinnu er sú stefna sem vinnur helst gegn auknu hreyfingarleysi fólks. Í Danmörku mætti með hjólreiðum koma í veg fyrir 4500 dauðsföll, 100.000 sjúkrahúsinnlagnir og 3,1 miljón veikindadaga. Hreyfingarleysi kostaði danska heilbrigðiskerfið þrjár miljónir danskra króna árið 2006. Hjólreiðar bæta heilsuna og danskar rannsóknir hafa sýnt að líkindi snemmbærra dauðsfalla minnka um 30 prósent hjá hjólreiðafólki. Stuttar hjólreiðaferðir draga úr lífsstílssjúkdómum og streitu. Eitt stærsta krabbameinið tengt hjólreiðum er sú meinsemd í hugum margra að ekki sé hægt að hjóla að vetrarlagi[iv] eða að veðurfarslegar og skipulagslegar aðstæður verði til þess að flestir reiði sig á einkabílinn[v]. Það er mjög auðvelt að hjóla að vetrarlagi, gengur oftast hraðar heldur en á einkabíl á styttri leiðum því það þarf ekki að skafa hjólið og leita að hjólastæði. Uppbygging og þjónusta hjólreiðastígakerfisins fer stöðugt batnandi en er auðvitað ekki lokið. Hjólreiðar spara samfélaginu peninga og einkennilegt viðhorf er að berjast gegn uppbyggingu hjólreiða innviða og blanda því við óskyld mál. Það má velta því fyrir sér hvað af eftirtöldu er líklegast að valdi krabbameini; dekkjakurl, gossjálfssalar, sjoppur í íþróttahúsum, hreyfingarleysi barna sem hanga heima í tölvuleikjum í óhófi eða dekkjakurl vegna skutls foreldra barna sinna á æfingar. Vona að þessi grein svari því að einhverju leyti. [i] http://www.livescience.com/51538-testicular-cancer-cycling.html [ii] http://www.dailymail.co.uk/health/article-2684947/Men-cycling-nine-hours-week-six-times-likely-develop-prostate-cancer-study-finds.html [iii] http://lhm.is/images/stories/2014/hjolum-til-framtidar/erindin/hanne_changinghabits.pdf [iv] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9848&p=210105 [v] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9842&p=209991 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra greindi afrekshjólreiðamaðurinn Ivan Basso frá því að hann hefði greinst með krabbamein í eistum en Lance Armstrong greindist einnig með það árið 1996. Í kjölfar þess að tveir þekktir afrekshjólreiðamenn úr Tour de France veiktust höfðu menn eðlilega áhyggjur af því að hjólreiðar væri áhættuþáttur. Svo reyndist ekki vera[i]. Aldur mannanna hafði meira að segja. Krabbamein í eistum er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist oftast hjá körlum á aldrinum 15 til 34 ára og hægt er að lækna flestar gerðir krabbameins í eistum jafnvel þó það greinist á háu stigi. Í nýlegri breskri rannsókn[ii] sem var gerð á 5.200 hjólreiðamönnum kom í ljós að karlmenn á sextugsaldri sem hjóluðu níu tíma eða meira á viku væru allt að fimm sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hins vegar fundust engin tengsl við ófrjósemi eða stinningarvanda. Rannsakendurnir sögðu að fyrir þá 2.000 karlmenn, 50 ára eða eldri, væri þetta þó ekki óyggjandi sönnun um að hjólreiðar yllu krabbameini í blöðruhálskirtli. Niðurstöðurnar komu skýrsluhöfundum á óvart og hugsanleg skýring gæti verið að eldri menn sem hjóluðu mikið hefðu sterkari heilsuvitund og væru þ.a.l. líklegri til að láta greina sig. Þrátt fyrir það virtust þeir ekki fara oftar til heimilislæknis síns. Höfundur rannsóknarinnar, læknirinn Mark Hamer, benti á að ekki væri um stóran hóp að ræða og þörf væri á frekari rannsóknum. Hann lagði mikla áherslu á að hjólreiðar væru heilsusamlegar og drægju m.a. úr líkum á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fengu Hanne Bebendorf Scheller, verkefnastýru í forvarnadeild dönsku krabbameinssamtakanna, til að halda erindi á árlegu hjólaráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“ árið 2014[iii]. Hún er í teymi hreyfingar og næringar og hefur einbeitt sér að því að fá fólk til að nota hjól frekar en einkabíl. Danir leggja mikla áherslu á forvarnir gegn krabbameini. Þriðji hver Dani greinist með krabbamein og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfellum. Að reykingum undanskildum eru yfirþyngd og hreyfingarleysi helstu áhættuþættir krabbameins í Danmörku. Hægt væri að koma í veg fyrir 5.000 tilfelli krabbameins ef allir Danir fylgdu eftir ráðleggingum um hreyfingu og mataræði.Virkar samgöngur Virkar samgöngur til vinnu er sú stefna sem vinnur helst gegn auknu hreyfingarleysi fólks. Í Danmörku mætti með hjólreiðum koma í veg fyrir 4500 dauðsföll, 100.000 sjúkrahúsinnlagnir og 3,1 miljón veikindadaga. Hreyfingarleysi kostaði danska heilbrigðiskerfið þrjár miljónir danskra króna árið 2006. Hjólreiðar bæta heilsuna og danskar rannsóknir hafa sýnt að líkindi snemmbærra dauðsfalla minnka um 30 prósent hjá hjólreiðafólki. Stuttar hjólreiðaferðir draga úr lífsstílssjúkdómum og streitu. Eitt stærsta krabbameinið tengt hjólreiðum er sú meinsemd í hugum margra að ekki sé hægt að hjóla að vetrarlagi[iv] eða að veðurfarslegar og skipulagslegar aðstæður verði til þess að flestir reiði sig á einkabílinn[v]. Það er mjög auðvelt að hjóla að vetrarlagi, gengur oftast hraðar heldur en á einkabíl á styttri leiðum því það þarf ekki að skafa hjólið og leita að hjólastæði. Uppbygging og þjónusta hjólreiðastígakerfisins fer stöðugt batnandi en er auðvitað ekki lokið. Hjólreiðar spara samfélaginu peninga og einkennilegt viðhorf er að berjast gegn uppbyggingu hjólreiða innviða og blanda því við óskyld mál. Það má velta því fyrir sér hvað af eftirtöldu er líklegast að valdi krabbameini; dekkjakurl, gossjálfssalar, sjoppur í íþróttahúsum, hreyfingarleysi barna sem hanga heima í tölvuleikjum í óhófi eða dekkjakurl vegna skutls foreldra barna sinna á æfingar. Vona að þessi grein svari því að einhverju leyti. [i] http://www.livescience.com/51538-testicular-cancer-cycling.html [ii] http://www.dailymail.co.uk/health/article-2684947/Men-cycling-nine-hours-week-six-times-likely-develop-prostate-cancer-study-finds.html [iii] http://lhm.is/images/stories/2014/hjolum-til-framtidar/erindin/hanne_changinghabits.pdf [iv] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9848&p=210105 [v] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9842&p=209991
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar