Hjólreiðar og krabbamein Ásbjörn Ólafsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Í fyrra greindi afrekshjólreiðamaðurinn Ivan Basso frá því að hann hefði greinst með krabbamein í eistum en Lance Armstrong greindist einnig með það árið 1996. Í kjölfar þess að tveir þekktir afrekshjólreiðamenn úr Tour de France veiktust höfðu menn eðlilega áhyggjur af því að hjólreiðar væri áhættuþáttur. Svo reyndist ekki vera[i]. Aldur mannanna hafði meira að segja. Krabbamein í eistum er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist oftast hjá körlum á aldrinum 15 til 34 ára og hægt er að lækna flestar gerðir krabbameins í eistum jafnvel þó það greinist á háu stigi. Í nýlegri breskri rannsókn[ii] sem var gerð á 5.200 hjólreiðamönnum kom í ljós að karlmenn á sextugsaldri sem hjóluðu níu tíma eða meira á viku væru allt að fimm sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hins vegar fundust engin tengsl við ófrjósemi eða stinningarvanda. Rannsakendurnir sögðu að fyrir þá 2.000 karlmenn, 50 ára eða eldri, væri þetta þó ekki óyggjandi sönnun um að hjólreiðar yllu krabbameini í blöðruhálskirtli. Niðurstöðurnar komu skýrsluhöfundum á óvart og hugsanleg skýring gæti verið að eldri menn sem hjóluðu mikið hefðu sterkari heilsuvitund og væru þ.a.l. líklegri til að láta greina sig. Þrátt fyrir það virtust þeir ekki fara oftar til heimilislæknis síns. Höfundur rannsóknarinnar, læknirinn Mark Hamer, benti á að ekki væri um stóran hóp að ræða og þörf væri á frekari rannsóknum. Hann lagði mikla áherslu á að hjólreiðar væru heilsusamlegar og drægju m.a. úr líkum á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fengu Hanne Bebendorf Scheller, verkefnastýru í forvarnadeild dönsku krabbameinssamtakanna, til að halda erindi á árlegu hjólaráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“ árið 2014[iii]. Hún er í teymi hreyfingar og næringar og hefur einbeitt sér að því að fá fólk til að nota hjól frekar en einkabíl. Danir leggja mikla áherslu á forvarnir gegn krabbameini. Þriðji hver Dani greinist með krabbamein og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfellum. Að reykingum undanskildum eru yfirþyngd og hreyfingarleysi helstu áhættuþættir krabbameins í Danmörku. Hægt væri að koma í veg fyrir 5.000 tilfelli krabbameins ef allir Danir fylgdu eftir ráðleggingum um hreyfingu og mataræði.Virkar samgöngur Virkar samgöngur til vinnu er sú stefna sem vinnur helst gegn auknu hreyfingarleysi fólks. Í Danmörku mætti með hjólreiðum koma í veg fyrir 4500 dauðsföll, 100.000 sjúkrahúsinnlagnir og 3,1 miljón veikindadaga. Hreyfingarleysi kostaði danska heilbrigðiskerfið þrjár miljónir danskra króna árið 2006. Hjólreiðar bæta heilsuna og danskar rannsóknir hafa sýnt að líkindi snemmbærra dauðsfalla minnka um 30 prósent hjá hjólreiðafólki. Stuttar hjólreiðaferðir draga úr lífsstílssjúkdómum og streitu. Eitt stærsta krabbameinið tengt hjólreiðum er sú meinsemd í hugum margra að ekki sé hægt að hjóla að vetrarlagi[iv] eða að veðurfarslegar og skipulagslegar aðstæður verði til þess að flestir reiði sig á einkabílinn[v]. Það er mjög auðvelt að hjóla að vetrarlagi, gengur oftast hraðar heldur en á einkabíl á styttri leiðum því það þarf ekki að skafa hjólið og leita að hjólastæði. Uppbygging og þjónusta hjólreiðastígakerfisins fer stöðugt batnandi en er auðvitað ekki lokið. Hjólreiðar spara samfélaginu peninga og einkennilegt viðhorf er að berjast gegn uppbyggingu hjólreiða innviða og blanda því við óskyld mál. Það má velta því fyrir sér hvað af eftirtöldu er líklegast að valdi krabbameini; dekkjakurl, gossjálfssalar, sjoppur í íþróttahúsum, hreyfingarleysi barna sem hanga heima í tölvuleikjum í óhófi eða dekkjakurl vegna skutls foreldra barna sinna á æfingar. Vona að þessi grein svari því að einhverju leyti. [i] http://www.livescience.com/51538-testicular-cancer-cycling.html [ii] http://www.dailymail.co.uk/health/article-2684947/Men-cycling-nine-hours-week-six-times-likely-develop-prostate-cancer-study-finds.html [iii] http://lhm.is/images/stories/2014/hjolum-til-framtidar/erindin/hanne_changinghabits.pdf [iv] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9848&p=210105 [v] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9842&p=209991 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í fyrra greindi afrekshjólreiðamaðurinn Ivan Basso frá því að hann hefði greinst með krabbamein í eistum en Lance Armstrong greindist einnig með það árið 1996. Í kjölfar þess að tveir þekktir afrekshjólreiðamenn úr Tour de France veiktust höfðu menn eðlilega áhyggjur af því að hjólreiðar væri áhættuþáttur. Svo reyndist ekki vera[i]. Aldur mannanna hafði meira að segja. Krabbamein í eistum er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist oftast hjá körlum á aldrinum 15 til 34 ára og hægt er að lækna flestar gerðir krabbameins í eistum jafnvel þó það greinist á háu stigi. Í nýlegri breskri rannsókn[ii] sem var gerð á 5.200 hjólreiðamönnum kom í ljós að karlmenn á sextugsaldri sem hjóluðu níu tíma eða meira á viku væru allt að fimm sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hins vegar fundust engin tengsl við ófrjósemi eða stinningarvanda. Rannsakendurnir sögðu að fyrir þá 2.000 karlmenn, 50 ára eða eldri, væri þetta þó ekki óyggjandi sönnun um að hjólreiðar yllu krabbameini í blöðruhálskirtli. Niðurstöðurnar komu skýrsluhöfundum á óvart og hugsanleg skýring gæti verið að eldri menn sem hjóluðu mikið hefðu sterkari heilsuvitund og væru þ.a.l. líklegri til að láta greina sig. Þrátt fyrir það virtust þeir ekki fara oftar til heimilislæknis síns. Höfundur rannsóknarinnar, læknirinn Mark Hamer, benti á að ekki væri um stóran hóp að ræða og þörf væri á frekari rannsóknum. Hann lagði mikla áherslu á að hjólreiðar væru heilsusamlegar og drægju m.a. úr líkum á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fengu Hanne Bebendorf Scheller, verkefnastýru í forvarnadeild dönsku krabbameinssamtakanna, til að halda erindi á árlegu hjólaráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“ árið 2014[iii]. Hún er í teymi hreyfingar og næringar og hefur einbeitt sér að því að fá fólk til að nota hjól frekar en einkabíl. Danir leggja mikla áherslu á forvarnir gegn krabbameini. Þriðji hver Dani greinist með krabbamein og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfellum. Að reykingum undanskildum eru yfirþyngd og hreyfingarleysi helstu áhættuþættir krabbameins í Danmörku. Hægt væri að koma í veg fyrir 5.000 tilfelli krabbameins ef allir Danir fylgdu eftir ráðleggingum um hreyfingu og mataræði.Virkar samgöngur Virkar samgöngur til vinnu er sú stefna sem vinnur helst gegn auknu hreyfingarleysi fólks. Í Danmörku mætti með hjólreiðum koma í veg fyrir 4500 dauðsföll, 100.000 sjúkrahúsinnlagnir og 3,1 miljón veikindadaga. Hreyfingarleysi kostaði danska heilbrigðiskerfið þrjár miljónir danskra króna árið 2006. Hjólreiðar bæta heilsuna og danskar rannsóknir hafa sýnt að líkindi snemmbærra dauðsfalla minnka um 30 prósent hjá hjólreiðafólki. Stuttar hjólreiðaferðir draga úr lífsstílssjúkdómum og streitu. Eitt stærsta krabbameinið tengt hjólreiðum er sú meinsemd í hugum margra að ekki sé hægt að hjóla að vetrarlagi[iv] eða að veðurfarslegar og skipulagslegar aðstæður verði til þess að flestir reiði sig á einkabílinn[v]. Það er mjög auðvelt að hjóla að vetrarlagi, gengur oftast hraðar heldur en á einkabíl á styttri leiðum því það þarf ekki að skafa hjólið og leita að hjólastæði. Uppbygging og þjónusta hjólreiðastígakerfisins fer stöðugt batnandi en er auðvitað ekki lokið. Hjólreiðar spara samfélaginu peninga og einkennilegt viðhorf er að berjast gegn uppbyggingu hjólreiða innviða og blanda því við óskyld mál. Það má velta því fyrir sér hvað af eftirtöldu er líklegast að valdi krabbameini; dekkjakurl, gossjálfssalar, sjoppur í íþróttahúsum, hreyfingarleysi barna sem hanga heima í tölvuleikjum í óhófi eða dekkjakurl vegna skutls foreldra barna sinna á æfingar. Vona að þessi grein svari því að einhverju leyti. [i] http://www.livescience.com/51538-testicular-cancer-cycling.html [ii] http://www.dailymail.co.uk/health/article-2684947/Men-cycling-nine-hours-week-six-times-likely-develop-prostate-cancer-study-finds.html [iii] http://lhm.is/images/stories/2014/hjolum-til-framtidar/erindin/hanne_changinghabits.pdf [iv] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9848&p=210105 [v] http://vefblod.visir.is/index.php?s=9842&p=209991
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar