Menningarslys? Þórir Stephensen skrifar 7. apríl 2016 07:00 Ríkisútvarpið er í fjárþröng. Það á hins vegar stóra lóð sem talið er, að ekki þurfi að nýta. Það vill því selja og borgin hefur bitið á agnið. Fundur var haldinn, þar sem kynnt voru áform borgarinnar um að hjálpa Útvarpinu með því að taka lóðina og skipuleggja hana fyrir ótrúlega mikið magn af byggingum. Í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé í útvarpssjóðinn. En þetta verður bara eingreiðsla, þannig að við óbreyttar aðstæður mun aftur sækja til fyrra horfs. Á liðnu sumri skrifaði ég grein hér í blaðið og lagði til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring. Því hefur ekki verið svarað. Við íbúar í nágrenninu mættum allmargir á kynningarfund þar sem sýndar voru endurskoðaðar tillögur um útvarpslóðina, en ekki endanlegar. Við gagnrýndum hið mikla byggingarmagn, gerðum tillögu um hóflegri nýtingu og málið er enn í bið. Einn okkar spurði, til hvers íbúar hefðu verið kallaðir á þennan fund, hvort þeir mættu vænta þess, að mark yrði á þeim tekið, hvort vilji þeirra skipti yfirleitt nokkru máli? Muni ég rétt, voru svör eitthvað loðin. En nú hefur einn okkar fengið þær fréttir frá Umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar, að breytingar verði engar, tillögur okkar sennilega til einskis. En lokaútfærsla skipulags svæðisins er væntanleg fyrir almenningssjónir og þá virkjast um leið hinn raunverulegi andmælaréttur okkar hverfisbúa. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Séu fréttir mínar frá skipulagsviðinu réttar, þurfum við nágrannar útvarpslóðarinnar að vera vel á verði, reyna að nýta okkar grenndarrétt og sjá hvort við komum einhverju til leiðar.Alþingi á sökina Það er svo þverstæða þessa máls, að við, sem höfum haft okkur í frammi í umræðunni, erum öll miklir stuðningsmenn Ríkisútvarpsins. Fréttastofan stendur sig vel og Rás 1 er þannig rekin, að við teljum, að þjóðfélagið megi illa missa hana. Ég hygg að stór hluti þjóðarinnar sé okkur sammála. En hvers vegna er Ríkisútvarpið þá svona fjárvana? Það er ekkert launungarmál. Þar á Alþingi sökina. Ríkisútvarpinu hafa verið markaðir tekjustofnar, en arðurinn af þeim hefur ekki skilað sér. A.m.k. tvær síðustu ríkisstjórnir hafa tekið hluta af réttmætu fé útvarpsins til annarra nota. Því má með sanni segja, að í staðinn fyrir að efla mannauð og hugsjónir innan veggja Ríkisútvarpsins íslenskri menningu til þroska, hafi fé þess verið „tekið ófrjálsri hendi“ af ótrúlega lágkúrulegri hugsun í eitthvað allt annað. Nú virðist eiga að gera hvort tveggja, takmarka aðstreymið í menningarlindina og eyðileggja perluna í hverfinu, hina grænu vin, sem einnig gefur fagra fjallasýn og eykur á hamingju íbúanna. Mér finnst stundum eins og ráðamennirnir, sem eiga þá skyldu helgasta að vinna að hagsmunum almennings, séu í þessu efni staurblindir á þarfir þjóðfélagsins. Og þegar ríki og borg taka höndum saman við að fullkomna fáránleikann, þá sækir alvarlega að mér spurningin: Stefnir þetta ekki í mikið menningarslys? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er í fjárþröng. Það á hins vegar stóra lóð sem talið er, að ekki þurfi að nýta. Það vill því selja og borgin hefur bitið á agnið. Fundur var haldinn, þar sem kynnt voru áform borgarinnar um að hjálpa Útvarpinu með því að taka lóðina og skipuleggja hana fyrir ótrúlega mikið magn af byggingum. Í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé í útvarpssjóðinn. En þetta verður bara eingreiðsla, þannig að við óbreyttar aðstæður mun aftur sækja til fyrra horfs. Á liðnu sumri skrifaði ég grein hér í blaðið og lagði til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring. Því hefur ekki verið svarað. Við íbúar í nágrenninu mættum allmargir á kynningarfund þar sem sýndar voru endurskoðaðar tillögur um útvarpslóðina, en ekki endanlegar. Við gagnrýndum hið mikla byggingarmagn, gerðum tillögu um hóflegri nýtingu og málið er enn í bið. Einn okkar spurði, til hvers íbúar hefðu verið kallaðir á þennan fund, hvort þeir mættu vænta þess, að mark yrði á þeim tekið, hvort vilji þeirra skipti yfirleitt nokkru máli? Muni ég rétt, voru svör eitthvað loðin. En nú hefur einn okkar fengið þær fréttir frá Umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar, að breytingar verði engar, tillögur okkar sennilega til einskis. En lokaútfærsla skipulags svæðisins er væntanleg fyrir almenningssjónir og þá virkjast um leið hinn raunverulegi andmælaréttur okkar hverfisbúa. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Séu fréttir mínar frá skipulagsviðinu réttar, þurfum við nágrannar útvarpslóðarinnar að vera vel á verði, reyna að nýta okkar grenndarrétt og sjá hvort við komum einhverju til leiðar.Alþingi á sökina Það er svo þverstæða þessa máls, að við, sem höfum haft okkur í frammi í umræðunni, erum öll miklir stuðningsmenn Ríkisútvarpsins. Fréttastofan stendur sig vel og Rás 1 er þannig rekin, að við teljum, að þjóðfélagið megi illa missa hana. Ég hygg að stór hluti þjóðarinnar sé okkur sammála. En hvers vegna er Ríkisútvarpið þá svona fjárvana? Það er ekkert launungarmál. Þar á Alþingi sökina. Ríkisútvarpinu hafa verið markaðir tekjustofnar, en arðurinn af þeim hefur ekki skilað sér. A.m.k. tvær síðustu ríkisstjórnir hafa tekið hluta af réttmætu fé útvarpsins til annarra nota. Því má með sanni segja, að í staðinn fyrir að efla mannauð og hugsjónir innan veggja Ríkisútvarpsins íslenskri menningu til þroska, hafi fé þess verið „tekið ófrjálsri hendi“ af ótrúlega lágkúrulegri hugsun í eitthvað allt annað. Nú virðist eiga að gera hvort tveggja, takmarka aðstreymið í menningarlindina og eyðileggja perluna í hverfinu, hina grænu vin, sem einnig gefur fagra fjallasýn og eykur á hamingju íbúanna. Mér finnst stundum eins og ráðamennirnir, sem eiga þá skyldu helgasta að vinna að hagsmunum almennings, séu í þessu efni staurblindir á þarfir þjóðfélagsins. Og þegar ríki og borg taka höndum saman við að fullkomna fáránleikann, þá sækir alvarlega að mér spurningin: Stefnir þetta ekki í mikið menningarslys?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar