Fyrirmyndardagurinn - atvinna fyrir alla Gissur Pétursson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Vinnumálastofnun stendur í dag 8. apríl fyrir skipulagningu Fyrirmyndardagsins í þriðja skiptið. Fyrirmyndardagurinn er átak þar sem leitað er til fyrirtækja og stofnana og þau beðin um að opna vinnustaði sína í einn dag fyrir heimsóknum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Með því móti geta einstaklingarnir kynnst vinnustöðum og verklagi þar sem leitt getur til atvinnu síðar. Þetta hefur orðið raunin í allmörgum tilvikum í kjölfar fyrirmyndardaganna sem hafa verið haldnir og reynsla stofnunarinnar af þessu átaki því verið afar góð. Vinnumálastofnun tók nú um síðustu áramót alfarið við yfirstjórn atvinnumála fatlaðs fólks og endurskipulagning og mótun samskiptaleiða við fyrirtækin í landinu, stofnanir ríkis og sveitarfélaga stendur nú yfir. Það er von okkar að með þessu verði þjónustan í málaflokknum skilvirkari og að fleiri komist út á vinnumarkaðinn. Ótvírætt er lykillinn að því að ná árangri í því að auka atvinnuþátttöku þeirra sem búa við skerta starfsgetu að eiga góðan aðgang að vinnustöðunum í landinu. Fyrirmyndardagurinn hefur reynst góð aðferð til að styrkja þetta samstarf og fyrirtækjum sem taka þátt fer fjölgandi og framsýni þeirra og samstarfsvilja ber að þakka. Vinnumálastofnun á í víðtæku samstarfi við systurstofnanir sínar á evrópskum vettvangi. Vikunna sem nú er að líða þ.e. 4. – 8. apríl eru opinberar vinnumiðlunarstofnanir í Evrópu að skipuleggja sk. Atvinnurekendadaga þar sem stofnanirnar skipuleggja átaksverkefni sem miða að því styrkja samstarf sitt og þjónustu við fyrirtækin í sínum löndum. Vinnumálastofnun leggur Fyrirmyndardaginn undir þetta verkefni enda tilgangurinn sá sami. Vinnumálastofnun telur að lykillinn að því að lifa innihaldríku lífi sé að vera virkur á vinnumarkaði. Bætt atvinnuástand og aukin eftirspurn eftir vinnuafli eru kjöraðstæður til að auka þátttöku allra sem starfsgetu hafa til virkni. Þátttakendur í Fyrirmyndardeginum í dag eru að stuðla að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinnumálastofnun stendur í dag 8. apríl fyrir skipulagningu Fyrirmyndardagsins í þriðja skiptið. Fyrirmyndardagurinn er átak þar sem leitað er til fyrirtækja og stofnana og þau beðin um að opna vinnustaði sína í einn dag fyrir heimsóknum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Með því móti geta einstaklingarnir kynnst vinnustöðum og verklagi þar sem leitt getur til atvinnu síðar. Þetta hefur orðið raunin í allmörgum tilvikum í kjölfar fyrirmyndardaganna sem hafa verið haldnir og reynsla stofnunarinnar af þessu átaki því verið afar góð. Vinnumálastofnun tók nú um síðustu áramót alfarið við yfirstjórn atvinnumála fatlaðs fólks og endurskipulagning og mótun samskiptaleiða við fyrirtækin í landinu, stofnanir ríkis og sveitarfélaga stendur nú yfir. Það er von okkar að með þessu verði þjónustan í málaflokknum skilvirkari og að fleiri komist út á vinnumarkaðinn. Ótvírætt er lykillinn að því að ná árangri í því að auka atvinnuþátttöku þeirra sem búa við skerta starfsgetu að eiga góðan aðgang að vinnustöðunum í landinu. Fyrirmyndardagurinn hefur reynst góð aðferð til að styrkja þetta samstarf og fyrirtækjum sem taka þátt fer fjölgandi og framsýni þeirra og samstarfsvilja ber að þakka. Vinnumálastofnun á í víðtæku samstarfi við systurstofnanir sínar á evrópskum vettvangi. Vikunna sem nú er að líða þ.e. 4. – 8. apríl eru opinberar vinnumiðlunarstofnanir í Evrópu að skipuleggja sk. Atvinnurekendadaga þar sem stofnanirnar skipuleggja átaksverkefni sem miða að því styrkja samstarf sitt og þjónustu við fyrirtækin í sínum löndum. Vinnumálastofnun leggur Fyrirmyndardaginn undir þetta verkefni enda tilgangurinn sá sami. Vinnumálastofnun telur að lykillinn að því að lifa innihaldríku lífi sé að vera virkur á vinnumarkaði. Bætt atvinnuástand og aukin eftirspurn eftir vinnuafli eru kjöraðstæður til að auka þátttöku allra sem starfsgetu hafa til virkni. Þátttakendur í Fyrirmyndardeginum í dag eru að stuðla að því.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar