Smíðuðu pókerborð upp á gamanið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2016 10:00 Tómas og Þráinn útiloka ekki að taka í verkfærin aftur ef önnur eins hugmynd skýtur upp kollinum. Vísir/Ernir Félagarnir Tómas Nielsen og Þráinn Orri Jónsson tóku höndum saman á dögunum og smíðuðu sitt eigið pókerborð frá grunni. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikinn póker í gegnum tíðina þá líta þeir á borðið sem hvata til þess að hitta vinina oftar og taka leik. Smíðin tóku aðeins fjóra daga en strákarnir útiloka ekki að taka að sér frekari handverk í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að smíða borðið var einfaldlega sú að ég fékk þessa flugu í hausinn. Ég vissi að Tómas væri í smíðaáföngum uppi í Tækniskóla og hann var til í að stússast í þessu með mér. Við höfum aðeins verið að spila póker í gegnum tíðina en alls ekki oft. Vonandi verður þetta hvati fyrir því að spila meira enda erum við nokkrir í vinahópnum sem höfum áhuga á þessu og við borðið komast sex manns,“ segir Þráinn Orri en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur í verkfærin.Glæsilegt pókerborð sem rúmar sex manns.Smíðin á borðinu tók aðeins fjóra daga en gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. „Við hittumst eftir kvöldmat þessa fjóra daga og vorum að dúlla okkur í þessu. Við gerðum nokkur byrjendamistök en það er bara ósköp eðlilegt held ég. Við vorum aðallega að fylgja uppskriftum af Youtube en svo ákváðum við líka að bæta við okkar handbragði,“ segir Tómas en þeir ákváðu að gera innbyggða glasahaldara til þess að gera stemninguna yfir spilunum ennþá betri. Það var margt sem þurfti að ganga upp til þess að borðið yrði að veruleika. „Við vorum það heppnir að pabbi Tomma er með ógrynni af Festool-verkfærum sem við fengum að ganga í. Við fundum allt til í hinum ýmsu verslunum og notuðumst mikið við Google,“ segir Þráinn. Strákarnir hafa nú þegar tekið fyrsta leikinn á borðinu en hann gekk ekki eins og þeir höfðu vonað. „Við töpuðum báðir þannig að ætli við þurfum ekki að æfa okkur betur áður en við bjóðum strákunum að spila næst,“ segja þeir en bæta við að það mikilvægasta sé að hafa með sér spilastokk, einn kaldan og góða skapið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.apríl.vísir/ernir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Félagarnir Tómas Nielsen og Þráinn Orri Jónsson tóku höndum saman á dögunum og smíðuðu sitt eigið pókerborð frá grunni. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikinn póker í gegnum tíðina þá líta þeir á borðið sem hvata til þess að hitta vinina oftar og taka leik. Smíðin tóku aðeins fjóra daga en strákarnir útiloka ekki að taka að sér frekari handverk í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að smíða borðið var einfaldlega sú að ég fékk þessa flugu í hausinn. Ég vissi að Tómas væri í smíðaáföngum uppi í Tækniskóla og hann var til í að stússast í þessu með mér. Við höfum aðeins verið að spila póker í gegnum tíðina en alls ekki oft. Vonandi verður þetta hvati fyrir því að spila meira enda erum við nokkrir í vinahópnum sem höfum áhuga á þessu og við borðið komast sex manns,“ segir Þráinn Orri en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur í verkfærin.Glæsilegt pókerborð sem rúmar sex manns.Smíðin á borðinu tók aðeins fjóra daga en gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. „Við hittumst eftir kvöldmat þessa fjóra daga og vorum að dúlla okkur í þessu. Við gerðum nokkur byrjendamistök en það er bara ósköp eðlilegt held ég. Við vorum aðallega að fylgja uppskriftum af Youtube en svo ákváðum við líka að bæta við okkar handbragði,“ segir Tómas en þeir ákváðu að gera innbyggða glasahaldara til þess að gera stemninguna yfir spilunum ennþá betri. Það var margt sem þurfti að ganga upp til þess að borðið yrði að veruleika. „Við vorum það heppnir að pabbi Tomma er með ógrynni af Festool-verkfærum sem við fengum að ganga í. Við fundum allt til í hinum ýmsu verslunum og notuðumst mikið við Google,“ segir Þráinn. Strákarnir hafa nú þegar tekið fyrsta leikinn á borðinu en hann gekk ekki eins og þeir höfðu vonað. „Við töpuðum báðir þannig að ætli við þurfum ekki að æfa okkur betur áður en við bjóðum strákunum að spila næst,“ segja þeir en bæta við að það mikilvægasta sé að hafa með sér spilastokk, einn kaldan og góða skapið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.apríl.vísir/ernir
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira