Fer eigin leiðir Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 Lilja Alfreðsdóttir Það handstýrir mér enginn. Ég leyfi mér að efast um, væri ég karlmaður með minn bakgrunn og mína reynslu, að einhver myndi segja að væri verið að handstýra viðkomandi. Ekki séns,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sem fremur óvænt tók við ráðherraembætti Gunnars Braga Sveinssonar fráfarandi utanríkisráðherra. Lilja segist fara eigin leiðir. Hún neitar ekki að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra sé góður vinur hennar, en segir málflutning þeirra sem telja henni verða handstýrt af Sigmundi bak við tjöldin hreinlega ekki eiga við rök að styðjast. Hann hafi viðrað við hana þá hugmynd að taka við ráðherraembætti í ljósi aðstæðna sem upp voru komnar í samfélaginu í vikunni, og hún hafi haft skamman umhugsunarfrest. Eftir nokkrar klukkustundir hafi hún ákveðið að slá til. „Ég hef gaman af áskorunum. Ég hugsaði að þetta yrði erfitt, en mér fannst eins og ég gæti orðið að liði í stöðunni.“ Það þekkja kannski ekki allir nafn Lilju Daggar og margir urðu hissa þegar Höskuldur Þórhallsson, flokksmaður Framsóknar, opinberaði óvart fyrir framan hóp fjölmiðlamanna í Alþingishúsinu á miðvikudag að hún kæmi til með að setjast í stól ráðherra. Aldrei boðið sig framLilja Dögg er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia- háskóla í New York og hefur undanfarin ár verið aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabankanum. Hún sinnti starfi verkefnisstjóra í forsætisráðuneytinu frá 2014-2015. Þar á undan starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington D.C. frá 2010 til 2012. Hún segist flokksbundinn framsóknarmaður og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrverandi borgarfulltrúa flokksins. „Pabbi minn er frábær faðir og yndislegur maður. Ég hef lært margt gott af honum. En ég hef alltaf farið eigin leiðir í lífinu.“ Lilja hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, en aldrei boðið sig fram. Hún var í sérfræðingahópi forsætisráðherra um skuldaleiðréttingu og vann með framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta. Hún segist ekki hafa haft vitneskju um eign eiginkonu Sigmundar í aflandsfélaginu Wintris Inc. „Ég skil að hann hafi þurft að segja af sér embætti og það hefur hann gert. Það þarf að virða það við hann. Við það situr. Það verður áframhaldandi umræða í þjóðfélaginu um þessi mál og því er brýnt að stöðugleiki komist á er varðar stjórnmálin sem allra fyrst. Ég hef fulla trú á því að það muni skila sér til lengri tíma litið fyrir þessa ríkisstjórn. Að hún hafi náð að skipta út ráðherrum. Ég vona að þetta muni jafna sig. Við þurfum að nýta tímann vel og það þarf að forgangsraða verkefnum, losun fjármagnshafta, húsnæðismálunum og verðtryggingarmálum.“ Alls ekki hrifin af skattaskjólumLilja segist ekki hrifin af skattaskjólum. Viðtalið í þætti Kastljóss síðastliðinn sunnudag hafi komið henni á óvart. „Við eigum að virða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum gengist undir og það er línan. Ég er alls ekki hrifin af skattaskjólum, það er bara þannig.“Heldurðu að þjóðarbúið verði af tekjum vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum? „Það fer náttúrulega eftir umfanginu. Mér finnst það mjög líklegt. En ég fagna því að fengist hafi fjármagn, sem þessi ríkisstjórn studdi, til að skoða gögn og fá þannig betri sýn á það hvert umfangið er í raun og veru. Það kom mér verulega á óvart að það væru þetta margir Íslendingar á listanum, en ég vil fá frekari upplýsingar um málið áður en ég get tjáð mig að einhverju ráði. Það verða allir að greiða til samfélagsins. Menn þurfa líka að hafa gagnsæi í því sem þeir gera.“ Breytt stefna í EvrópumálumLilja Dögg vakti nokkra athygli fyrir örfáum árum sem meðlimur í hópi Evrópusamtakanna. Samtökin eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu, auk þess að vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Nú kveður við annan tón.Af hverju breyttirðu um kúrs í Evrópumálum? „Þegar ég var í samtökunum voru ekki endilega allir búnir að mynda sér endanlega skoðun um hvort skynsamlegt væri að ganga í Evrópusambandið. En við vildum skoða aðildarviðræður og svo yrði kosið um það. Þetta snerist auðvitað um hvort hægt væri að ná viðunandi samningi, varðandi sjávarútveginn og önnur mikilvæg mál. Ég var aldrei eldheitur Evrópusambandssinni, en síðan þetta var hefur ýmislegt gerst á Íslandi og í Evrópu. Það er mín skoðun að þær lausnir sem við fórum í eftir hrun, til að mynda með það hvernig neyðarlögin voru sett á og hvernig nýju og gömlu bankarnir voru aðskildir og við skildum eftir prívatskuldir hjá prívataðilum, og vörðum ríkissjóð Íslands allan tímann; mér finnst mjög ólíklegt að við hefðum getað gert þetta ef við hefðum verið í ESB.“ Fleiri möguleikar utan ESB„Prógrammið sem við fórum í með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var líka mjög sértækt. Það hefði verið mjög erfitt að fara í svona allsherjaruppgjör við kröfuhafana. Ef við værum í ESB hefðum við ekki getað gengið svona hart fram. Ég tel að fyrir okkur hafi verið farsælt að vera ekki í ESB og þróun sambandsins eins og hún er núna, hentar ekki Íslandi. Ef þú lítur til Írlands, var það ríkissjóður Írlands sem tók á sig þessar skuldir í efnahagshruninu og Írar eru miklu skuldsettari en við fyrir vikið. Aðrar þjóðir hafa farið aðrar leiðir. Við höfðum bara fleiri möguleika á því að vera ekki í ESB.“Og er það gott veganesti inn í framtíðina? „Fyrir Ísland sem er lítið, opið hagkerfi, sem er háð því að greiðslujöfnuðurinn sé sjálfbær þá þurfum við að vera aðeins sveigjanlegri en önnur hagkerfi. Þannig að, já.“ Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent samkvæmt könnun sem fréttastofa 365 gerði í mars 2015, var ósáttur við framgöngu Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, í Evrópumálum þegar hann afhenti utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.Hefðir þú viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og samstarfsflokkurinn lofaði í aðdraganda kosninga? „Það var ekki farið í kosningar þegar við sóttum um, þannig að ég sé ekki rökin bak við það að fara í kosningar þegar umsóknin er dregin til baka.“ Veit ekki með framhaldiðLilja segist ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hún hyggi á áframhaldandi feril í stjórnmálum. „Ég hef satt að segja hugsað mjög lítið út í það. Tíminn mun leiða það í ljós. Það fer bara eftir því hvernig mér gengur.“ Hún segist eiga gott samstarf við þingflokkinn. „Ég hef heyrt í þeim flestum og ég heyri ekki annað en að allir séu tiltölulega sáttir.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að gengið hafi verið fram hjá henni við skipan í ráðherraembætti. Aðspurð segist Lilja ekki vita hvort öðrum flokksmönnum hafi fundist þeir sniðgengnir þegar hún var fengin í embættið. „Fólk verður bara að svara því sjálft. Ég treysti mér ekki til að dæma um það.“ Breiðhyltingar grjótharðirLilja Dögg, sem er fædd í Breiðholti, gekk í Fellaskóla, fór þaðan í MR og í Háskóla Íslands. Hún lærði alþjóðahagfræði í Columbia-háskóla, eins og áður kom fram, og segir tímann áhugaverðan sem hún varði sem skiptinemi í Suður-Kóreu. „Þetta er mín saga. Ég er alin upp í Efra-Breiðholtinu, sem var mjög skemmtilegt. Og svo segir það sig sjálft, við Breiðhyltingar erum grjótharðir.“ Lilja hlær. Lilja er fædd 4. október 1973, og er því 42 ára gömul. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni. „Hann er hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu. Við eigum tvö börn, stelpu sem er sex ára og strák sem var að verða níu.“ Hvernig brást eiginmaðurinn við því að þú ætlaðir að taka sæti á ráðherrastól með nokkurra klukkustunda fyrirvara? „Hann er öllu vanur,“ segir Lilja að lokum og hlær.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Það handstýrir mér enginn. Ég leyfi mér að efast um, væri ég karlmaður með minn bakgrunn og mína reynslu, að einhver myndi segja að væri verið að handstýra viðkomandi. Ekki séns,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sem fremur óvænt tók við ráðherraembætti Gunnars Braga Sveinssonar fráfarandi utanríkisráðherra. Lilja segist fara eigin leiðir. Hún neitar ekki að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra sé góður vinur hennar, en segir málflutning þeirra sem telja henni verða handstýrt af Sigmundi bak við tjöldin hreinlega ekki eiga við rök að styðjast. Hann hafi viðrað við hana þá hugmynd að taka við ráðherraembætti í ljósi aðstæðna sem upp voru komnar í samfélaginu í vikunni, og hún hafi haft skamman umhugsunarfrest. Eftir nokkrar klukkustundir hafi hún ákveðið að slá til. „Ég hef gaman af áskorunum. Ég hugsaði að þetta yrði erfitt, en mér fannst eins og ég gæti orðið að liði í stöðunni.“ Það þekkja kannski ekki allir nafn Lilju Daggar og margir urðu hissa þegar Höskuldur Þórhallsson, flokksmaður Framsóknar, opinberaði óvart fyrir framan hóp fjölmiðlamanna í Alþingishúsinu á miðvikudag að hún kæmi til með að setjast í stól ráðherra. Aldrei boðið sig framLilja Dögg er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia- háskóla í New York og hefur undanfarin ár verið aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabankanum. Hún sinnti starfi verkefnisstjóra í forsætisráðuneytinu frá 2014-2015. Þar á undan starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington D.C. frá 2010 til 2012. Hún segist flokksbundinn framsóknarmaður og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrverandi borgarfulltrúa flokksins. „Pabbi minn er frábær faðir og yndislegur maður. Ég hef lært margt gott af honum. En ég hef alltaf farið eigin leiðir í lífinu.“ Lilja hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, en aldrei boðið sig fram. Hún var í sérfræðingahópi forsætisráðherra um skuldaleiðréttingu og vann með framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta. Hún segist ekki hafa haft vitneskju um eign eiginkonu Sigmundar í aflandsfélaginu Wintris Inc. „Ég skil að hann hafi þurft að segja af sér embætti og það hefur hann gert. Það þarf að virða það við hann. Við það situr. Það verður áframhaldandi umræða í þjóðfélaginu um þessi mál og því er brýnt að stöðugleiki komist á er varðar stjórnmálin sem allra fyrst. Ég hef fulla trú á því að það muni skila sér til lengri tíma litið fyrir þessa ríkisstjórn. Að hún hafi náð að skipta út ráðherrum. Ég vona að þetta muni jafna sig. Við þurfum að nýta tímann vel og það þarf að forgangsraða verkefnum, losun fjármagnshafta, húsnæðismálunum og verðtryggingarmálum.“ Alls ekki hrifin af skattaskjólumLilja segist ekki hrifin af skattaskjólum. Viðtalið í þætti Kastljóss síðastliðinn sunnudag hafi komið henni á óvart. „Við eigum að virða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum gengist undir og það er línan. Ég er alls ekki hrifin af skattaskjólum, það er bara þannig.“Heldurðu að þjóðarbúið verði af tekjum vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum? „Það fer náttúrulega eftir umfanginu. Mér finnst það mjög líklegt. En ég fagna því að fengist hafi fjármagn, sem þessi ríkisstjórn studdi, til að skoða gögn og fá þannig betri sýn á það hvert umfangið er í raun og veru. Það kom mér verulega á óvart að það væru þetta margir Íslendingar á listanum, en ég vil fá frekari upplýsingar um málið áður en ég get tjáð mig að einhverju ráði. Það verða allir að greiða til samfélagsins. Menn þurfa líka að hafa gagnsæi í því sem þeir gera.“ Breytt stefna í EvrópumálumLilja Dögg vakti nokkra athygli fyrir örfáum árum sem meðlimur í hópi Evrópusamtakanna. Samtökin eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu, auk þess að vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Nú kveður við annan tón.Af hverju breyttirðu um kúrs í Evrópumálum? „Þegar ég var í samtökunum voru ekki endilega allir búnir að mynda sér endanlega skoðun um hvort skynsamlegt væri að ganga í Evrópusambandið. En við vildum skoða aðildarviðræður og svo yrði kosið um það. Þetta snerist auðvitað um hvort hægt væri að ná viðunandi samningi, varðandi sjávarútveginn og önnur mikilvæg mál. Ég var aldrei eldheitur Evrópusambandssinni, en síðan þetta var hefur ýmislegt gerst á Íslandi og í Evrópu. Það er mín skoðun að þær lausnir sem við fórum í eftir hrun, til að mynda með það hvernig neyðarlögin voru sett á og hvernig nýju og gömlu bankarnir voru aðskildir og við skildum eftir prívatskuldir hjá prívataðilum, og vörðum ríkissjóð Íslands allan tímann; mér finnst mjög ólíklegt að við hefðum getað gert þetta ef við hefðum verið í ESB.“ Fleiri möguleikar utan ESB„Prógrammið sem við fórum í með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var líka mjög sértækt. Það hefði verið mjög erfitt að fara í svona allsherjaruppgjör við kröfuhafana. Ef við værum í ESB hefðum við ekki getað gengið svona hart fram. Ég tel að fyrir okkur hafi verið farsælt að vera ekki í ESB og þróun sambandsins eins og hún er núna, hentar ekki Íslandi. Ef þú lítur til Írlands, var það ríkissjóður Írlands sem tók á sig þessar skuldir í efnahagshruninu og Írar eru miklu skuldsettari en við fyrir vikið. Aðrar þjóðir hafa farið aðrar leiðir. Við höfðum bara fleiri möguleika á því að vera ekki í ESB.“Og er það gott veganesti inn í framtíðina? „Fyrir Ísland sem er lítið, opið hagkerfi, sem er háð því að greiðslujöfnuðurinn sé sjálfbær þá þurfum við að vera aðeins sveigjanlegri en önnur hagkerfi. Þannig að, já.“ Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent samkvæmt könnun sem fréttastofa 365 gerði í mars 2015, var ósáttur við framgöngu Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, í Evrópumálum þegar hann afhenti utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.Hefðir þú viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og samstarfsflokkurinn lofaði í aðdraganda kosninga? „Það var ekki farið í kosningar þegar við sóttum um, þannig að ég sé ekki rökin bak við það að fara í kosningar þegar umsóknin er dregin til baka.“ Veit ekki með framhaldiðLilja segist ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hún hyggi á áframhaldandi feril í stjórnmálum. „Ég hef satt að segja hugsað mjög lítið út í það. Tíminn mun leiða það í ljós. Það fer bara eftir því hvernig mér gengur.“ Hún segist eiga gott samstarf við þingflokkinn. „Ég hef heyrt í þeim flestum og ég heyri ekki annað en að allir séu tiltölulega sáttir.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að gengið hafi verið fram hjá henni við skipan í ráðherraembætti. Aðspurð segist Lilja ekki vita hvort öðrum flokksmönnum hafi fundist þeir sniðgengnir þegar hún var fengin í embættið. „Fólk verður bara að svara því sjálft. Ég treysti mér ekki til að dæma um það.“ Breiðhyltingar grjótharðirLilja Dögg, sem er fædd í Breiðholti, gekk í Fellaskóla, fór þaðan í MR og í Háskóla Íslands. Hún lærði alþjóðahagfræði í Columbia-háskóla, eins og áður kom fram, og segir tímann áhugaverðan sem hún varði sem skiptinemi í Suður-Kóreu. „Þetta er mín saga. Ég er alin upp í Efra-Breiðholtinu, sem var mjög skemmtilegt. Og svo segir það sig sjálft, við Breiðhyltingar erum grjótharðir.“ Lilja hlær. Lilja er fædd 4. október 1973, og er því 42 ára gömul. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni. „Hann er hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu. Við eigum tvö börn, stelpu sem er sex ára og strák sem var að verða níu.“ Hvernig brást eiginmaðurinn við því að þú ætlaðir að taka sæti á ráðherrastól með nokkurra klukkustunda fyrirvara? „Hann er öllu vanur,“ segir Lilja að lokum og hlær.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira