Sankar að sér Eyjafjallajökulssögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. mars 2016 09:30 "Ég var í Noregi og kom heim eftir krókaleiðum. Það var svo súrrealískt ferðalag að það lá við að ég hefði gaman af því,“ segir Gísli. Vísir/Pjetur „Aðdragandinn er líklega sá að ég lenti sjálfur í basli í gosinu. Ég var í Noregi og kom heim eftir krókaleiðum. Það var svo súrrealískt ferðalag að það lá við að ég hefði gaman af því,“ segir Gísli Pálsson mannfræðingur um rannsóknarverkefni sitt Volcanologues. Í tengslum við það safnar hann sögum sem gerðust þegar um tuttugu þjóðir ákváðu að stöðva flugumferð um lofthelgi sína vegna eldfjallaösku frá Eyjafjallajökli 2010. Talið er að tíu milljónir hafi breytt ferðaplönum vegna þess. Í stað þess að heimferðin frá Ósló tæki þrjá tíma hjá Gísla urðu þeir þrjátíu og sex. Löng bið og þvælingur á flugvelli í Bretlandi þar sem bráðabirgðafyrirkomulag ríkti í afhendingu á töskum og inntékki, flug þaðan til Akureyrar og rútuferð þaðan suður um nótt er í reynslubankanum. „Þarna var fólk allt í sömu stöðu og auðvitað fór allt vel. Ég var oft á fundum erlendis um þetta leyti og hitti þar fólk sem hafði lent í alls konar veseni vegna gossins, misst af flugi, ekki komist til að sækja krakkana í skólann eða á áríðandi fund. Það hvarflaði að mér þá að sanka að mér frásögnum en fannst staðan pínu vandræðaleg, eins og við Íslendingar værum valdir að gosinu og lá við að ég skammaðist mín fyrir að vera með eldfjallið í bakgarðinum.“ Nú kveðst Gísli vera að skrifa bók um Eyjagosið 1973 og það hafi dregið hann út í pælingar um áhrif eldgosa á mannlíf. „Þá kom hugmyndin um sögusöfnun vegna Eyjafjallajökulsgossins upp á borðið aftur og ég vona að ég nái til fólks á samfélagsmiðlunum,“ segir hann og bendir fólki á að senda stutta frásögn og jafnvel myndir, teikningar eða önnur skjöl á netfangið volcanologues2010@gmail.com ásamt nafni og netfangi höfundar. „Mig langar að birta sögurnar og gögnin á heimasíðu verkefnisins og í prentuðu úrvali,“ segir hann. „Því dramatískara sem efnið er, því betra, hvort sem það er frá Íslandi eða öðrum heimshlutum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. mars. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
„Aðdragandinn er líklega sá að ég lenti sjálfur í basli í gosinu. Ég var í Noregi og kom heim eftir krókaleiðum. Það var svo súrrealískt ferðalag að það lá við að ég hefði gaman af því,“ segir Gísli Pálsson mannfræðingur um rannsóknarverkefni sitt Volcanologues. Í tengslum við það safnar hann sögum sem gerðust þegar um tuttugu þjóðir ákváðu að stöðva flugumferð um lofthelgi sína vegna eldfjallaösku frá Eyjafjallajökli 2010. Talið er að tíu milljónir hafi breytt ferðaplönum vegna þess. Í stað þess að heimferðin frá Ósló tæki þrjá tíma hjá Gísla urðu þeir þrjátíu og sex. Löng bið og þvælingur á flugvelli í Bretlandi þar sem bráðabirgðafyrirkomulag ríkti í afhendingu á töskum og inntékki, flug þaðan til Akureyrar og rútuferð þaðan suður um nótt er í reynslubankanum. „Þarna var fólk allt í sömu stöðu og auðvitað fór allt vel. Ég var oft á fundum erlendis um þetta leyti og hitti þar fólk sem hafði lent í alls konar veseni vegna gossins, misst af flugi, ekki komist til að sækja krakkana í skólann eða á áríðandi fund. Það hvarflaði að mér þá að sanka að mér frásögnum en fannst staðan pínu vandræðaleg, eins og við Íslendingar værum valdir að gosinu og lá við að ég skammaðist mín fyrir að vera með eldfjallið í bakgarðinum.“ Nú kveðst Gísli vera að skrifa bók um Eyjagosið 1973 og það hafi dregið hann út í pælingar um áhrif eldgosa á mannlíf. „Þá kom hugmyndin um sögusöfnun vegna Eyjafjallajökulsgossins upp á borðið aftur og ég vona að ég nái til fólks á samfélagsmiðlunum,“ segir hann og bendir fólki á að senda stutta frásögn og jafnvel myndir, teikningar eða önnur skjöl á netfangið volcanologues2010@gmail.com ásamt nafni og netfangi höfundar. „Mig langar að birta sögurnar og gögnin á heimasíðu verkefnisins og í prentuðu úrvali,“ segir hann. „Því dramatískara sem efnið er, því betra, hvort sem það er frá Íslandi eða öðrum heimshlutum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. mars.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning