Verjum íslenska laxastofna Jón Helgi Björnsson og Viktor Guðmundsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Fyrirhugaður er mikill vöxtur í laxeldi á Íslandi á komandi árum. Samtals hefur verið sótt um framleiðsluleyfi á um 100-120 þúsund tonnum af laxi. Gróflega má því áætla að um 50 milljónir frjórra norskra laxa verði á sundi í sjókvíum við strendur Íslands ef af þessum áformum verður. Því miður er það þannig, þrátt fyrir besta búnað og ítarlegar verklagsreglur, að laxar sleppa úr kvíum. Veiðimálastofnun hefur bent á að samkvæmt norskum rannsóknum megi áætla að það sleppi einn lax úr sjókvíum fyrir hvert framleitt tonn af laxi. Ef fyrrgreindar áætlanir ganga eftir gætu því um 100-120 þúsund laxar sloppið úr sjókvíum á hverju ári. Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá veiðast að meðaltali um 50.000 villtir laxar á Íslandi árlega. Miðað við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, ganga þá um 83.000 laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Hrygningarstofninn er þá um 33-50.000 fiskar. Samkvæmt þessu eru allar líkur á að fleiri frjóir laxar af norskum eldisuppruna sleppi úr sjókvíum á hverju ári heldur en sem nemur stofnstærð íslenska laxastofnsins og um þrefalt fleiri að meðaltali en stærð hrygningarstofnsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þessa fyrir íslenska laxastofna.Skýrar sannanir um afleiðingar liggja fyrir Ný skýrsla Norsk institutt for naturforskning (NINA) sýnir hrollvekjandi afleiðingar af stórfelldu laxeldi fyrir stofna villtra laxa í Noregi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar kom fram að af 125 stofnum villtra laxa sem voru rannsakaðir var þriðjungur með milda erfðamengun og þriðjungur með alvarlega eða mjög alvarlega erfðamengun. Áhrif erfðablöndunar eru háð hlutfalli innblöndunar en ef um mikla og langvarandi innblöndun er að ræða er hún óafturkræf. Norski eldislaxinn er erfðafræðilega frábrugðinn íslenska laxastofninum, hraðvaxta, verður seint kynþroska og er aðlagaður að eldi en ekki því að þrífast í íslenskri náttúru. Afleiðingin af erfðablöndun verður hnignun og útrýming þeirra villtu stofna sem fyrir eru.Áætlanir um eldi í Ísafjarðardjúpi Þrjár ár renna í Ísafjarðardjúp sem skila um 150-500 laxa meðalveiði hver. Ætlunin er að framleiða á svæðinu 6.800 tonn af laxi á hverju ári. Engar líkur eru á því að þessar ár sem hafa ekki stærri stofna en raun ber vitni þoli nábýli við sjókvíaeldi sem inniheldur 2,8 milljónir eldislaxa. LV hefur bent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á nauðsyn þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir eldi norskra laxa en ráðuneytið sýnir því miður ekki þá umhverfisábyrgð að verða við beiðni sambandsins um friðun.Ólöglegt er að valda erfðamengun Íslensk lög kveða á um bann gegn blöndun laxastofna. Óheimilt er með öllu að flytja laxastofna milli veiðivatna og ekki má nota innflutta stofna til fiskræktar. Að okkar mati jafngildir jafn umfangsmikið sjókvíaeldi og nú er fyrirhugað því að sleppa norskum laxi beint í íslenskar laxveiðiár. Mörg þeirra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl í þessum iðnaði hérlendis hafa sótt sér hlutafé til norskra laxeldisfyrirtækja, þeirra sömu og hafa valdið því að ástand villtra laxastofna í Noregi er með þeim hætti að einungis um þriðjungur þeirra er án erfðamengunar. Norsk stjórnvöld eru nú að marka þá stefnu að laxeldið taki meira tillit til umhverfisins og eldið fari í vaxandi mæli fram í lokuðum kerfum. Með þeirri aðferð er hvorki laxalús eða strokulaxar vandamál lengur. Hingað sækja því norsku fyrirtækin í ókeypis eldisleyfi þar sem allt er gert upp á gamla mátann með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á villta laxastofna. Við viljum með þessari grein hvetja alla þá sem vilja verja íslenskar laxveiðiár að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þessari hættu sem nú steðjar að óspilltum, villtum laxastofnum og einstakri náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhugaður er mikill vöxtur í laxeldi á Íslandi á komandi árum. Samtals hefur verið sótt um framleiðsluleyfi á um 100-120 þúsund tonnum af laxi. Gróflega má því áætla að um 50 milljónir frjórra norskra laxa verði á sundi í sjókvíum við strendur Íslands ef af þessum áformum verður. Því miður er það þannig, þrátt fyrir besta búnað og ítarlegar verklagsreglur, að laxar sleppa úr kvíum. Veiðimálastofnun hefur bent á að samkvæmt norskum rannsóknum megi áætla að það sleppi einn lax úr sjókvíum fyrir hvert framleitt tonn af laxi. Ef fyrrgreindar áætlanir ganga eftir gætu því um 100-120 þúsund laxar sloppið úr sjókvíum á hverju ári. Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá veiðast að meðaltali um 50.000 villtir laxar á Íslandi árlega. Miðað við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, ganga þá um 83.000 laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Hrygningarstofninn er þá um 33-50.000 fiskar. Samkvæmt þessu eru allar líkur á að fleiri frjóir laxar af norskum eldisuppruna sleppi úr sjókvíum á hverju ári heldur en sem nemur stofnstærð íslenska laxastofnsins og um þrefalt fleiri að meðaltali en stærð hrygningarstofnsins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þessa fyrir íslenska laxastofna.Skýrar sannanir um afleiðingar liggja fyrir Ný skýrsla Norsk institutt for naturforskning (NINA) sýnir hrollvekjandi afleiðingar af stórfelldu laxeldi fyrir stofna villtra laxa í Noregi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar kom fram að af 125 stofnum villtra laxa sem voru rannsakaðir var þriðjungur með milda erfðamengun og þriðjungur með alvarlega eða mjög alvarlega erfðamengun. Áhrif erfðablöndunar eru háð hlutfalli innblöndunar en ef um mikla og langvarandi innblöndun er að ræða er hún óafturkræf. Norski eldislaxinn er erfðafræðilega frábrugðinn íslenska laxastofninum, hraðvaxta, verður seint kynþroska og er aðlagaður að eldi en ekki því að þrífast í íslenskri náttúru. Afleiðingin af erfðablöndun verður hnignun og útrýming þeirra villtu stofna sem fyrir eru.Áætlanir um eldi í Ísafjarðardjúpi Þrjár ár renna í Ísafjarðardjúp sem skila um 150-500 laxa meðalveiði hver. Ætlunin er að framleiða á svæðinu 6.800 tonn af laxi á hverju ári. Engar líkur eru á því að þessar ár sem hafa ekki stærri stofna en raun ber vitni þoli nábýli við sjókvíaeldi sem inniheldur 2,8 milljónir eldislaxa. LV hefur bent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á nauðsyn þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir eldi norskra laxa en ráðuneytið sýnir því miður ekki þá umhverfisábyrgð að verða við beiðni sambandsins um friðun.Ólöglegt er að valda erfðamengun Íslensk lög kveða á um bann gegn blöndun laxastofna. Óheimilt er með öllu að flytja laxastofna milli veiðivatna og ekki má nota innflutta stofna til fiskræktar. Að okkar mati jafngildir jafn umfangsmikið sjókvíaeldi og nú er fyrirhugað því að sleppa norskum laxi beint í íslenskar laxveiðiár. Mörg þeirra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl í þessum iðnaði hérlendis hafa sótt sér hlutafé til norskra laxeldisfyrirtækja, þeirra sömu og hafa valdið því að ástand villtra laxastofna í Noregi er með þeim hætti að einungis um þriðjungur þeirra er án erfðamengunar. Norsk stjórnvöld eru nú að marka þá stefnu að laxeldið taki meira tillit til umhverfisins og eldið fari í vaxandi mæli fram í lokuðum kerfum. Með þeirri aðferð er hvorki laxalús eða strokulaxar vandamál lengur. Hingað sækja því norsku fyrirtækin í ókeypis eldisleyfi þar sem allt er gert upp á gamla mátann með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á villta laxastofna. Við viljum með þessari grein hvetja alla þá sem vilja verja íslenskar laxveiðiár að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þessari hættu sem nú steðjar að óspilltum, villtum laxastofnum og einstakri náttúru Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar