Sýndi brjóstaballett og hnífakast í New York um páskana Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 31. mars 2016 16:30 Margrét stígur ófeimin á svið fyrir troðfullum sal af áhorfenda eins og ekkert sé. Páskafríið hennar Margrétar Erlu Maack vatt heldur betur upp á sig þegar hún ákvað að skella sér til New York í hvíldarferð en endaði á að sýna á þremur burlesque- og uppistandssýningum. „New York hefur upp á svo margt að bjóða og er svo miklu meira en bara Times Square. Lower East Side er uppáhaldshverfið mitt og þar er fullt af svona skrítnu í gangi. Ég flutti til New York árið 2007 til þess að læra magadans eftir að ég vann í Happdrætti háskólans. Til þess að kynnast fólkinu og menningunni þarf maður bara að fara með opinn huga og hanga eftir sýningu og kynnast fólkinu,“ segir Margrét en hún hefur verið virk í því að byggja sér upp tengslanet erlendis til þess að fá fólk til þess að koma til Íslands og sýna listir sínar. Þegar Margrét pantaði sér ferðina til New York yfir páskana var það ekki ætlunin að fara að sýna. „Vinir mínir sem ég var að fara að heimsækja furðuðu sig á því að ég ætlaði að vera í New York í tíu daga en ekki koma neitt fram. Ég sendi nokkra tölvupósta áður en ég fór út og á endanum fékk ég þrjú gigg. Tvö þeirra voru á Slipper Room sem er uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum. Fyrra kvöldið var meiri uppistandssýning þar sem ég var annað tveggja kabarettatriða, en það seinna var ég með í burlesque-sýningu þar sem ég var meðal annars með hnífakast og brjóstaballett. Þriðja sýningin var svo á House of Yes.“Margrét að sýna listir sínar á Slipper Room í New York.Sýningarnar gengu svo vel að Margréti var boðið að koma aftur út að sýna í júní. „Þetta er mjög góð afsökun til þess að fara aftur til New York.“ Atriðin hennar Margrétar voru þó ekki öll með sínu hefðbundna sniði en í eitt skiptið var hún beðin um að íslenska upp atriðið sitt. „Á einni sýningu sem kallast Glitter Gutter var ég beðin um að koma með íslenskt tvist við mitt venjulega atriði. Ég málaði mig eins og Björk og gerði blöðrustripp við It's Oh So Quiet og svo var hnífakastið við Army of Me en það vakti mjög mikla lukku.“ Margrét segir að það sé margt hægt að læra af atvinnufólkinu í New York. „Ég sá hvernig þau byggja svona upp og hversu stórt þetta getur orðið með fáu fólki. Það var mjög gott að geta mætt bara og gert mitt atriði og fylgst svo með í staðinn fyrir að vera að stússast í öllu. Þarna voru engin tæknirennsli og það var gaman að sjá hvað kynnarnir eru ógeðslega góðir í að halda uppi orkunni og hjálpa til með allt tímavesen ef eitthvað þannig kemur upp. Þetta er mikil vinna sem fer í svona sýningar.“Margrét sýndi á Slipper Room og House of Yes.Margrét hefur tileinkað sér magadans og burlesque og hefur vakið mikla athygli hér á landi. „Þessi burlesque-sena, ásamt drag-, spuna- og uppistandssýningum er á hraðri uppleið hér á landi. Þetta helst allt saman í hendur. Loksins er orðið nóg framboð af afþreyingu sem er ekki leikhús eða tónleikar. Þetta er ótrúlega skemmtileg sena og ég er að vonast til að fá einhverja til að koma til landsins í sumar eða haust.“En hvað er Burlesque?Margrét lýsir Burlesque þannig að atriðið fari þannig fram að burlesque dansarinn eða sýnandinn fari út af sviðinu í færri fötum en það kom inná það í. Það stemmir við útskýringarnar sem finna má á veraldarvefnum. Talað er um að burlesque geti verið mjög fjölbreytt og mismunandi uppbyggt. Burlesque er dregið af ítalska orðinu burlesco sem þýðir brandari eða skopstæling. Sýningarnar geta verið ýmist uppistand, leiknar, tónlistar- eða dansatriði sem eiga að gera grín af uppákomum sem annars væru með alvarlegum hætti. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Páskafríið hennar Margrétar Erlu Maack vatt heldur betur upp á sig þegar hún ákvað að skella sér til New York í hvíldarferð en endaði á að sýna á þremur burlesque- og uppistandssýningum. „New York hefur upp á svo margt að bjóða og er svo miklu meira en bara Times Square. Lower East Side er uppáhaldshverfið mitt og þar er fullt af svona skrítnu í gangi. Ég flutti til New York árið 2007 til þess að læra magadans eftir að ég vann í Happdrætti háskólans. Til þess að kynnast fólkinu og menningunni þarf maður bara að fara með opinn huga og hanga eftir sýningu og kynnast fólkinu,“ segir Margrét en hún hefur verið virk í því að byggja sér upp tengslanet erlendis til þess að fá fólk til þess að koma til Íslands og sýna listir sínar. Þegar Margrét pantaði sér ferðina til New York yfir páskana var það ekki ætlunin að fara að sýna. „Vinir mínir sem ég var að fara að heimsækja furðuðu sig á því að ég ætlaði að vera í New York í tíu daga en ekki koma neitt fram. Ég sendi nokkra tölvupósta áður en ég fór út og á endanum fékk ég þrjú gigg. Tvö þeirra voru á Slipper Room sem er uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum. Fyrra kvöldið var meiri uppistandssýning þar sem ég var annað tveggja kabarettatriða, en það seinna var ég með í burlesque-sýningu þar sem ég var meðal annars með hnífakast og brjóstaballett. Þriðja sýningin var svo á House of Yes.“Margrét að sýna listir sínar á Slipper Room í New York.Sýningarnar gengu svo vel að Margréti var boðið að koma aftur út að sýna í júní. „Þetta er mjög góð afsökun til þess að fara aftur til New York.“ Atriðin hennar Margrétar voru þó ekki öll með sínu hefðbundna sniði en í eitt skiptið var hún beðin um að íslenska upp atriðið sitt. „Á einni sýningu sem kallast Glitter Gutter var ég beðin um að koma með íslenskt tvist við mitt venjulega atriði. Ég málaði mig eins og Björk og gerði blöðrustripp við It's Oh So Quiet og svo var hnífakastið við Army of Me en það vakti mjög mikla lukku.“ Margrét segir að það sé margt hægt að læra af atvinnufólkinu í New York. „Ég sá hvernig þau byggja svona upp og hversu stórt þetta getur orðið með fáu fólki. Það var mjög gott að geta mætt bara og gert mitt atriði og fylgst svo með í staðinn fyrir að vera að stússast í öllu. Þarna voru engin tæknirennsli og það var gaman að sjá hvað kynnarnir eru ógeðslega góðir í að halda uppi orkunni og hjálpa til með allt tímavesen ef eitthvað þannig kemur upp. Þetta er mikil vinna sem fer í svona sýningar.“Margrét sýndi á Slipper Room og House of Yes.Margrét hefur tileinkað sér magadans og burlesque og hefur vakið mikla athygli hér á landi. „Þessi burlesque-sena, ásamt drag-, spuna- og uppistandssýningum er á hraðri uppleið hér á landi. Þetta helst allt saman í hendur. Loksins er orðið nóg framboð af afþreyingu sem er ekki leikhús eða tónleikar. Þetta er ótrúlega skemmtileg sena og ég er að vonast til að fá einhverja til að koma til landsins í sumar eða haust.“En hvað er Burlesque?Margrét lýsir Burlesque þannig að atriðið fari þannig fram að burlesque dansarinn eða sýnandinn fari út af sviðinu í færri fötum en það kom inná það í. Það stemmir við útskýringarnar sem finna má á veraldarvefnum. Talað er um að burlesque geti verið mjög fjölbreytt og mismunandi uppbyggt. Burlesque er dregið af ítalska orðinu burlesco sem þýðir brandari eða skopstæling. Sýningarnar geta verið ýmist uppistand, leiknar, tónlistar- eða dansatriði sem eiga að gera grín af uppákomum sem annars væru með alvarlegum hætti.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning