Aðalmálið að trommarar eru að jafnaði gott fólk Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku eru með fremstu og fjölhæfustu trommuleikurum Norðurlandanna. Tveir af fremstu trommuleikurum Norðurlandanna, þeir Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku halda trommuvinnubúðir eða Drum camp á Íslandi í apríl. Vinnubúðirnar standa yfir heila helgi þar sem Erik og Søren miðla reynslu sinni og þekkingu en vinnubúðirnar hafa slegið í gegn í Danmörku og Noregi. „Ég og Søren höfum fjórum sinnum áður haldið Drum camp, tvisvar í Kaupmannahöfn og tvisvar í Noregi, einu sinni í Molde og einu sinni í Ósló,” segir norski trommuleikarinn Erik Smith. Þátttakendur koma með sitt eigið trommusett og segir Erik að ákaflega skemmtileg stemming myndist í vinnubúðunum. „Drum camp er einstök upplifun fyrir trommuleikara á öllum aldri með ólíka getu. Hugmyndin er að búa til skemmtilega, krefjandi og hvetjandi tvo daga fyrir þátttakendur sem þeir munu aldrei gleyma,” segir Erik.Erik Smith og Gulli Briem héldu masterclass hér á landi árið 2012 og fer Erik fögrum orðum um Gulla.vísir/stefán„Hér er frábært tækifæri til að læra heila helgi af tveimur af bestu bestu trommuleikurum Norðurlanda. Erik og Søren eru menn í fremstu röð og þetta því tækifæri sem enginn trommuleikari ætti að láta fram hjá sér fara,“ bætir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson við en hann og trommuleikarinn, Halldór Lárusson hafa aðstoðað við skipulagningu. Aðeins er pláss fyrir 20 þátttakendur að hámarki en engin sérstök inntökuskilyrði eru í trommuvinnubúðirnar. „Við tökum við einstaklingum á öllum aldri og óháð getu. Í síðustu vinnubúðum sem voru í Ósló voru þátttakendur á aldrinum 13 ára og upp í 72 ára og það læra allir af öllum,“ segir Erik léttur lundu. Eins og fyrr segir eru þeir báðir með eftirsóttustu og fjölhæfustu trommuleikurum Skandinavíu og hafa þeir komið víða við. Søren er til dæmis trommuleikari Stórsveitar danska ríkisútvarpsins og hefur leikið með nöfnum á borð við Mike Stern, Randy Brecker, Dr. John, Richard Bona, John Scofield. Erik hefur leikið með nöfnum á borð við Bill Champlin, Donna Summer, Bob Mintzer og Michael Bolton, ásamt því að hafa verið í húshljómsveitum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í Noregi.Erik og Søren leika báðir á Yamaha trommur.Erik kom hingað til lands árið 2012 og hélt þá svokallaðan masterclass með Gulla Briem og fer hann fögrum orðum um íslenska trommuleikara. „Ég hef dáðst af Gulli alveg frá því á áttunda áratuginum og hans vinnu með Mezzoforte, hann er frábær trommuleikari. Ég kynntist líka Jóhanni Hjörleifssyni árið 2012 og við urðum góðir vinir. Hann er einnig frábær og fjölhæfur trommuleikari sem ég virði mjög. Aðalmálið er þó að trommuleikarar eru gott fólk að jafnaði,” útskýrir Erik fullur tilhlökkunar. Trommuvinnubúðirnar fara fram dagana 22. og 23. apríl í sal FÍH og fer skráning fram á drumcampreykjavik@gmail.com. Nánar má lesa um viðburðinn hér og hér. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Tveir af fremstu trommuleikurum Norðurlandanna, þeir Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku halda trommuvinnubúðir eða Drum camp á Íslandi í apríl. Vinnubúðirnar standa yfir heila helgi þar sem Erik og Søren miðla reynslu sinni og þekkingu en vinnubúðirnar hafa slegið í gegn í Danmörku og Noregi. „Ég og Søren höfum fjórum sinnum áður haldið Drum camp, tvisvar í Kaupmannahöfn og tvisvar í Noregi, einu sinni í Molde og einu sinni í Ósló,” segir norski trommuleikarinn Erik Smith. Þátttakendur koma með sitt eigið trommusett og segir Erik að ákaflega skemmtileg stemming myndist í vinnubúðunum. „Drum camp er einstök upplifun fyrir trommuleikara á öllum aldri með ólíka getu. Hugmyndin er að búa til skemmtilega, krefjandi og hvetjandi tvo daga fyrir þátttakendur sem þeir munu aldrei gleyma,” segir Erik.Erik Smith og Gulli Briem héldu masterclass hér á landi árið 2012 og fer Erik fögrum orðum um Gulla.vísir/stefán„Hér er frábært tækifæri til að læra heila helgi af tveimur af bestu bestu trommuleikurum Norðurlanda. Erik og Søren eru menn í fremstu röð og þetta því tækifæri sem enginn trommuleikari ætti að láta fram hjá sér fara,“ bætir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson við en hann og trommuleikarinn, Halldór Lárusson hafa aðstoðað við skipulagningu. Aðeins er pláss fyrir 20 þátttakendur að hámarki en engin sérstök inntökuskilyrði eru í trommuvinnubúðirnar. „Við tökum við einstaklingum á öllum aldri og óháð getu. Í síðustu vinnubúðum sem voru í Ósló voru þátttakendur á aldrinum 13 ára og upp í 72 ára og það læra allir af öllum,“ segir Erik léttur lundu. Eins og fyrr segir eru þeir báðir með eftirsóttustu og fjölhæfustu trommuleikurum Skandinavíu og hafa þeir komið víða við. Søren er til dæmis trommuleikari Stórsveitar danska ríkisútvarpsins og hefur leikið með nöfnum á borð við Mike Stern, Randy Brecker, Dr. John, Richard Bona, John Scofield. Erik hefur leikið með nöfnum á borð við Bill Champlin, Donna Summer, Bob Mintzer og Michael Bolton, ásamt því að hafa verið í húshljómsveitum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í Noregi.Erik og Søren leika báðir á Yamaha trommur.Erik kom hingað til lands árið 2012 og hélt þá svokallaðan masterclass með Gulla Briem og fer hann fögrum orðum um íslenska trommuleikara. „Ég hef dáðst af Gulli alveg frá því á áttunda áratuginum og hans vinnu með Mezzoforte, hann er frábær trommuleikari. Ég kynntist líka Jóhanni Hjörleifssyni árið 2012 og við urðum góðir vinir. Hann er einnig frábær og fjölhæfur trommuleikari sem ég virði mjög. Aðalmálið er þó að trommuleikarar eru gott fólk að jafnaði,” útskýrir Erik fullur tilhlökkunar. Trommuvinnubúðirnar fara fram dagana 22. og 23. apríl í sal FÍH og fer skráning fram á drumcampreykjavik@gmail.com. Nánar má lesa um viðburðinn hér og hér.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira