Aðalmálið að trommarar eru að jafnaði gott fólk Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku eru með fremstu og fjölhæfustu trommuleikurum Norðurlandanna. Tveir af fremstu trommuleikurum Norðurlandanna, þeir Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku halda trommuvinnubúðir eða Drum camp á Íslandi í apríl. Vinnubúðirnar standa yfir heila helgi þar sem Erik og Søren miðla reynslu sinni og þekkingu en vinnubúðirnar hafa slegið í gegn í Danmörku og Noregi. „Ég og Søren höfum fjórum sinnum áður haldið Drum camp, tvisvar í Kaupmannahöfn og tvisvar í Noregi, einu sinni í Molde og einu sinni í Ósló,” segir norski trommuleikarinn Erik Smith. Þátttakendur koma með sitt eigið trommusett og segir Erik að ákaflega skemmtileg stemming myndist í vinnubúðunum. „Drum camp er einstök upplifun fyrir trommuleikara á öllum aldri með ólíka getu. Hugmyndin er að búa til skemmtilega, krefjandi og hvetjandi tvo daga fyrir þátttakendur sem þeir munu aldrei gleyma,” segir Erik.Erik Smith og Gulli Briem héldu masterclass hér á landi árið 2012 og fer Erik fögrum orðum um Gulla.vísir/stefán„Hér er frábært tækifæri til að læra heila helgi af tveimur af bestu bestu trommuleikurum Norðurlanda. Erik og Søren eru menn í fremstu röð og þetta því tækifæri sem enginn trommuleikari ætti að láta fram hjá sér fara,“ bætir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson við en hann og trommuleikarinn, Halldór Lárusson hafa aðstoðað við skipulagningu. Aðeins er pláss fyrir 20 þátttakendur að hámarki en engin sérstök inntökuskilyrði eru í trommuvinnubúðirnar. „Við tökum við einstaklingum á öllum aldri og óháð getu. Í síðustu vinnubúðum sem voru í Ósló voru þátttakendur á aldrinum 13 ára og upp í 72 ára og það læra allir af öllum,“ segir Erik léttur lundu. Eins og fyrr segir eru þeir báðir með eftirsóttustu og fjölhæfustu trommuleikurum Skandinavíu og hafa þeir komið víða við. Søren er til dæmis trommuleikari Stórsveitar danska ríkisútvarpsins og hefur leikið með nöfnum á borð við Mike Stern, Randy Brecker, Dr. John, Richard Bona, John Scofield. Erik hefur leikið með nöfnum á borð við Bill Champlin, Donna Summer, Bob Mintzer og Michael Bolton, ásamt því að hafa verið í húshljómsveitum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í Noregi.Erik og Søren leika báðir á Yamaha trommur.Erik kom hingað til lands árið 2012 og hélt þá svokallaðan masterclass með Gulla Briem og fer hann fögrum orðum um íslenska trommuleikara. „Ég hef dáðst af Gulli alveg frá því á áttunda áratuginum og hans vinnu með Mezzoforte, hann er frábær trommuleikari. Ég kynntist líka Jóhanni Hjörleifssyni árið 2012 og við urðum góðir vinir. Hann er einnig frábær og fjölhæfur trommuleikari sem ég virði mjög. Aðalmálið er þó að trommuleikarar eru gott fólk að jafnaði,” útskýrir Erik fullur tilhlökkunar. Trommuvinnubúðirnar fara fram dagana 22. og 23. apríl í sal FÍH og fer skráning fram á drumcampreykjavik@gmail.com. Nánar má lesa um viðburðinn hér og hér. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Tveir af fremstu trommuleikurum Norðurlandanna, þeir Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku halda trommuvinnubúðir eða Drum camp á Íslandi í apríl. Vinnubúðirnar standa yfir heila helgi þar sem Erik og Søren miðla reynslu sinni og þekkingu en vinnubúðirnar hafa slegið í gegn í Danmörku og Noregi. „Ég og Søren höfum fjórum sinnum áður haldið Drum camp, tvisvar í Kaupmannahöfn og tvisvar í Noregi, einu sinni í Molde og einu sinni í Ósló,” segir norski trommuleikarinn Erik Smith. Þátttakendur koma með sitt eigið trommusett og segir Erik að ákaflega skemmtileg stemming myndist í vinnubúðunum. „Drum camp er einstök upplifun fyrir trommuleikara á öllum aldri með ólíka getu. Hugmyndin er að búa til skemmtilega, krefjandi og hvetjandi tvo daga fyrir þátttakendur sem þeir munu aldrei gleyma,” segir Erik.Erik Smith og Gulli Briem héldu masterclass hér á landi árið 2012 og fer Erik fögrum orðum um Gulla.vísir/stefán„Hér er frábært tækifæri til að læra heila helgi af tveimur af bestu bestu trommuleikurum Norðurlanda. Erik og Søren eru menn í fremstu röð og þetta því tækifæri sem enginn trommuleikari ætti að láta fram hjá sér fara,“ bætir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson við en hann og trommuleikarinn, Halldór Lárusson hafa aðstoðað við skipulagningu. Aðeins er pláss fyrir 20 þátttakendur að hámarki en engin sérstök inntökuskilyrði eru í trommuvinnubúðirnar. „Við tökum við einstaklingum á öllum aldri og óháð getu. Í síðustu vinnubúðum sem voru í Ósló voru þátttakendur á aldrinum 13 ára og upp í 72 ára og það læra allir af öllum,“ segir Erik léttur lundu. Eins og fyrr segir eru þeir báðir með eftirsóttustu og fjölhæfustu trommuleikurum Skandinavíu og hafa þeir komið víða við. Søren er til dæmis trommuleikari Stórsveitar danska ríkisútvarpsins og hefur leikið með nöfnum á borð við Mike Stern, Randy Brecker, Dr. John, Richard Bona, John Scofield. Erik hefur leikið með nöfnum á borð við Bill Champlin, Donna Summer, Bob Mintzer og Michael Bolton, ásamt því að hafa verið í húshljómsveitum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í Noregi.Erik og Søren leika báðir á Yamaha trommur.Erik kom hingað til lands árið 2012 og hélt þá svokallaðan masterclass með Gulla Briem og fer hann fögrum orðum um íslenska trommuleikara. „Ég hef dáðst af Gulli alveg frá því á áttunda áratuginum og hans vinnu með Mezzoforte, hann er frábær trommuleikari. Ég kynntist líka Jóhanni Hjörleifssyni árið 2012 og við urðum góðir vinir. Hann er einnig frábær og fjölhæfur trommuleikari sem ég virði mjög. Aðalmálið er þó að trommuleikarar eru gott fólk að jafnaði,” útskýrir Erik fullur tilhlökkunar. Trommuvinnubúðirnar fara fram dagana 22. og 23. apríl í sal FÍH og fer skráning fram á drumcampreykjavik@gmail.com. Nánar má lesa um viðburðinn hér og hér.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira