Grái herinn snýst til varnar Erna Indriðadóttir skrifar 21. mars 2016 00:00 Það ríkja fordómar á Íslandi gagnvart eldra fólki. Rúmlega 38.000 manns eru í dag komnir á eftirlaunaaldur, eða orðnir 67 ára og eldri. Og hvað verða þeir þá? Ellilífeyris„þegar“ takk fyrir eða jafnvel bara lífeyris„þegar“. En fyrst keyrir nú um þverbak þegar rætt er um þetta fólk sem „bótaþega“. Eldra fólk er ekki bótaþegar Þessi orð fela í sér að menn séu þiggjendur, þiggi fé af ríki eða lífeyrissjóðum. Hvernig í ósköpunum það vildi til, að fólk sem vann hörðum höndum að uppbyggingu þjóðfélagsins og greiddi sín gjöld og skatta til ríkisins og seinna í lífeyrissjóði, varð allt í einu þiggjendur er mér hulin ráðgáta. Þetta er einfaldlega fólk sem var búið að leggja inn fyrir eftirlaununum sínum.Fólk á dvalarheimilum er ekki vistmenn Þegar menn verða enn eldri og þurfa að leggjast inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili, tekur ekki betra við. Þá verða þeir jafnvel „vistmenn“. Rétt eins og stundum talað var um vistmenn í fangelsum, á Kleppi eða á Kópavogshæli á meðan þær stofnanir voru og hétu. Sjálft orðið vísar til fólks sem ræður sér ekki sjálft eða getur ekki séð um sig sjálft og er stundum notað um þá sem hafa gerst brotlegir við lög samfélagsins. Hvorugt á við um það fólk sem býr á dvalarheimilum eða hjúkrunarheimilum. Það er hvorki afbrotamenn né ófært með öllu um að ráða sér sjálft. Það eru karlar og konur sem búa á eigin heimilum. Búist er við að fólki 67 ára og eldra fjölgi um 65% fram til ársins 2030 og verði þá 63.000. Þetta er fólkið sem hefur byggt upp það samfélag sem við búum við í dag og skilað af sér blómlegra búi en það tók við fyrir 60-70 árum. Þetta er ekki bónbjargarfólk sem „þiggur“ lífeyri frá ríki og lífeyrissjóðum og búi það á dvalarheimilum, sem fer raunar ört fækkandi í landinu, er það ekki „vistmenn“ þar heldur íbúar. Ég skora á fjölmiðla og aðra að útrýma þessum orðum úr umræðum um málefni eldri kynslóðarinnar í landinu. Þau bera vitni fordómum sem eiga ekki að líðast. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það ríkja fordómar á Íslandi gagnvart eldra fólki. Rúmlega 38.000 manns eru í dag komnir á eftirlaunaaldur, eða orðnir 67 ára og eldri. Og hvað verða þeir þá? Ellilífeyris„þegar“ takk fyrir eða jafnvel bara lífeyris„þegar“. En fyrst keyrir nú um þverbak þegar rætt er um þetta fólk sem „bótaþega“. Eldra fólk er ekki bótaþegar Þessi orð fela í sér að menn séu þiggjendur, þiggi fé af ríki eða lífeyrissjóðum. Hvernig í ósköpunum það vildi til, að fólk sem vann hörðum höndum að uppbyggingu þjóðfélagsins og greiddi sín gjöld og skatta til ríkisins og seinna í lífeyrissjóði, varð allt í einu þiggjendur er mér hulin ráðgáta. Þetta er einfaldlega fólk sem var búið að leggja inn fyrir eftirlaununum sínum.Fólk á dvalarheimilum er ekki vistmenn Þegar menn verða enn eldri og þurfa að leggjast inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili, tekur ekki betra við. Þá verða þeir jafnvel „vistmenn“. Rétt eins og stundum talað var um vistmenn í fangelsum, á Kleppi eða á Kópavogshæli á meðan þær stofnanir voru og hétu. Sjálft orðið vísar til fólks sem ræður sér ekki sjálft eða getur ekki séð um sig sjálft og er stundum notað um þá sem hafa gerst brotlegir við lög samfélagsins. Hvorugt á við um það fólk sem býr á dvalarheimilum eða hjúkrunarheimilum. Það er hvorki afbrotamenn né ófært með öllu um að ráða sér sjálft. Það eru karlar og konur sem búa á eigin heimilum. Búist er við að fólki 67 ára og eldra fjölgi um 65% fram til ársins 2030 og verði þá 63.000. Þetta er fólkið sem hefur byggt upp það samfélag sem við búum við í dag og skilað af sér blómlegra búi en það tók við fyrir 60-70 árum. Þetta er ekki bónbjargarfólk sem „þiggur“ lífeyri frá ríki og lífeyrissjóðum og búi það á dvalarheimilum, sem fer raunar ört fækkandi í landinu, er það ekki „vistmenn“ þar heldur íbúar. Ég skora á fjölmiðla og aðra að útrýma þessum orðum úr umræðum um málefni eldri kynslóðarinnar í landinu. Þau bera vitni fordómum sem eiga ekki að líðast. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar