Takk Kári og Sigmundur Davíð! Þóra Andrésdóttir skrifar 22. mars 2016 07:00 Kári Stefánsson, takk fyrir skannann sem þú gafst þjóðinni. Auðvitað á Landspítalinn ekki að þurfa að treysta á svona gjafir. Ég skrifaði undir á endurreisn.is vegna þess að ég er sammála þér um að það ætti að verja meiru fé í heilbrigðiskerfið. En alls ekki af því að ég vilji nýjan Landspítala við Hringbraut, það er ekkert samasem merki þar á milli, ég ítreka það! Kári segir í bréfi sínu á föstudaginn sl.: „Vífilsstaðalandið er fallegt og ég er handviss um að það er í sjálfu sér miklu hentugra til þess að setja þar niður spítala heldur en Hringbrautarlóðin.” Flestir eru sammála því að þörf er á nýjum spítala, en skv. könnunum vill meirihluti þjóðar að hann rísi ekki við Hringbraut. Ég vil því sérstaklega þakka Sigmundi Davíð fyrir að þora að opna þessa mikilvægu umræðu um staðsetningu nýs Landspítala, sem svo margir eru ekki sáttir við en þora ekki að nefna. En Sigmundur Davíð það er ekki nóg að gaspra í fjölmiðlum, það þarf að sýna það í verki að hugur fylgi máli. Þú ert í þeirri stöðu að geta beitt þér fyrir því að taka þetta mál upp og breyta lögunum um staðsetninguna á Alþingi. Nú er tækfærið fyrir þig og aðra alþingismenn til að taka af skarið. Það er ótrúlegt að það skuli vera haldið svona fast í gamla ákvörðun, þrátt fyrir breyttar forsendur og vilja þjóðarinnar. Fultrúar hverra eru þið? Ásýnd einnar fallegustu byggingar borgarinnar mun hverfa. Gamli spítalinn hefur tekið fallega á móti fólki sem er að koma í miðbæinn. Líklega mun sjónás að Háskóla Íslands einnig skerðast. Meðan á framkvæmdum við Hringbraut stendur er mikill hávaði og ónæði. Margir starfsmenn hafa kvartað og sjúklingar jafnvel útskrifað sjálfa sig, þeir höfðu ekki heilsu til að vera lengur! Framkvæmdir við Hringbraut eiga eftir að taka miklu lengri tíma því það þarf að taka tillit til fólksins. Það er dálítið öfugsnúið að hafa heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga í gömlum, mygluðum, heilsuspillandi byggingum. Meira að segja heilbrigt starsfólk hefur orðið veikt við það að vinna þar! Á Hringbrautinni er þegar umferðarteppa á morgnana og um eftirmiðdaginn. Ekki minnkar hún við það þegar bílar frá öllum 17 vinnustöðum Landspítalans koma saman! Erfitt verður fyrir sjúkrabíla að komast leiðar sinnar, þegar jafnvel sekúndur geta skipt máli og um líf að tefla. Mengun verður mikil og ónæði frá umferð, og ef biðstöð Strætó verður færð frá Hlemmi að BSÍ þá mun það aukast enn meira. Þá mun ekki verða fýsilegt að lofta út eða sofa við opinn glugga. Það er ekki raunhæft að ætla það að flestir munu hjóla eða taka strætó, hvort sem það er starfsfólk eða sjúklingar. Rannsóknarstofan er strax of lítil, áður en hún er byggð! Þar munu vera rándýr og viðkvæm tæki sem munu leika á reiðiskjálfi, því að ofan á henni verður þyrlupallur, sem margur hefur einnig lýst yfir áhyggjum af vegna slysahættu og erfiðra aðstæðna. Fólk mun áfram þurfa að liggja á göngum, líka á nýja spítalanum! Því legurýmum fjölgar ekki. Öldruðum er að fjölga (vitað lengi). Það þarf því fleiri hjúkrunarheimili til að taka við þeim þegar þeir hafa lokið meðferð á spítalanum, ef þeir geta ekki farið heim. Þeir munu annars fljótlega teppa einnig sjúkrahótelið. Mikið af rúmmetrum byggingamagnsins mun fara í langa ganga og tengingar. Það á svo að nota vélmenni til að flytja vörur á milli, en varla sjúklinga! Er örugglega endilega best að hafa allt á einum stað? Hefði e.t.v. verið betra að ekki loka st. Jósefsspítala? Því þá bættust margar aðgerðir við biðlistann á Landspítalanum. Hann verður bara lengri og lengri, eðlilega við þessa og fleiri lokanir, t.d. úti á landi. Að byggja nýtt við gamla spítalann er bútasaumur sem dugar ekki lengi og dýrara þegar upp er staðið. Er það ekki þess virði að bíða aðeins lengur, ef það verður til þess að við fáum þá betri spítala fyrir famtíðina, en ekki bara nokkur ár? Eða ætlum við þá að byggja þennan spítala sem allir vilja, sem sagt byggja hann tvisvar? Ég skora á stjórnvöld að endurskoða hvar besta staðsetningin er fyrir nýjan Landspítala og hefjast svo handa af fullum krafti annars staðar. En ekki bara æða áfram án þess að hlusta á varnarorð. Ekki viljum við aðra Landeyjahöfn? Ég skora á alla að mæta í Háskólabíó og láta sér þetta mikilvæga málefni varða, það snertir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson, takk fyrir skannann sem þú gafst þjóðinni. Auðvitað á Landspítalinn ekki að þurfa að treysta á svona gjafir. Ég skrifaði undir á endurreisn.is vegna þess að ég er sammála þér um að það ætti að verja meiru fé í heilbrigðiskerfið. En alls ekki af því að ég vilji nýjan Landspítala við Hringbraut, það er ekkert samasem merki þar á milli, ég ítreka það! Kári segir í bréfi sínu á föstudaginn sl.: „Vífilsstaðalandið er fallegt og ég er handviss um að það er í sjálfu sér miklu hentugra til þess að setja þar niður spítala heldur en Hringbrautarlóðin.” Flestir eru sammála því að þörf er á nýjum spítala, en skv. könnunum vill meirihluti þjóðar að hann rísi ekki við Hringbraut. Ég vil því sérstaklega þakka Sigmundi Davíð fyrir að þora að opna þessa mikilvægu umræðu um staðsetningu nýs Landspítala, sem svo margir eru ekki sáttir við en þora ekki að nefna. En Sigmundur Davíð það er ekki nóg að gaspra í fjölmiðlum, það þarf að sýna það í verki að hugur fylgi máli. Þú ert í þeirri stöðu að geta beitt þér fyrir því að taka þetta mál upp og breyta lögunum um staðsetninguna á Alþingi. Nú er tækfærið fyrir þig og aðra alþingismenn til að taka af skarið. Það er ótrúlegt að það skuli vera haldið svona fast í gamla ákvörðun, þrátt fyrir breyttar forsendur og vilja þjóðarinnar. Fultrúar hverra eru þið? Ásýnd einnar fallegustu byggingar borgarinnar mun hverfa. Gamli spítalinn hefur tekið fallega á móti fólki sem er að koma í miðbæinn. Líklega mun sjónás að Háskóla Íslands einnig skerðast. Meðan á framkvæmdum við Hringbraut stendur er mikill hávaði og ónæði. Margir starfsmenn hafa kvartað og sjúklingar jafnvel útskrifað sjálfa sig, þeir höfðu ekki heilsu til að vera lengur! Framkvæmdir við Hringbraut eiga eftir að taka miklu lengri tíma því það þarf að taka tillit til fólksins. Það er dálítið öfugsnúið að hafa heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga í gömlum, mygluðum, heilsuspillandi byggingum. Meira að segja heilbrigt starsfólk hefur orðið veikt við það að vinna þar! Á Hringbrautinni er þegar umferðarteppa á morgnana og um eftirmiðdaginn. Ekki minnkar hún við það þegar bílar frá öllum 17 vinnustöðum Landspítalans koma saman! Erfitt verður fyrir sjúkrabíla að komast leiðar sinnar, þegar jafnvel sekúndur geta skipt máli og um líf að tefla. Mengun verður mikil og ónæði frá umferð, og ef biðstöð Strætó verður færð frá Hlemmi að BSÍ þá mun það aukast enn meira. Þá mun ekki verða fýsilegt að lofta út eða sofa við opinn glugga. Það er ekki raunhæft að ætla það að flestir munu hjóla eða taka strætó, hvort sem það er starfsfólk eða sjúklingar. Rannsóknarstofan er strax of lítil, áður en hún er byggð! Þar munu vera rándýr og viðkvæm tæki sem munu leika á reiðiskjálfi, því að ofan á henni verður þyrlupallur, sem margur hefur einnig lýst yfir áhyggjum af vegna slysahættu og erfiðra aðstæðna. Fólk mun áfram þurfa að liggja á göngum, líka á nýja spítalanum! Því legurýmum fjölgar ekki. Öldruðum er að fjölga (vitað lengi). Það þarf því fleiri hjúkrunarheimili til að taka við þeim þegar þeir hafa lokið meðferð á spítalanum, ef þeir geta ekki farið heim. Þeir munu annars fljótlega teppa einnig sjúkrahótelið. Mikið af rúmmetrum byggingamagnsins mun fara í langa ganga og tengingar. Það á svo að nota vélmenni til að flytja vörur á milli, en varla sjúklinga! Er örugglega endilega best að hafa allt á einum stað? Hefði e.t.v. verið betra að ekki loka st. Jósefsspítala? Því þá bættust margar aðgerðir við biðlistann á Landspítalanum. Hann verður bara lengri og lengri, eðlilega við þessa og fleiri lokanir, t.d. úti á landi. Að byggja nýtt við gamla spítalann er bútasaumur sem dugar ekki lengi og dýrara þegar upp er staðið. Er það ekki þess virði að bíða aðeins lengur, ef það verður til þess að við fáum þá betri spítala fyrir famtíðina, en ekki bara nokkur ár? Eða ætlum við þá að byggja þennan spítala sem allir vilja, sem sagt byggja hann tvisvar? Ég skora á stjórnvöld að endurskoða hvar besta staðsetningin er fyrir nýjan Landspítala og hefjast svo handa af fullum krafti annars staðar. En ekki bara æða áfram án þess að hlusta á varnarorð. Ekki viljum við aðra Landeyjahöfn? Ég skora á alla að mæta í Háskólabíó og láta sér þetta mikilvæga málefni varða, það snertir alla landsmenn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar