Tími Norðurlanda er runninn upp Dagfinn Høybråten skrifar 23. mars 2016 07:00 Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála á alþjóðavettvangi. Evrópa glímir við erfiðleika og við vitum ekki hvernig fer að lokum. Því fer fjarri að Norðurlönd séu ósnert af þessum vandamálum. En í erfiðleikum af þessu tagi felast líka tækifæri, ekki síst fyrir Norðurlönd með þá sterku stöðu sem þau hafa á ýmsum sviðum. Þess vegna er tímabært að efla norrænt samstarf. Margt er þegar verið að gera, en við getum gert ennþá meira til bregðast við þróun mála. Áhugi umheimsins á Norðurlöndum fer vaxandi. Norrænar kvikmyndir og bókmenntir njóta vinsælda á alþjóðavettvangi. Norræn matarmenning er orðin þekkt hugtak. Mikill áhugi er á norrænum aðferðum við græn umskipti. Víða um heim vilja menn fræðast um norræna samfélagsgerð. Ríkisstjórnir Norðurlanda bregðast nú við þessari stöðu með því að hrinda í framkvæmd sameiginlegri áætlun um að kynna og marka Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi. Það tókst með góðum árangri á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót og á næstunni verða Norðurlönd í sviðsljósinu meðal annars í New York, Mílanó og London. Samhliða þessu er að tilhlutan forsætisráðherra Norðurlanda unnið að áætlun til margra ára um miðlun norrænna aðferða og reynslu hvað varðar alþjóðleg úrlausnarefni. Til að við getum framvegis nýtt betur þau tækifæri sem búa í norrænu samstarfi er nú verið að vinna að úttektum á ýmsum af helstu sviðum samstarfsins.Hvatning til ríkisstjórna Virtir stjórnmálamenn og forystufólk úr atvinnulífinu á Norðurlöndum móta tillögur um áherslur fyrir norrænt samstarf á næstu fimm til tíu árum á sviði heilbrigðis-, vinnumarkaðs- og orkumála. Í þessu felst hvatning til ríkisstjórna Norðurlanda um að nýta til hins ýtrasta tækifærin sem norrænt samstarf felur í sér. Einnig hefur verið ákveðið að vinna kerfisbundið að því að skiptast á þekkingu og reynslu af vel heppnaðri aðlögun flóttamanna. Jafnframt hefur verið sett af stað verkefni um lýðræði, aðlögun og öryggi í nánu samstarfi við stórar borgir á Norðurlöndum. Það er heldur enginn vafi á því að Norðurlönd geta í sameiningu gegnt enn stærra hlutverki í Evrópu en þau gera nú. Sameiginleg reynsla og gildi skapa grundvöll fyrir nánara samstarf um mótun og framkvæmd úrlausna á evrópskum vettvangi. Evrópusambandsmál koma oftar en áður til umræðu á norrænum ráðherrafundum og mikilvægi þessara mála hefur aukist. Með samhæfingu er hægt að móta betri reglugerðir og samræma innleiðingu þeirra til að komast hjá þeim erfiðleikum sem fyrirtæki og einstaklingar þurfa að glíma við ef löndin fara mismunandi leiðir. Jafnframt er unnið að umbótum á formlegu samstarfi Norðurlanda til að efla samstarf norrænna ráðherra, gera notkun sameiginlegra fjármuna markvissari og skilvirkari og til að tryggja að viðfangsefnin sem unnið er að hafi pólitískt vægi. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Evrópu. En við vitum margt um það sem Norðurlöndin geta lagt af mörkum. Eins og staðan er nú þurfa Norðurlöndin að leggja sig fram um að nýta þau tækifæri sem þeim bjóðast, hvort tveggja með því að efla samstarf um innri málefni Norðurlanda, og með því að nota þá möguleika sem við höfum til að hafa í sameiningu áhrif á stefnumótun á evrópskum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi. Það er það verðmætasta sem Norðurlönd geta lagt af mörkum við erfiðar aðstæður á alþjóðavettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála á alþjóðavettvangi. Evrópa glímir við erfiðleika og við vitum ekki hvernig fer að lokum. Því fer fjarri að Norðurlönd séu ósnert af þessum vandamálum. En í erfiðleikum af þessu tagi felast líka tækifæri, ekki síst fyrir Norðurlönd með þá sterku stöðu sem þau hafa á ýmsum sviðum. Þess vegna er tímabært að efla norrænt samstarf. Margt er þegar verið að gera, en við getum gert ennþá meira til bregðast við þróun mála. Áhugi umheimsins á Norðurlöndum fer vaxandi. Norrænar kvikmyndir og bókmenntir njóta vinsælda á alþjóðavettvangi. Norræn matarmenning er orðin þekkt hugtak. Mikill áhugi er á norrænum aðferðum við græn umskipti. Víða um heim vilja menn fræðast um norræna samfélagsgerð. Ríkisstjórnir Norðurlanda bregðast nú við þessari stöðu með því að hrinda í framkvæmd sameiginlegri áætlun um að kynna og marka Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi. Það tókst með góðum árangri á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót og á næstunni verða Norðurlönd í sviðsljósinu meðal annars í New York, Mílanó og London. Samhliða þessu er að tilhlutan forsætisráðherra Norðurlanda unnið að áætlun til margra ára um miðlun norrænna aðferða og reynslu hvað varðar alþjóðleg úrlausnarefni. Til að við getum framvegis nýtt betur þau tækifæri sem búa í norrænu samstarfi er nú verið að vinna að úttektum á ýmsum af helstu sviðum samstarfsins.Hvatning til ríkisstjórna Virtir stjórnmálamenn og forystufólk úr atvinnulífinu á Norðurlöndum móta tillögur um áherslur fyrir norrænt samstarf á næstu fimm til tíu árum á sviði heilbrigðis-, vinnumarkaðs- og orkumála. Í þessu felst hvatning til ríkisstjórna Norðurlanda um að nýta til hins ýtrasta tækifærin sem norrænt samstarf felur í sér. Einnig hefur verið ákveðið að vinna kerfisbundið að því að skiptast á þekkingu og reynslu af vel heppnaðri aðlögun flóttamanna. Jafnframt hefur verið sett af stað verkefni um lýðræði, aðlögun og öryggi í nánu samstarfi við stórar borgir á Norðurlöndum. Það er heldur enginn vafi á því að Norðurlönd geta í sameiningu gegnt enn stærra hlutverki í Evrópu en þau gera nú. Sameiginleg reynsla og gildi skapa grundvöll fyrir nánara samstarf um mótun og framkvæmd úrlausna á evrópskum vettvangi. Evrópusambandsmál koma oftar en áður til umræðu á norrænum ráðherrafundum og mikilvægi þessara mála hefur aukist. Með samhæfingu er hægt að móta betri reglugerðir og samræma innleiðingu þeirra til að komast hjá þeim erfiðleikum sem fyrirtæki og einstaklingar þurfa að glíma við ef löndin fara mismunandi leiðir. Jafnframt er unnið að umbótum á formlegu samstarfi Norðurlanda til að efla samstarf norrænna ráðherra, gera notkun sameiginlegra fjármuna markvissari og skilvirkari og til að tryggja að viðfangsefnin sem unnið er að hafi pólitískt vægi. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Evrópu. En við vitum margt um það sem Norðurlöndin geta lagt af mörkum. Eins og staðan er nú þurfa Norðurlöndin að leggja sig fram um að nýta þau tækifæri sem þeim bjóðast, hvort tveggja með því að efla samstarf um innri málefni Norðurlanda, og með því að nota þá möguleika sem við höfum til að hafa í sameiningu áhrif á stefnumótun á evrópskum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi. Það er það verðmætasta sem Norðurlönd geta lagt af mörkum við erfiðar aðstæður á alþjóðavettvangi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar