Tekur á í ræktinni fyrir rokkveislu Elín Albertsdóttir skrifar 26. mars 2016 10:00 Pétur Örn Guðmundsson ætlar að slappa af um páskana en síðan tekur rokkið við í Hörpu um næstu helgi. Í maí fer hann í Eurovision með Gretu Salóme. vísir/STEFÁN Pétur Örn Guðmundsson, söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, ætlar að eiga rólega páskahelgi. Hann segist hafa unnið allar helgar undanfarið og þess vegna sé páskafríið kærkomið. Dúndurfréttir troða síðan upp með rokki og róli í Eldborg á föstudag. Pétur Örn var í ræktinni þegar við náðum sambandi við hann. „Maður þarf að hugsa um heilsuna. Líkamsræktin er afskaplega góð fyrir andlega og líkamlega heilsu og ég reyni að vera duglegur núna eftir smá hvíld,“ segir hann og bætir við að hann ætli að sleppa páskaegginu að þessu sinni. „Ég er samt alveg til í málshættina,“ bætir hann við. „Annars ætla ég að slaka á, hafa það gott og kíkja í foreldrahús. Maður gerir örugglega eitthvað vel við sig, ómögulegt að vita hvað mamma og pabbi bjóða upp á,“ segir hann glettinn. „Ég segi líklega ekki nei við súkkulaðiís eða góðri páskasteik. Maður verður að leyfa sér eitthvað. Það má ekki græta mömmu sína.“Gleði á SnapchatÞegar Pétur er spurður hvort hann sé í einhvers konar aðhaldi, svarar hann því neitandi. „Ekki beint en þegar maður nær ákveðnum þroska áttar maður sig á mikilvægi þess að hreyfa sig. Það léttir andann, hugsunin verður skýrari og manni líður betur með sjálfan sig. Á yngri árum telur maður sig ódrepandi en áttar sig svo á að svo er ekki,“ segir hann. „Líkamsræktin hjálpar mikið í mínu starfi þar sem maður þarf alltaf að vera í góðu skapi, hress og kátur. Þá er ekkert betra en að hafa tekið á í ræktinni alla vikuna.“ En ert þú ekki alltaf í góðu skapi? „Jú, ég reyni það. Ef ég er eitthvað súr knúsa ég kettina mína tvo,“ svarar hann. „Þeir eru góðir vinir mínir.“ Pétur er með GRAMEDLAN á Snapchat þar sem aðdáendur geta fylgst með gleðinni í lífi hans. „Ég er kominn með marga fylgjendur og hef mjög gaman af því að setja gleðiskot inn á snappið,“ segir hann.Rokkað í EldborgFöstudaginn, 1. apríl, verða Pétur Örn og félagar hans í Dúndurfréttum með spennandi tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikana kalla þeir „Classic Rock“ en hljómsveitin ætlar að taka þekkt lög Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple, Uriah Heep og fleiri þekktra banda. „Við höfum verið að æfa fyrir tónleikana og hlökkum mikið til þeirra. Við höfum verið með tónleika í Eldborg árlega undanfarin þrjú ár þar sem við höfum flutt lög með Pink Floyd en nú ætlum við að fara um víðan völl í rokkinu. Þetta verður bland í poka, veisla fyrir alla aðdáendur þessara hljómsveita. Mikill áhugi er á þessari tegund tónlistar og við höfum fengið jákvæð viðbrögð. Svo er þetta uppáhaldstónlistin okkar og það verður fjölbreytt lagaval. Ég get nefnt Carry On með Kansas sem var mjög vinsælt lag. Við tökum líka Another Brick in the Wall með Pink Floyd og svo Iron Maiden,“ útskýrir Pétur Örn. Pétur hefur séð nokkra meðlimi þessara hljómsveita í gegnum tíðina. „Ég sá Rogers Waters þegar hann kom hingað til lands, sömuleiðis Robert Plant. Hljómsveit föður míns, Mánar frá Selfossi, hitaði upp fyrir Deep Purple þegar þeir voru með tónleika hér á landi árið 2004. Ég spilaði þá með Mánum. Ég hef líka spilað með einum meðlima Uriah Heep þegar hann kom hingað 2007,“ segir hann.Tvítug í fyrraPétur og Matthías Matthíasson syngja báðir með hljómsveitinni Dúndurfréttum. Hljómsveitin byrjaði að spila á Gauk á stöng árið 1995 svo þeir félagar ná vel saman. Með þeim eru Ólafur Hólm Einarsson á trommum, Einar Þór Jóhannsson á gítar og Ingimundur Benjamín Óskarsson á bassa. „Við fórum hringferð um landið í fyrra í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar og það var frábært hversu vel okkur var tekið. Á þessum tónleikum fluttum við alls kyns tónlist sem við höfum flutt í gegnum árin. Við vorum alveg á fullu allt árið í fyrra en tókum okkur síðan hlé þangað til núna. Hin hljómsveitin mín, Buff, er hins vegar alltaf á fullu á árshátíðum, þorrablótum og þess háttar. Það er meiri danshljómsveit og alltaf í stuði. Svo geri ég þó nokkuð af því að troða upp einn með gítarinn. Það má því segja að ég sé skemmtikraftur í 100% vinnu,“ segir Pétur og bætir því við að það sé frábært að geta lifað á tónlistinni.Eurovision í sjöunda sinnÍ maí heldur Pétur til Stokkhólms með Gretu Salóme. Hann er einn af fimm bakröddum í laginu. Þetta er í sjöunda skiptið sem Pétur fer með Eurovision-hóp svo hann þekkir vel hvernig allt gengur fyrir sig. Hann fór fyrst árið 2000 með Thelmu og Einari Ágústi en keppnin var einmitt líka í Stokkhólmi það ár. „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í Eurovision og hlakka mikið til.“ Bakraddasöngvararnir sjást ekki á sviðinu að þessu sinni. „Það hefur oft tíðkast í keppninni að bakraddir sjást ekki,“ segir Pétur og líst vel á þessa tilhögun. „Greta er mikil fagmanneskja svo ég hef engar áhyggjur af laginu. Maður veit þó aldrei hvernig stigin fara, enda eru þau eins og kattahjörð, alveg óútreiknanleg.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Pétur Örn Guðmundsson, söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, ætlar að eiga rólega páskahelgi. Hann segist hafa unnið allar helgar undanfarið og þess vegna sé páskafríið kærkomið. Dúndurfréttir troða síðan upp með rokki og róli í Eldborg á föstudag. Pétur Örn var í ræktinni þegar við náðum sambandi við hann. „Maður þarf að hugsa um heilsuna. Líkamsræktin er afskaplega góð fyrir andlega og líkamlega heilsu og ég reyni að vera duglegur núna eftir smá hvíld,“ segir hann og bætir við að hann ætli að sleppa páskaegginu að þessu sinni. „Ég er samt alveg til í málshættina,“ bætir hann við. „Annars ætla ég að slaka á, hafa það gott og kíkja í foreldrahús. Maður gerir örugglega eitthvað vel við sig, ómögulegt að vita hvað mamma og pabbi bjóða upp á,“ segir hann glettinn. „Ég segi líklega ekki nei við súkkulaðiís eða góðri páskasteik. Maður verður að leyfa sér eitthvað. Það má ekki græta mömmu sína.“Gleði á SnapchatÞegar Pétur er spurður hvort hann sé í einhvers konar aðhaldi, svarar hann því neitandi. „Ekki beint en þegar maður nær ákveðnum þroska áttar maður sig á mikilvægi þess að hreyfa sig. Það léttir andann, hugsunin verður skýrari og manni líður betur með sjálfan sig. Á yngri árum telur maður sig ódrepandi en áttar sig svo á að svo er ekki,“ segir hann. „Líkamsræktin hjálpar mikið í mínu starfi þar sem maður þarf alltaf að vera í góðu skapi, hress og kátur. Þá er ekkert betra en að hafa tekið á í ræktinni alla vikuna.“ En ert þú ekki alltaf í góðu skapi? „Jú, ég reyni það. Ef ég er eitthvað súr knúsa ég kettina mína tvo,“ svarar hann. „Þeir eru góðir vinir mínir.“ Pétur er með GRAMEDLAN á Snapchat þar sem aðdáendur geta fylgst með gleðinni í lífi hans. „Ég er kominn með marga fylgjendur og hef mjög gaman af því að setja gleðiskot inn á snappið,“ segir hann.Rokkað í EldborgFöstudaginn, 1. apríl, verða Pétur Örn og félagar hans í Dúndurfréttum með spennandi tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikana kalla þeir „Classic Rock“ en hljómsveitin ætlar að taka þekkt lög Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple, Uriah Heep og fleiri þekktra banda. „Við höfum verið að æfa fyrir tónleikana og hlökkum mikið til þeirra. Við höfum verið með tónleika í Eldborg árlega undanfarin þrjú ár þar sem við höfum flutt lög með Pink Floyd en nú ætlum við að fara um víðan völl í rokkinu. Þetta verður bland í poka, veisla fyrir alla aðdáendur þessara hljómsveita. Mikill áhugi er á þessari tegund tónlistar og við höfum fengið jákvæð viðbrögð. Svo er þetta uppáhaldstónlistin okkar og það verður fjölbreytt lagaval. Ég get nefnt Carry On með Kansas sem var mjög vinsælt lag. Við tökum líka Another Brick in the Wall með Pink Floyd og svo Iron Maiden,“ útskýrir Pétur Örn. Pétur hefur séð nokkra meðlimi þessara hljómsveita í gegnum tíðina. „Ég sá Rogers Waters þegar hann kom hingað til lands, sömuleiðis Robert Plant. Hljómsveit föður míns, Mánar frá Selfossi, hitaði upp fyrir Deep Purple þegar þeir voru með tónleika hér á landi árið 2004. Ég spilaði þá með Mánum. Ég hef líka spilað með einum meðlima Uriah Heep þegar hann kom hingað 2007,“ segir hann.Tvítug í fyrraPétur og Matthías Matthíasson syngja báðir með hljómsveitinni Dúndurfréttum. Hljómsveitin byrjaði að spila á Gauk á stöng árið 1995 svo þeir félagar ná vel saman. Með þeim eru Ólafur Hólm Einarsson á trommum, Einar Þór Jóhannsson á gítar og Ingimundur Benjamín Óskarsson á bassa. „Við fórum hringferð um landið í fyrra í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar og það var frábært hversu vel okkur var tekið. Á þessum tónleikum fluttum við alls kyns tónlist sem við höfum flutt í gegnum árin. Við vorum alveg á fullu allt árið í fyrra en tókum okkur síðan hlé þangað til núna. Hin hljómsveitin mín, Buff, er hins vegar alltaf á fullu á árshátíðum, þorrablótum og þess háttar. Það er meiri danshljómsveit og alltaf í stuði. Svo geri ég þó nokkuð af því að troða upp einn með gítarinn. Það má því segja að ég sé skemmtikraftur í 100% vinnu,“ segir Pétur og bætir því við að það sé frábært að geta lifað á tónlistinni.Eurovision í sjöunda sinnÍ maí heldur Pétur til Stokkhólms með Gretu Salóme. Hann er einn af fimm bakröddum í laginu. Þetta er í sjöunda skiptið sem Pétur fer með Eurovision-hóp svo hann þekkir vel hvernig allt gengur fyrir sig. Hann fór fyrst árið 2000 með Thelmu og Einari Ágústi en keppnin var einmitt líka í Stokkhólmi það ár. „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í Eurovision og hlakka mikið til.“ Bakraddasöngvararnir sjást ekki á sviðinu að þessu sinni. „Það hefur oft tíðkast í keppninni að bakraddir sjást ekki,“ segir Pétur og líst vel á þessa tilhögun. „Greta er mikil fagmanneskja svo ég hef engar áhyggjur af laginu. Maður veit þó aldrei hvernig stigin fara, enda eru þau eins og kattahjörð, alveg óútreiknanleg.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira