Hættir á toppnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. mars 2016 09:30 Erna er hætt að blogga í bili og er farin að starfa sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Vísir/Pjetur Þegar ég ýtti á „publish“ á síðustu færslunni þá fór ég að gráta. Þetta var spennufall, þetta er búið að vera svo stór hluti af lífi mínu undanfarin ár en nú tekur nýtt við,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir sem hefur haldið úti einu vinsælasta lífsstílsbloggi landsins undanfarin ár. Erna hefur nú ákveðið að kveðja bloggið í bili og skrifaði sína síðustu bloggfærslu á Trendnet.is í vikunni. Erna byrjaði að blogga árið 2011. Vinsældir hennar í netheimum jukust hratt og segir hún margt hafa breyst frá því hún hóf bloggferilinn. Færslur Ernu hafa vakið mikla athygli og í fyrra heimsóttu 150 þúsund notendur síðuna hennar. Það var því ekki auðveld ákvörðun að hætta með síðuna. „Mér finnst ég vera hætta á toppnum. Ég hef alltaf sagt að þegar mér færi að finnast þetta leiðinlegt eða kvöð þá myndi ég hætta. Ég var ekki komin á þann stað, bloggið var mjög vinsælt og mér fannst þetta enn gaman. Þetta var margþætt ákvörðun, bæði vegna þess að ég er komin í nýja vinnu þannig að ég hef minni tíma og svo fannst mér líka bara vera kominn tími á nýjar áskoranir, ný tækifæri og ný ævintýri,“ segir Erna, sem er orðin vörumerkjastjóri sérvöru hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að henni hafi fundist skemmtilegt að halda blogginu úti þá neitar hún því ekki að það hafi tekið frá henni talsverðan tíma. Hún taki þetta alla leið og geri hlutina vel. Hún hélt einnig úti vinsælum Snapchat-aðgangi sem hún hefur einnig lokað. „Maðurinn minn er feginn því hann þarf ekki lengur að taka myndir af mér í hvert skipti sem við förum út að borða,“ segir hún hlæjandi. „Mér hefur alltaf fundist þetta ótrúlega skemmtilegt en fann að það var kominn tími til að breyta til. Mér fannst ég frjáls þegar ég var búin að taka þessa ákvörðun og langar eiginlega bara að hverfa í smá tíma núna.“ Hún hefur líka fengið sinn skerf af gagnrýni en segist ekki hafa tekið það inn á sig. „Þetta var stundum alltof mikil athygli en ég vandist því mjög hratt. Það var leiðinlegt að fá neikvæða athygli en það fylgir þegar maður gefur færi á sér. Mér fannst samt leiðinlegt þegar fólk ákvað að ég væri svo merkileg með mig eða eitthvað slíkt. Samfélagið þrífst svo oft á neikvæðni og að tala niður til fólks. Ég fann að þetta var farið að hafa áhrif á mig og bloggið þannig að ég ákvað að að hætta hlusta á þetta, reyna að vera jákvæðari og hrósa. Ég er líka bara venjuleg tveggja barna móðir sem nennir ekki að taka til,“ segir hún hlæjandi. Erna hefur mest skrifað um snyrtivörur en hún hefur þó einnig leyft fólki að fylgjast með sínu persónulega lífi og skrifað um hluti sem hafa verið hálfgerð tabú. „Ég ákvað að nota bloggið til þess að koma af stað ákveðnum umræðuefnum í samfélaginu. Ég sá tækifæri til þess að breyta einhverju. Tala um fæðingarþunglyndi, fósturlát og slit eftir barnsburð,“ segir hún en síðastnefnda færslan vakti mikla athygli. „Fólk er enn að stoppa mig úti á götu og þakka mér fyrir að hafa talað um þetta. Það vildi enginn tala um þessa hluti en í kjölfarið varð mikil umræða og vitundarvakning gagnvart þessu.“ Erna segist vera þakklát fyrir reynsluna og tækifærin sem hún hafi fengið undanfarin ár. „Þetta hefur verið ótrúleg reynsla og ég hef fengið mikið af samböndum í gegnum þetta.“ Hún segir líklegt að það komi yfir hana mikil bloggþörf einhvern tíma. „Þá hendi ég bara í rosalega langan Facebook- status,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Svo er aldrei að vita nema mig langi að fara aftur að blogga eftir 20 ár og þá bara geri ég það.“ Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Þegar ég ýtti á „publish“ á síðustu færslunni þá fór ég að gráta. Þetta var spennufall, þetta er búið að vera svo stór hluti af lífi mínu undanfarin ár en nú tekur nýtt við,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir sem hefur haldið úti einu vinsælasta lífsstílsbloggi landsins undanfarin ár. Erna hefur nú ákveðið að kveðja bloggið í bili og skrifaði sína síðustu bloggfærslu á Trendnet.is í vikunni. Erna byrjaði að blogga árið 2011. Vinsældir hennar í netheimum jukust hratt og segir hún margt hafa breyst frá því hún hóf bloggferilinn. Færslur Ernu hafa vakið mikla athygli og í fyrra heimsóttu 150 þúsund notendur síðuna hennar. Það var því ekki auðveld ákvörðun að hætta með síðuna. „Mér finnst ég vera hætta á toppnum. Ég hef alltaf sagt að þegar mér færi að finnast þetta leiðinlegt eða kvöð þá myndi ég hætta. Ég var ekki komin á þann stað, bloggið var mjög vinsælt og mér fannst þetta enn gaman. Þetta var margþætt ákvörðun, bæði vegna þess að ég er komin í nýja vinnu þannig að ég hef minni tíma og svo fannst mér líka bara vera kominn tími á nýjar áskoranir, ný tækifæri og ný ævintýri,“ segir Erna, sem er orðin vörumerkjastjóri sérvöru hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að henni hafi fundist skemmtilegt að halda blogginu úti þá neitar hún því ekki að það hafi tekið frá henni talsverðan tíma. Hún taki þetta alla leið og geri hlutina vel. Hún hélt einnig úti vinsælum Snapchat-aðgangi sem hún hefur einnig lokað. „Maðurinn minn er feginn því hann þarf ekki lengur að taka myndir af mér í hvert skipti sem við förum út að borða,“ segir hún hlæjandi. „Mér hefur alltaf fundist þetta ótrúlega skemmtilegt en fann að það var kominn tími til að breyta til. Mér fannst ég frjáls þegar ég var búin að taka þessa ákvörðun og langar eiginlega bara að hverfa í smá tíma núna.“ Hún hefur líka fengið sinn skerf af gagnrýni en segist ekki hafa tekið það inn á sig. „Þetta var stundum alltof mikil athygli en ég vandist því mjög hratt. Það var leiðinlegt að fá neikvæða athygli en það fylgir þegar maður gefur færi á sér. Mér fannst samt leiðinlegt þegar fólk ákvað að ég væri svo merkileg með mig eða eitthvað slíkt. Samfélagið þrífst svo oft á neikvæðni og að tala niður til fólks. Ég fann að þetta var farið að hafa áhrif á mig og bloggið þannig að ég ákvað að að hætta hlusta á þetta, reyna að vera jákvæðari og hrósa. Ég er líka bara venjuleg tveggja barna móðir sem nennir ekki að taka til,“ segir hún hlæjandi. Erna hefur mest skrifað um snyrtivörur en hún hefur þó einnig leyft fólki að fylgjast með sínu persónulega lífi og skrifað um hluti sem hafa verið hálfgerð tabú. „Ég ákvað að nota bloggið til þess að koma af stað ákveðnum umræðuefnum í samfélaginu. Ég sá tækifæri til þess að breyta einhverju. Tala um fæðingarþunglyndi, fósturlát og slit eftir barnsburð,“ segir hún en síðastnefnda færslan vakti mikla athygli. „Fólk er enn að stoppa mig úti á götu og þakka mér fyrir að hafa talað um þetta. Það vildi enginn tala um þessa hluti en í kjölfarið varð mikil umræða og vitundarvakning gagnvart þessu.“ Erna segist vera þakklát fyrir reynsluna og tækifærin sem hún hafi fengið undanfarin ár. „Þetta hefur verið ótrúleg reynsla og ég hef fengið mikið af samböndum í gegnum þetta.“ Hún segir líklegt að það komi yfir hana mikil bloggþörf einhvern tíma. „Þá hendi ég bara í rosalega langan Facebook- status,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Svo er aldrei að vita nema mig langi að fara aftur að blogga eftir 20 ár og þá bara geri ég það.“
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira