Konfetti og gleðitónar í bænum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. mars 2016 11:00 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Örvar Smárason og Ívar Pétur Kjartansson í FM Belfast lofa miklu fjöri og nóg af Confetti á tónleikunum á laugardag. vísir/ernir Mér finnst alltaf ótrúlega gaman að spila, skemmtilegasta fólk sem ég þekki er með mér í hljómsveit og það er alltaf gaman hjá okkur,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir. Hún kemur fram ásamt hljómsveit sinni, FM Belfast og Emmsjé Gauta á tónleikum á Húrra í kvöld. FM Belfast hefur ekki spilað mikið hérlendis undanfarið en hljómsveitin er þekkt fyrir fjöruga tónleika þar sem allir dansa með. „Við spiluðum á risa tónleikum í Sydney í janúar fyrir næstum þrjátíu þúsund manns. Við vorum að hita upp fyrir Flaming Lips. Það var mjög skemmtilegt og eftir tónleikana fengum við aðdáendabréf frá yngsta aðdáenda okkar, 8 ára áströlskum gutta,“ segir Lóa. „Þetta var mikið grín og gott að losna af landinu í janúar.“ Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur í Brussel og þegar þetta er skrifað er óvíst að hann muni koma til landsins á tónleikana vegna hryðjuverkaárásanna sem gerðar voru í borginni á þriðjudag. „Við erum enn að bíða, það er ekki alveg vitað með flug en við vonum að hann komist,“ segir Lóa. Það er misjafnt hverjir spila með sveitinni hverju sinni. „Þetta er eiginlega eins og hálfgerður lukkupakki fyrir þá sem mæta oft á tónleika hjá okkur, hver er að spila með. Það er einn sem er alltaf með en restin valsar inn og út. Það eru allir í svo mörgu alltaf, ef þetta væri ekki svona þá myndum við aldrei gera neitt. Við erum öll komin með börn og í alls konar vinnum og verkefnum hér og þar. Við hittumst ekki það oft utan vinnutímans þannig það er extra bónus að fá að hanga með þeim heilan dag og kvöld,“ segir Lóa en hljómsveitin hefur verið að vinna að nýju efni undanfarið. „Ég þori samt ekki alveg að lofa að við tökum nýju lögin á tónleikunum en það er aldrei að vita.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og hægt er að nálgast miða á Tix.is. Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Mér finnst alltaf ótrúlega gaman að spila, skemmtilegasta fólk sem ég þekki er með mér í hljómsveit og það er alltaf gaman hjá okkur,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir. Hún kemur fram ásamt hljómsveit sinni, FM Belfast og Emmsjé Gauta á tónleikum á Húrra í kvöld. FM Belfast hefur ekki spilað mikið hérlendis undanfarið en hljómsveitin er þekkt fyrir fjöruga tónleika þar sem allir dansa með. „Við spiluðum á risa tónleikum í Sydney í janúar fyrir næstum þrjátíu þúsund manns. Við vorum að hita upp fyrir Flaming Lips. Það var mjög skemmtilegt og eftir tónleikana fengum við aðdáendabréf frá yngsta aðdáenda okkar, 8 ára áströlskum gutta,“ segir Lóa. „Þetta var mikið grín og gott að losna af landinu í janúar.“ Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur í Brussel og þegar þetta er skrifað er óvíst að hann muni koma til landsins á tónleikana vegna hryðjuverkaárásanna sem gerðar voru í borginni á þriðjudag. „Við erum enn að bíða, það er ekki alveg vitað með flug en við vonum að hann komist,“ segir Lóa. Það er misjafnt hverjir spila með sveitinni hverju sinni. „Þetta er eiginlega eins og hálfgerður lukkupakki fyrir þá sem mæta oft á tónleika hjá okkur, hver er að spila með. Það er einn sem er alltaf með en restin valsar inn og út. Það eru allir í svo mörgu alltaf, ef þetta væri ekki svona þá myndum við aldrei gera neitt. Við erum öll komin með börn og í alls konar vinnum og verkefnum hér og þar. Við hittumst ekki það oft utan vinnutímans þannig það er extra bónus að fá að hanga með þeim heilan dag og kvöld,“ segir Lóa en hljómsveitin hefur verið að vinna að nýju efni undanfarið. „Ég þori samt ekki alveg að lofa að við tökum nýju lögin á tónleikunum en það er aldrei að vita.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og hægt er að nálgast miða á Tix.is.
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning