Rolling Stones bauð Kúbverjum í veislu í höfuðborginni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2016 14:23 Mick Jagger fór á kostum á sviðinu í Havana. vísir/getty Öldungarnir í bresku hljómsveitinni Rolling Stones héldu sögulega tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, í gær fyrir hátt í hálfa milljón manns. Tónleikarnir eru sögulegir fyrir þær sakir að stærstan hluta síðustu aldar og í upphafi þessarar var hljómsveitin bönnuð í landinu. Frítt var á tónleikana en þeir fóru fram á föstudaginn langa þrátt fyrir að páfinn hefði beðið um að þeim yrði frestað. Tæp fimmtán ár eru frá því að banninu var aflétt. Það var að vísu ekki bundið við hljómsveitina heldur vestræna menningu í heild sinni. Kúba var kommúnískt ríki en á síðustu árum hafa stjórnvöld slakað á afstöðu sinni. Sérstaka breytingu má merkja á undanförnum átján mánuðum. Fjölmargir aðdáendur, sem mættu til að berja sveitina augum, höfðu þurft að fara leynt með aðdáun sína á sveitinni. „Þetta var forboðið. Við gátum til að mynda ekki hlustað á Bítlana. Nú megum við hlusta á það sem við viljum,“ sagði tónleikagestur í samtali við BBC. Annar hafði á orði að nú gæti hann dáið sáttur. Að sjá Rolling Stones væri eitthvað sem hann hefði alltaf dreymt um. Meðlimir sveitarinnar eru komnir á áttræðisaldur að unglambinu Ronnie Wood undanskyldu. Hann er aðeins 68 ára. Mick Jagger og Keith Richards eru jafnaldrar, 72 ára, en aldursforsetinn Charlie Watts sér um að berja húðirnar. Hann er 74 ára gamall. Þeir buðu upp á tveggja klukkustunda tónleika sem taldi átján lög. Þar á meðal alla helstu smelli sveitarinnar á borð við Sympathy for the Devil og Gimme Shelter. Myndir af tónleikunum frá Getty-myndaveitunni má sjá hér fyrir neðan auk myndbands frá La Habana þar sem tónleikarnir voru haldnir. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Öldungarnir í bresku hljómsveitinni Rolling Stones héldu sögulega tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, í gær fyrir hátt í hálfa milljón manns. Tónleikarnir eru sögulegir fyrir þær sakir að stærstan hluta síðustu aldar og í upphafi þessarar var hljómsveitin bönnuð í landinu. Frítt var á tónleikana en þeir fóru fram á föstudaginn langa þrátt fyrir að páfinn hefði beðið um að þeim yrði frestað. Tæp fimmtán ár eru frá því að banninu var aflétt. Það var að vísu ekki bundið við hljómsveitina heldur vestræna menningu í heild sinni. Kúba var kommúnískt ríki en á síðustu árum hafa stjórnvöld slakað á afstöðu sinni. Sérstaka breytingu má merkja á undanförnum átján mánuðum. Fjölmargir aðdáendur, sem mættu til að berja sveitina augum, höfðu þurft að fara leynt með aðdáun sína á sveitinni. „Þetta var forboðið. Við gátum til að mynda ekki hlustað á Bítlana. Nú megum við hlusta á það sem við viljum,“ sagði tónleikagestur í samtali við BBC. Annar hafði á orði að nú gæti hann dáið sáttur. Að sjá Rolling Stones væri eitthvað sem hann hefði alltaf dreymt um. Meðlimir sveitarinnar eru komnir á áttræðisaldur að unglambinu Ronnie Wood undanskyldu. Hann er aðeins 68 ára. Mick Jagger og Keith Richards eru jafnaldrar, 72 ára, en aldursforsetinn Charlie Watts sér um að berja húðirnar. Hann er 74 ára gamall. Þeir buðu upp á tveggja klukkustunda tónleika sem taldi átján lög. Þar á meðal alla helstu smelli sveitarinnar á borð við Sympathy for the Devil og Gimme Shelter. Myndir af tónleikunum frá Getty-myndaveitunni má sjá hér fyrir neðan auk myndbands frá La Habana þar sem tónleikarnir voru haldnir.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira