Lífið

„Rasísk“ færsla slær í gegn á internetinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Í sögunni endar Pearce nakinn í húsasundi í Glasgow eftir að hafa orðið fyrir aðkasti frá innflytjendum.
Í sögunni endar Pearce nakinn í húsasundi í Glasgow eftir að hafa orðið fyrir aðkasti frá innflytjendum. Vísir/Getty
Nokkuð sérstök facebookfærsla hefur slegið í gegn á síðustu dögum. Henni er ætlað að gera grín að rasískum viðhorfum á skemmtilegan hátt. Hún segir sögu af hvítum manni sem verður fyrir aðkasti múslímskrar konu sem veitist að honum vegna fjöldamorða hvíts manns í skóla í Skotlandi fyrir tuttugu árum.

Þar er verið að gera grín að nýlegu atviki þar sem breskur maður var handtekinn eftir að hafa veist að konu og hellt sér yfir hana vegna árásanna í Brussel. Í sögunni var Emlyn Pearce meðal annars beðinn um að útskýra fjöldamorðið í DunblaneJimmy Savile og fleiri ódæði sem framin voru af hvítu fólki.

Samkvæmt Independent hefur Pearce áður slegið í gegn með færslu um innflytjendur. Þar sem hann kvartar yfir því hvernig Bretar hafi og geti dreift sér um allan heiminn. Ekki sé hægt að ganga um götur Jamaica og Hong Kong án þess að heyra ensku og að stjórnvöld séu ekki að gera neitt í málinu.

WHAT IS UP WITH ALL THE MUSLIMS AND BLACK PEOPLE IN GLASGOW TODAY???This is the worst day ever. I am currently hiding...

Posted by Emlyn Pearce on Wednesday, March 23, 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.