Lífið

Barn með hár slær í gegn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barnið er með þykkra hár en gengur og gerist.
Barnið er með þykkra hár en gengur og gerist. Mynd/Twitter
Dóttir hjónanna Dave og Mackenzie Kaplan hefur slegið í gegn á netinu undanfarnar vikur eftir að mynd af stúlkubarninu var sett á netið. Ástæðan? Hin tveggja mánaða gamla Isabelle er með töluvert þykkra hár en gengur og gerist.

Á föstudaginn settu hjónin svokallaða sjálfu af sér og barninu á Instagram og internetið tók við. Myndin fór á forsíðu hinnar gífurlega vinsælu vefsíðu Reddit. Afrakstur þess má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.