Lýðheilsa sumra, ekki allra Guðmundur Edgarsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Þjóðfélagsverkfræðingar af ýmsu tagi halda því fram að verði aðgengi að áfengi bætt með sölu þess í matvöruverslunum muni lýðheilsu þjóðarinnar hnigna. Lýðheilsufræðingar hafa nefnilega komist að því að sé áfengi eingöngu selt í sérstökum vínbúðum leiti fólk ógjarna þangað nema að undangenginni vel ígrundaðri ákvörðun. Verði vín hins vegar selt í matvöruverslunum stóraukist hætta á að fólk sem þykir sopinn góður laumi bjór eða vínflösku í matarkörfuna. Þessi sjónarmið eru reist á sandi. Þannig er að áfengi er þegar á ýmsan hátt jafnaðgengilegt fólki eins og því væri stillt upp innan um annan varning í kjörbúðum. Vínbúðin í Spönginni er staðsett við hliðina á Hagkaupum í sömu byggingu. Svo náið er sambýli þessara tveggja verslana að inngangur þeirra er sameiginlegur. Vínbúðin gæti allt eins verið ein deild í Hagkaup rétt eins og kjöt- og mjólkurdeildin enda innangengt á milli. Svipaða sögu er að segja af nábýli Vínbúðarinnar í Mosfellsbæ og Bónus. Búðirnar eru staðsettar hlið við hlið í sama verslunarkjarnanum án þess að lýðheilsunni sé ógnað. En áfengi er ekki bara aðgengilegt fjölda fólks við matarinnkaup í ýmsum verslunarmiðstöðvum. Allstór hópur fólks þarf starfs síns vegna að ferðast erlendis þar sem ódýrt áfengi blasir víða við. Nefna má hópa eins og flugáhafnir, viðskiptamenn og embættismenn svo ekki sé minnst á okkar háttvirtu alþingismenn. Svo er annar handleggur að margir einstaklingar innan þessara hópa mega ekki til þess hugsa að almenningur njóti sama aðgengis og þeir sjálfir. Óþarfi er að nefna nöfn í því samhengi en óneitanlega kemur í hugann fólk eins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Kári Stefánsson. Svo virðist því sem stór hópur fólks sé undanþeginn kröfunni um bætta lýðheilsu þjóðarinnar en til þess ætlast af öðrum að þeir einir beri þann kross. Slíka mismunun er vitaskuld ekki hægt að líða í þjóðfélagi jafnaðarhyggju. Einfaldasta leiðin til að vinna gegn þess háttar ójöfnuði er því að leyfa sölu áfengis í kjörbúðum og treysta fólki til að nálgast þá vöru á sama hátt og aðra matvöru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðfélagsverkfræðingar af ýmsu tagi halda því fram að verði aðgengi að áfengi bætt með sölu þess í matvöruverslunum muni lýðheilsu þjóðarinnar hnigna. Lýðheilsufræðingar hafa nefnilega komist að því að sé áfengi eingöngu selt í sérstökum vínbúðum leiti fólk ógjarna þangað nema að undangenginni vel ígrundaðri ákvörðun. Verði vín hins vegar selt í matvöruverslunum stóraukist hætta á að fólk sem þykir sopinn góður laumi bjór eða vínflösku í matarkörfuna. Þessi sjónarmið eru reist á sandi. Þannig er að áfengi er þegar á ýmsan hátt jafnaðgengilegt fólki eins og því væri stillt upp innan um annan varning í kjörbúðum. Vínbúðin í Spönginni er staðsett við hliðina á Hagkaupum í sömu byggingu. Svo náið er sambýli þessara tveggja verslana að inngangur þeirra er sameiginlegur. Vínbúðin gæti allt eins verið ein deild í Hagkaup rétt eins og kjöt- og mjólkurdeildin enda innangengt á milli. Svipaða sögu er að segja af nábýli Vínbúðarinnar í Mosfellsbæ og Bónus. Búðirnar eru staðsettar hlið við hlið í sama verslunarkjarnanum án þess að lýðheilsunni sé ógnað. En áfengi er ekki bara aðgengilegt fjölda fólks við matarinnkaup í ýmsum verslunarmiðstöðvum. Allstór hópur fólks þarf starfs síns vegna að ferðast erlendis þar sem ódýrt áfengi blasir víða við. Nefna má hópa eins og flugáhafnir, viðskiptamenn og embættismenn svo ekki sé minnst á okkar háttvirtu alþingismenn. Svo er annar handleggur að margir einstaklingar innan þessara hópa mega ekki til þess hugsa að almenningur njóti sama aðgengis og þeir sjálfir. Óþarfi er að nefna nöfn í því samhengi en óneitanlega kemur í hugann fólk eins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Kári Stefánsson. Svo virðist því sem stór hópur fólks sé undanþeginn kröfunni um bætta lýðheilsu þjóðarinnar en til þess ætlast af öðrum að þeir einir beri þann kross. Slíka mismunun er vitaskuld ekki hægt að líða í þjóðfélagi jafnaðarhyggju. Einfaldasta leiðin til að vinna gegn þess háttar ójöfnuði er því að leyfa sölu áfengis í kjörbúðum og treysta fólki til að nálgast þá vöru á sama hátt og aðra matvöru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar