Lífið

Skyrpir út úr sér Bingókúlum, Draumi og öðru íslensku hnossgæti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslenskur lakkrís er ekki í uppáhaldi hjá Deji Olatunji.
Íslenskur lakkrís er ekki í uppáhaldi hjá Deji Olatunji.
Ef það er eitthvað sem við höfum lært þessa páskahelgi þá er það það að Deji Olatunji er ekki hrifinn af íslensku nammi. Eða í það minnsta ekki af íslenskum lakkrís.

Deji heldur úti Youtube-síðu þar sem hann gengur undir nafninu ComedyShortsGamer en rúmlega sex milljón manns fylgjast með því sem hann setur þar inn. Fyrir tveimur dögum setti hann inn á vefinn myndband þar sem hann bragðar íslenskt nammi sem hann hafði fengið sent.

Meðal þess sem hann smakkar er Nóa Lakkrís, fylltar Appoló lakkrís reimar, Bingókúlur, Djúp og Draum og sé eitthvað að marka hann er þetta það versta sem hann hefur prófað.

„Augu mín fyllast af tárum! Þetta er ekki nammi. Ég finn til með öllum Íslendingum,“ segir hann meðal annars í myndbandinu. Svaðilför mannsins er hægt að sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.