Matarfíkill í sjálfsmorðshugleiðingum: „Leit á sjálfan mig sem skemmda vöru“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2016 10:48 Wentworth Miller lék Scofield. vísir/getty „Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira