Matarfíkill í sjálfsmorðshugleiðingum: „Leit á sjálfan mig sem skemmda vöru“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2016 10:48 Wentworth Miller lék Scofield. vísir/getty „Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira