Matarfíkill í sjálfsmorðshugleiðingum: „Leit á sjálfan mig sem skemmda vöru“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2016 10:48 Wentworth Miller lék Scofield. vísir/getty „Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning