Kappklæddi Íslandsvinurinn þurfti að líða fyrir hagsýnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 11:19 Matt Botten tók til sinna ráða þegar lággjaldaflugfélagið krafði hann um aukagjald fyrir farangurinn sem hann hafði meðferðis til Íslands. Hann snaraði sér einfaldlega í hann. mynd/matt botten „Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
„Þú myndir kannski halda að það væri erfitt að fara í hverja einustu flík sem þú átt í anddyrinu á alþjóðaflugvelli - og þú myndir hafa algjörlega rétt fyrir þér,“ segir spéfuglinn og Íslandsvinurinn Matt Botten sem komst í heimsfréttirnar í gær fyrir uppátæki sitt á Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Breski miðilinn Daily Mail greindi frá því þegar hinum hagsýna Botten misbauð töskugjald sem lággjaldaflugfélagið Easyjet krafði hann um er Botten var í þann mund að stíga um borð í vél til Íslands á laugardaginn var. Í stað þess að greiða þær 6500 krónur sem flugfélagið fór fram á tók Botten í stað þess til sinna ráða og snaraði sér í öll fötin sem hann hafði meðferðis. Matt Botten vígalegur á Gatwick-flugvelli, íklæddur öllum farangrinum.Mynd/matt bottenÞannig komst hann hjá gjaldinu en í samtali við Vísi segist Botten hafa svo sannarlega þurft að gjalda fyrir hagsýnina. „Andrúmsloftið á Gatwick var ekki beint það skilnings- eða stuðningsríkasta,“ útskýrir Botten. „Ég gekk gjörsamlega fram af þremur hópum fólks sem sátu að snæðingi á flugvellinum með uppátækinu. Einn hópurinn hafði barn meðferðis og það brast meira að segja í grát. En það er nú bara þannig, óbreyttir borgarar hafa oft þurft að líða fyrir mikilfenglegar tilraunir sem þessar,“ segir Botten gletinn. Það voru þó ekki bara „óbreyttir borgarar“ sem liðu fyrir sparsemina - Botten var sjálfur að farast úr hita. „Mér var mjög heitt í vélinni og svitnaði töluvert, eins og gefur kannski að skilja. Það var því ekki beint óskandi þegar reiði Bandaríkjamaðurinn við hliðina á mér bað mig um að fara úr öllum flíkunum - og það í lokuðum hólki innan um 200 manns. Samfarþegar mínir reyndu ekki einu sinni að leyna kraumandi reiði sinni þegar ég byrjaði að afklæðast,“ segir Botten.Botten segir að þau kærustuparið hafi notað ferðarinnar til hins ýtrasta. Hér eru þau á Langjökli í gær.Hann bætir þó við að starfsfólk EasyJet hafi allt verið hið yndislegasta og ekki sett sig upp á móti sparnaðarráðinu hans. Bretinn fljúgandi gerir ráð fyrir að verja viku á Íslandi og hafa Botten og kærasta hans nýtt tímann vel frá því að þau komu til landsins á laugardag. Þau hafi þannig kíkt í undraheima Langjökuls í gær og stefna á að fara Gullna hringinn á morgun til að fagna afmæli kærustunnar. Botten segir heimsóknina hafa verið draumi líkasta. Þau hafi notið ferðarinnar í botn - þrátt fyrir að buddan hafi fengið að finna fyrir því. Nýtnin er því ekki langt undan. „Allt hérna kostar formúgu og því höfum við þurft að finna aðrar sparnaðarleiðir. Við höfum til að mynda fengið heilan haug af af osti „að láni“ úr morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, skellt skinku á milli (sem við höfum líka fengið „að láni“) og kallað það samloku,“ segir Botten sem þáði sparnaðarráð blaðamannsins með þökkum.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira