Endurupptökunefnd – hvað er nú það? Ragnar Halldór Hall skrifar 10. mars 2016 07:00 Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun