Endurupptökunefnd – hvað er nú það? Ragnar Halldór Hall skrifar 10. mars 2016 07:00 Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Með lögum nr. 15/2013 var bætt inn í dómstólalög kafla um sérstaka nefnd sem taka skyldi ákvarðanir um hvort mál sem lokið hefur verið fyrir dómstólum skuli endurupptekin. Tilsvarandi ákvæðum var bætt inn í lög um meðferð einkamála og sakamálalög. Nefndin sem hér var sett á fót heitir endurupptökunefnd. Í lögunum segir að hún sé sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Þar segir enn fremur að fallist nefndin á að mál skuli endurupptekið sé viðkomandi dómur fallinn úr gildi og að nýr dómur skuli þá ganga í málinu, en hafni nefndin beiðni sé sú úrlausn endanleg og verði ekki borin undir dómstóla. Með dómi Hæstaréttar 25. febrúar 2016 voru lagareglur um endurupptökuefnd til skoðunar í máli þar sem nefndin hafði fallist á endurupptökubeiðni. Niðurstöður dómsins voru afdráttarlausar um eftirfarandi atriði: Ákvæðin um að endurupptökunefnd ákveði hvort mál skuli endurupptekin fara í bága við ákvæði 60. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað sem liði niðurstöðu nefndarinnar um hvort skilyrði endurupptöku væru uppfyllt tæki dómurinn það sjálfstætt til skoðunar hvort lög hefðu „með réttu“ staðið til þeirrar niðurstöðu sem nefndin hafði komist að í málinu. Dómurinn taldi að svo hefði ekki verið, og er sú niðurstaða rökstudd í alllöngu máli í dóminum.Lagaákvæði sem kveða á um að nefnd sem heyrir undir framkvæmdarvald ríkisins geti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla séu einnig andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins og séu þess vegna ekki gild réttarheimild. Lagaákvæðum um endurupptökunefnd var á sínum tíma ætlað að taka þann kaleik frá dómstólum að þeir taki ákvörðun um hvort mál skuli endurupptekin. Sú viðleitni hefur farið út um þúfur og lagaákvæðin um nefndina eru því hreinn bastarður. Hér var því verr af stað farið en heima setið. Spurningunni í fyrirsögn hér að ofan hljóta menn að svara þannig að endurupptökunefnd sé eingöngu umsagnaraðili um hvort rétt sé að fallast á endurupptökubeiðni. Jafnframt sýnist ljóst af efnistökum Hæstaréttar að fallist nefndin ekki á slíka beiðni geti viðkomandi aðili látið reyna á synjunina í almennu dómsmáli með vísan til 60. gr. stjórnarskrárinnar.Samkvæmt þessu öllu er ljóst að tilraunabúskapurinn með endurupptökunefnd hefur algerlega farið út um þúfur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar