Er eitthvað óeðlilegt að gerast varðandi Seglbúðir? Matreiðslumeistarar skrifar 11. mars 2016 00:00 Þann 11. nóvember 2015 fór hópur af eldri félögun Klúbbs matreiðslumeistara í heimsókn til nýja heimasláturhússins að Seglbúðum hjá Erlendi Halldórssyni og konu hans. Þessi ferð var okkur mikið forvitnisefni enda höfðum við fylgst með áhuga á opnun þessa fyrsta löglega heimasláturhúss á landinu. Erlendur og kona hans sögðu hina ótrúlegu raunasögu sem þau þurftu að ganga í gegnum til að fá atvinnuleyfi. Þessi raunasaga er reyndar svo ótrúleg að það er að okkar áliti kraftaverk að þau hafi ekki einfaldlega gefist upp. Þarna er rekið sláturhús sem getur skaffað vöru sem hefur verið látin kólna í tveimur stigum og síðan hanga í kæli í fjóra sólarhringa fyrir frystingu. Seglbúðir geta skaffað nafn á bæjum sem kjötið kemur frá, sem æ fleiri gefa mikið fyrir. Hvort sem um lamb eða stórgripi er að ræða. Hin sláturhúsin í landinu geta ekki einu sinni lofað því að lambið sem þú kaupir sé nýslátrað eða meira en ársgamalt. Sem við höfum því miður persónulega reynslu af. Nú er búið að loka fyrir dreifingu frá húsinu og eftir því sem undirritaðir hafa lesið í fjölmiðlum og eftir viðtal við Erlend eru ástæðurnar að mestu leyti misskilningur byggður að stærstum hluta á því að ekki hafi fengist leyfi til að taka út húsið af eftirlitsaðilum á tíma sem verið var að setja inn línu fyrir stórgripi og engin slátrun í gangi í langan tíma. Við, þessir matreiðslumeistarar sem fórum á staðinn og skoðuðum aðstöðuna, skorum á yfirvöld í viðkomandi greinum og ráðherra að ganga í að taka málið föstum tökum og koma á sáttum svo hægt verði að reka staðinn á þann frábæra hátt sem húsið er byggt fyrir. Við fögnum því að einhver hafi riðið á vaðið með að reisa svona sláturhús sem að okkar mati er að gera hlutina hárrétt. Því miður erum við ekki svo vissir um þær aðferðir sem viðhafðar eru í flestum af stóru sláturhúsunum, þar sem hraðinn á slátrun og verkun er orðinn svo mikill að það er farið að koma niður á gæðum. Bragi IngasonEinar ÁrnasonGuðjón SteinssonHilmar B. JónssonKarl FinnbogasonRagnar GuðmundssonSigurvin GunnarssonJón G. Sigurðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 11. nóvember 2015 fór hópur af eldri félögun Klúbbs matreiðslumeistara í heimsókn til nýja heimasláturhússins að Seglbúðum hjá Erlendi Halldórssyni og konu hans. Þessi ferð var okkur mikið forvitnisefni enda höfðum við fylgst með áhuga á opnun þessa fyrsta löglega heimasláturhúss á landinu. Erlendur og kona hans sögðu hina ótrúlegu raunasögu sem þau þurftu að ganga í gegnum til að fá atvinnuleyfi. Þessi raunasaga er reyndar svo ótrúleg að það er að okkar áliti kraftaverk að þau hafi ekki einfaldlega gefist upp. Þarna er rekið sláturhús sem getur skaffað vöru sem hefur verið látin kólna í tveimur stigum og síðan hanga í kæli í fjóra sólarhringa fyrir frystingu. Seglbúðir geta skaffað nafn á bæjum sem kjötið kemur frá, sem æ fleiri gefa mikið fyrir. Hvort sem um lamb eða stórgripi er að ræða. Hin sláturhúsin í landinu geta ekki einu sinni lofað því að lambið sem þú kaupir sé nýslátrað eða meira en ársgamalt. Sem við höfum því miður persónulega reynslu af. Nú er búið að loka fyrir dreifingu frá húsinu og eftir því sem undirritaðir hafa lesið í fjölmiðlum og eftir viðtal við Erlend eru ástæðurnar að mestu leyti misskilningur byggður að stærstum hluta á því að ekki hafi fengist leyfi til að taka út húsið af eftirlitsaðilum á tíma sem verið var að setja inn línu fyrir stórgripi og engin slátrun í gangi í langan tíma. Við, þessir matreiðslumeistarar sem fórum á staðinn og skoðuðum aðstöðuna, skorum á yfirvöld í viðkomandi greinum og ráðherra að ganga í að taka málið föstum tökum og koma á sáttum svo hægt verði að reka staðinn á þann frábæra hátt sem húsið er byggt fyrir. Við fögnum því að einhver hafi riðið á vaðið með að reisa svona sláturhús sem að okkar mati er að gera hlutina hárrétt. Því miður erum við ekki svo vissir um þær aðferðir sem viðhafðar eru í flestum af stóru sláturhúsunum, þar sem hraðinn á slátrun og verkun er orðinn svo mikill að það er farið að koma niður á gæðum. Bragi IngasonEinar ÁrnasonGuðjón SteinssonHilmar B. JónssonKarl FinnbogasonRagnar GuðmundssonSigurvin GunnarssonJón G. Sigurðsson
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar