Ítarleg leit að nýjum skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:41 Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Melaskóla í Reykjavík hefur verið framlengdur um tvær vikur þótt fyrir liggi nokkrar umsóknir, meðal annars frá aðstoðarskólastjóra skólans um stöðuna. Fráfarandi skólastjóri var hrakinn frá störfum í lok janúar. Miklar erjur hafa hafa verið í Melaskóla nokkur undanfarin ár sem náðu hámarki í vetur þegar nokkrir kennarar og nokkrir foreldrar í skólaráði skólans settu opinberlega fram ásakanir á hendur skólastjóranum. Án þess þó að nefna néfna nákvæmlega hvað það var sem gerði skólastjórann vanhæfan. Allt frá því Dagný Annasdóttir varð skólastjóri árið 2013 var unnið gegn henni innan skólans. Skólaráð kærði ráðningu hennar til Umboðsmanns Alþingis á þeirri forsendu að það hefði ekki verið haft með í ráðum við ráðninguna. Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri var meðal umsækjenda og þá í annað sinn og sat á sama tíma í skólaráði. En heimildir fréttastofunnar herma að hún hafi sterklega búist við að fá stöðuna. Umboðsmaður hafnaði efnisatriðum kærunnar og Dagný hélt stöðu sinni. Erjurnar héldu hins vegar áfram og enduðu svo með því að Dagný gerði starfslokasamning við Reykjavíkurborg hinn 28. janúar en hún var þá nýkomin úr veikindaleyfi vegna deilnanna innan skólans.Í viðtali við Stöð 2 hinn 28. janúar sagðist unna skólanum og hún vonaði að með brottför hennar myndaðist friður um skólastarfið. „Ég ætla rétt að vona það að nú geti skapast friður. Vegna þess að í skólastarfi á alltaf að ríkja friður. Alltaf. Börn á Íslandi og annars staðar eiga þann rétt að það sé friður um skólastarf,“ sagði Dagný daginn sem húnn hætti störfum í Melaskóla.Aðstoðarskólastjóri ekki settur í starfið Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðstoðarskólastjóri tekið við til bráðabirgða við brottför skólastjóra. En borgin fékk utanaðkomandi mann, Ellert Borgar Þorvaldsson, sem var hættur störfum sökum aldurs til að hlaupa í skarðið. Staða skólastjóra var síðan auglýst fyrir skömmu og samkvæmt heimildum fréttastofu er aðstoðarskólastjórinn Helga Jóna meðal umsækjenda en hún hafnði boði fréttastofunnar um viðtal. Umsóknarfrestur rann út á mánudag en þá bregður svo við að Skóla- og tómstundasvið Reykjavíkur ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur og auglýsti það í Fréttablaðinu á þriðjudag. Helgi Grímsson forstöðumaður Skóla- og tómstundasviðs borgarinnar segir borgina vilja fá fleiri umsækjendur. „Það er vegna þess að það var úr full fáum umsóknum að velja. Það voru fimm umsóknir. Umsóknarfresturinn var þrjár vikur og við höfum fengið ábendingar um að þetta hafi verið full knappur tími,“ segir Helgi en samkvæmt auglýsingunni er reiknað með að nýr skólastjóri taki við í maí. Helgi sagðist ekki geta staðfest hvort aðstoðarskólastjórinn væri meðal umsækjenda og vildi ekki tjá sig um hæfi hennar. Það ætti eftir að fara ítarlegar yfir umsóknirnar. Þessum deilum sem voru innan skólans áður en skólastjórinn gerði starfslokasamning, lauk þeim þar með eða er áfram verið að vinna eitthvað í málum innan skólans? „Við vinnum áfram með skólanum að farsælli þróun skólastarfs. Svo þegar nýr skólastjóri kemur við stýrið þá að sjálfsögðu verðum við með honum og hópnum áfram til að tryggja að þetta góða skip sigli seglum þöndum,“ segir Helgi Grímsson og að friður ríki um skólastarfið. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Melaskóla í Reykjavík hefur verið framlengdur um tvær vikur þótt fyrir liggi nokkrar umsóknir, meðal annars frá aðstoðarskólastjóra skólans um stöðuna. Fráfarandi skólastjóri var hrakinn frá störfum í lok janúar. Miklar erjur hafa hafa verið í Melaskóla nokkur undanfarin ár sem náðu hámarki í vetur þegar nokkrir kennarar og nokkrir foreldrar í skólaráði skólans settu opinberlega fram ásakanir á hendur skólastjóranum. Án þess þó að nefna néfna nákvæmlega hvað það var sem gerði skólastjórann vanhæfan. Allt frá því Dagný Annasdóttir varð skólastjóri árið 2013 var unnið gegn henni innan skólans. Skólaráð kærði ráðningu hennar til Umboðsmanns Alþingis á þeirri forsendu að það hefði ekki verið haft með í ráðum við ráðninguna. Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri var meðal umsækjenda og þá í annað sinn og sat á sama tíma í skólaráði. En heimildir fréttastofunnar herma að hún hafi sterklega búist við að fá stöðuna. Umboðsmaður hafnaði efnisatriðum kærunnar og Dagný hélt stöðu sinni. Erjurnar héldu hins vegar áfram og enduðu svo með því að Dagný gerði starfslokasamning við Reykjavíkurborg hinn 28. janúar en hún var þá nýkomin úr veikindaleyfi vegna deilnanna innan skólans.Í viðtali við Stöð 2 hinn 28. janúar sagðist unna skólanum og hún vonaði að með brottför hennar myndaðist friður um skólastarfið. „Ég ætla rétt að vona það að nú geti skapast friður. Vegna þess að í skólastarfi á alltaf að ríkja friður. Alltaf. Börn á Íslandi og annars staðar eiga þann rétt að það sé friður um skólastarf,“ sagði Dagný daginn sem húnn hætti störfum í Melaskóla.Aðstoðarskólastjóri ekki settur í starfið Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðstoðarskólastjóri tekið við til bráðabirgða við brottför skólastjóra. En borgin fékk utanaðkomandi mann, Ellert Borgar Þorvaldsson, sem var hættur störfum sökum aldurs til að hlaupa í skarðið. Staða skólastjóra var síðan auglýst fyrir skömmu og samkvæmt heimildum fréttastofu er aðstoðarskólastjórinn Helga Jóna meðal umsækjenda en hún hafnði boði fréttastofunnar um viðtal. Umsóknarfrestur rann út á mánudag en þá bregður svo við að Skóla- og tómstundasvið Reykjavíkur ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur og auglýsti það í Fréttablaðinu á þriðjudag. Helgi Grímsson forstöðumaður Skóla- og tómstundasviðs borgarinnar segir borgina vilja fá fleiri umsækjendur. „Það er vegna þess að það var úr full fáum umsóknum að velja. Það voru fimm umsóknir. Umsóknarfresturinn var þrjár vikur og við höfum fengið ábendingar um að þetta hafi verið full knappur tími,“ segir Helgi en samkvæmt auglýsingunni er reiknað með að nýr skólastjóri taki við í maí. Helgi sagðist ekki geta staðfest hvort aðstoðarskólastjórinn væri meðal umsækjenda og vildi ekki tjá sig um hæfi hennar. Það ætti eftir að fara ítarlegar yfir umsóknirnar. Þessum deilum sem voru innan skólans áður en skólastjórinn gerði starfslokasamning, lauk þeim þar með eða er áfram verið að vinna eitthvað í málum innan skólans? „Við vinnum áfram með skólanum að farsælli þróun skólastarfs. Svo þegar nýr skólastjóri kemur við stýrið þá að sjálfsögðu verðum við með honum og hópnum áfram til að tryggja að þetta góða skip sigli seglum þöndum,“ segir Helgi Grímsson og að friður ríki um skólastarfið.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira