Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 24-25 | Staða ÍR versnar Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2016 21:30 Sturla Ásgeirsson og félagar þurftu á sigri að halda í kvöld. Vísir/Stefán Staða ÍR í Olís-deild karla versnaði eftir tap liðsins fyrir Aftureldingu í Austurbergi í kvöld, 25-24, í fjórðu síðustu umferð Olís-deildar karla. ÍR er enn í fallsæti og þarf helst að vinna alla þrjá leiki sína sem eftir eru ætli liðið að eiga tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Afturelding byrjaði leikinn mun betur og leiddi 13-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu heimamenn ótrúlega sterkir til leiks og náðu hægt og bítandi að ná niður forskotinu. Eftir æsispennandi lokamínútur reyndist Gunnar Þórsson hetjan þegar hann skoraði úr horninu þegar innan við mínúta var eftir og lokatölur 25-24. Liðin skiptust á að skora fjögur fyrstu mörk leiksins, en gestirnir breyttu þá stöðunni úr 2-2 í 2-6. Þá tóku Bjarni Fritzon og Einar Hólmgeirsson, þjálfarar ÍR, leikhlé, en það gekk ekki né rak hjá heimamönnum sem fundu engar glufur á ansi sterkum og öflugum varnarleik gestanna. Davíð var svo frábær þar fyrir aftan, en hann var með 50% markvörslu í hálfleik. Áfram héldu gestirnir að bæta við forskot sitt, en Gunnar Þórsson gat komið Aftureldingu sjö mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann klikkaði hraðaupphlaupinu og við það virtust Breiðhyltingar vakna. Þeir fóru að spila betur og náðu að koma muninum niður í fjögur mörk fyrir hlé, en staðan 13-9 fyrir gestunum í hálfleik. Afturelding skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og voru lítið að hleypa heimamönnum inn í partýið framan af síðari hálfleik. Þeir héldu þeim alltaf hæfilega langt frá sér og spiluðu ógnarsterkan varnarleik þar sem höndin kom upp í ansi mörg skipti sem heimamenn héldu í sókn. Hægt og rólega komust heimamenn inn í leikinn. Þeir byrjuðu að spila hraðari sóknarleik og gestirnir voru óagaðir í sínum sóknarleik og voru að kasta boltanum í gríð og erg frá sér. Breiðhyltingar voru duglegir að refsa gestunum og Sturla Ásgeirsson jafnaði metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir, en þá var jafnt í fyrsta skipti síðan í stöðunni 2-2. Eftir mikinn hamagang undir lok leiksins reyndist Gunnar Malmquist Þórsson hetjan, en hann fór inn úr horninu og tryggði Mosfellingum stigin tvö þegar innan við mínúta var eftir. ÍR-ingar héldu í sókn, en náðu ekki að jafna og lokatölur því sigur Mosfellinga með minnsta mun, 25-24. Þrándur Gíslason var markahæstur gestanna með sex mörk úr sex skotum, en hann fiskaði einnig eitt víti. Hann var einnig öflugur í vörninni, en Böðvar Páll Ásgeirsson og Mikk Pinnonen skoruðu fimm mörk hvor. Davíð Svansson var öflugur í markinu, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Afturelding í þriðja sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru í bullandi vandræðum, en þeir eru fjórum stigum frá öruggu sæti og Akureyri á leik til góða fyrir ofan þá. Þeir eru einnig með lakari innbyrðisviðureignir við Akureyri og verða því að treysta á að ÍBV vinni Akureyri um næstu helgi og að Akureyri tapi gegn Gróttu í vikunni. Þeir þurfa svo að vinna leikina þrjá sem liðið á eftir til að eiga möguleika, en þurfa einnig að treysta á önnur úrslit. Sturla Ásgeirsson var sem fyrr markahæstur hjá ÍR með tíu mörk, en næstur kom Jón Heiðar Gunnarsson kom fimm mörk úr sex skotum af línunni en þeir tveir reyndust afar drjúgir fyrir ÍR-liðið í dag. Það dugði þó ekki til.Þrándur: Maður er alltaf einhversstaðar í huganum að veiða „Þetta var svona eins og hanski í hestakofa. Þeir voru aldrei að fara gefa þetta eftir neitt og þeir voru að berjast fyrir lífi sínu,” sagði Þrándur Gíslason, einn besti leikmaður Aftureldingar, við Vísi í leikslok. „Það var vitað fyrir leikinn að þeir myndu berjast fram í rauðan dauðann. Við hefðum getað haldið bilinu meiru með smá klókindum, en dásamlegt að klára þetta.” „Þetta var mjög verðugt verkefni að takast á við þetta - sérstaklega eftir tapið í síðasta leik. Vörnin gaf aðeins eftir á köflum í síðari hálfleik og þeir fóru að finna Jón Heiðar og þeir gera það vel. Hann er drulluseigur, en karakter að halda þetta út.” Þrándur átti líklega einn sinn besta leik í vetur á línunni hjá Aftureldingu í dag, en hann var öflugur; skoraði sex mörk, fiskaði eitt víti og stóð vaktina sína vel í vörninni. „Ég borðaði kjötsúpu í hádeginu sem ég gerði í gær. Fullt af grænmeti og kjöti og allskonar rugli. Þetta snýst um það að andaveiðatímabilið er að klárast á morgun og maður er alltaf í huganum einhversstaðar að veiða,” sagði þessi skemmtikraftur og hélt áfram: „Núna er maður bara kominn í handboltann alla leið og þetta er allt að smella á réttum tíma. Það var orðið tímabært, en ég var búinn að vera í smá lægð og nú er þetta upp á við í síðustu leikjum eftir áramót og það er fínt.” Afturelding er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar og Þrándur segir að þeir ætli sér að halda sér í þessum heimavallarrétt fyrir úrslitakeppni. „Þetta gefur mjög góð fyrirheit og við erum að keppast við að halda þriðja eða allaveganna fjórða fyrir úrslitakeppni. Við setjum okkur markmið að vinna þessa þrjá leiki sem eftir eru og það er enginn spurning. Með þessari frammistöðu þá held ég að við gerum það,” sagði Þrándur að lokum.Einar: Ekkert annað í boði annars er það bara fyrsta deildin „Við mætum ekki tilbúnir til leiks og þeir taka strax fjögurra til fimm marka forystu,” sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, hundsvekktur í samtlai við Vísi í lok leiks. „Við erum lengi í gang og það er taugaspenna í liðinu. Það er allt undir í þessum leikjum og við höfum náð að höndla það mjög vel í síðustu tveimur leikjum, en spurning hvort það sé þreyta eða stress í dag.” „Við byrjum illa og vinnum það aðeins til baka, en svo missum við þá aftur fram úr okkur og munurinn var fjögur mörk í hálfleik sem var allt í lagi. Þeir byrja svo betur í síðari hálfleikinn og munurinn orðinn sex mörk.” „Við náðum ekki að taka þessi tvö til þrjú mörk í röð sem við þurftum svo datt það inn og byrjaði að fljóta með okkur, áhorfendur komnir með okkur og þeir byrjuðu aðeins að stressast upp. Markmaðurinn fór að verja og það kom meðbyr.” „Það vantaði herslumuninn upp á í dag. Við klúðrum tveimur dauðafærum; víti og dauðafæri á mjög mikilvægum tímapunktum og Davíð var þeirra besti maður, það er ljóst. Menn gáfu allt sem þeir áttu og tapa með einu marki er enginn skömm, en við þurftum sigur.” ÍR þarf helst að hirða öll stigin sem eftir eru í pottinum ætlar liðið að halda sér í deildinni. Einar segir að það sé ekkert annað í boði. „Við þurfum eiginlega að taka öll sex stigin sem í boði eru. Ég held að það séu fjögur stig í Akureyri sem á leik inni og við eigum ekki innbyrðis á Akureyri. Við þurfum að klára rest og við byrjum í Víkinni á fimmtudaginn. Það er ekkert annað í boði, annars er það bara fyrsta deildin,” sagði Einar Hólmgeirsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Staða ÍR í Olís-deild karla versnaði eftir tap liðsins fyrir Aftureldingu í Austurbergi í kvöld, 25-24, í fjórðu síðustu umferð Olís-deildar karla. ÍR er enn í fallsæti og þarf helst að vinna alla þrjá leiki sína sem eftir eru ætli liðið að eiga tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Afturelding byrjaði leikinn mun betur og leiddi 13-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu heimamenn ótrúlega sterkir til leiks og náðu hægt og bítandi að ná niður forskotinu. Eftir æsispennandi lokamínútur reyndist Gunnar Þórsson hetjan þegar hann skoraði úr horninu þegar innan við mínúta var eftir og lokatölur 25-24. Liðin skiptust á að skora fjögur fyrstu mörk leiksins, en gestirnir breyttu þá stöðunni úr 2-2 í 2-6. Þá tóku Bjarni Fritzon og Einar Hólmgeirsson, þjálfarar ÍR, leikhlé, en það gekk ekki né rak hjá heimamönnum sem fundu engar glufur á ansi sterkum og öflugum varnarleik gestanna. Davíð var svo frábær þar fyrir aftan, en hann var með 50% markvörslu í hálfleik. Áfram héldu gestirnir að bæta við forskot sitt, en Gunnar Þórsson gat komið Aftureldingu sjö mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann klikkaði hraðaupphlaupinu og við það virtust Breiðhyltingar vakna. Þeir fóru að spila betur og náðu að koma muninum niður í fjögur mörk fyrir hlé, en staðan 13-9 fyrir gestunum í hálfleik. Afturelding skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og voru lítið að hleypa heimamönnum inn í partýið framan af síðari hálfleik. Þeir héldu þeim alltaf hæfilega langt frá sér og spiluðu ógnarsterkan varnarleik þar sem höndin kom upp í ansi mörg skipti sem heimamenn héldu í sókn. Hægt og rólega komust heimamenn inn í leikinn. Þeir byrjuðu að spila hraðari sóknarleik og gestirnir voru óagaðir í sínum sóknarleik og voru að kasta boltanum í gríð og erg frá sér. Breiðhyltingar voru duglegir að refsa gestunum og Sturla Ásgeirsson jafnaði metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir, en þá var jafnt í fyrsta skipti síðan í stöðunni 2-2. Eftir mikinn hamagang undir lok leiksins reyndist Gunnar Malmquist Þórsson hetjan, en hann fór inn úr horninu og tryggði Mosfellingum stigin tvö þegar innan við mínúta var eftir. ÍR-ingar héldu í sókn, en náðu ekki að jafna og lokatölur því sigur Mosfellinga með minnsta mun, 25-24. Þrándur Gíslason var markahæstur gestanna með sex mörk úr sex skotum, en hann fiskaði einnig eitt víti. Hann var einnig öflugur í vörninni, en Böðvar Páll Ásgeirsson og Mikk Pinnonen skoruðu fimm mörk hvor. Davíð Svansson var öflugur í markinu, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Afturelding í þriðja sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru í bullandi vandræðum, en þeir eru fjórum stigum frá öruggu sæti og Akureyri á leik til góða fyrir ofan þá. Þeir eru einnig með lakari innbyrðisviðureignir við Akureyri og verða því að treysta á að ÍBV vinni Akureyri um næstu helgi og að Akureyri tapi gegn Gróttu í vikunni. Þeir þurfa svo að vinna leikina þrjá sem liðið á eftir til að eiga möguleika, en þurfa einnig að treysta á önnur úrslit. Sturla Ásgeirsson var sem fyrr markahæstur hjá ÍR með tíu mörk, en næstur kom Jón Heiðar Gunnarsson kom fimm mörk úr sex skotum af línunni en þeir tveir reyndust afar drjúgir fyrir ÍR-liðið í dag. Það dugði þó ekki til.Þrándur: Maður er alltaf einhversstaðar í huganum að veiða „Þetta var svona eins og hanski í hestakofa. Þeir voru aldrei að fara gefa þetta eftir neitt og þeir voru að berjast fyrir lífi sínu,” sagði Þrándur Gíslason, einn besti leikmaður Aftureldingar, við Vísi í leikslok. „Það var vitað fyrir leikinn að þeir myndu berjast fram í rauðan dauðann. Við hefðum getað haldið bilinu meiru með smá klókindum, en dásamlegt að klára þetta.” „Þetta var mjög verðugt verkefni að takast á við þetta - sérstaklega eftir tapið í síðasta leik. Vörnin gaf aðeins eftir á köflum í síðari hálfleik og þeir fóru að finna Jón Heiðar og þeir gera það vel. Hann er drulluseigur, en karakter að halda þetta út.” Þrándur átti líklega einn sinn besta leik í vetur á línunni hjá Aftureldingu í dag, en hann var öflugur; skoraði sex mörk, fiskaði eitt víti og stóð vaktina sína vel í vörninni. „Ég borðaði kjötsúpu í hádeginu sem ég gerði í gær. Fullt af grænmeti og kjöti og allskonar rugli. Þetta snýst um það að andaveiðatímabilið er að klárast á morgun og maður er alltaf í huganum einhversstaðar að veiða,” sagði þessi skemmtikraftur og hélt áfram: „Núna er maður bara kominn í handboltann alla leið og þetta er allt að smella á réttum tíma. Það var orðið tímabært, en ég var búinn að vera í smá lægð og nú er þetta upp á við í síðustu leikjum eftir áramót og það er fínt.” Afturelding er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar og Þrándur segir að þeir ætli sér að halda sér í þessum heimavallarrétt fyrir úrslitakeppni. „Þetta gefur mjög góð fyrirheit og við erum að keppast við að halda þriðja eða allaveganna fjórða fyrir úrslitakeppni. Við setjum okkur markmið að vinna þessa þrjá leiki sem eftir eru og það er enginn spurning. Með þessari frammistöðu þá held ég að við gerum það,” sagði Þrándur að lokum.Einar: Ekkert annað í boði annars er það bara fyrsta deildin „Við mætum ekki tilbúnir til leiks og þeir taka strax fjögurra til fimm marka forystu,” sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, hundsvekktur í samtlai við Vísi í lok leiks. „Við erum lengi í gang og það er taugaspenna í liðinu. Það er allt undir í þessum leikjum og við höfum náð að höndla það mjög vel í síðustu tveimur leikjum, en spurning hvort það sé þreyta eða stress í dag.” „Við byrjum illa og vinnum það aðeins til baka, en svo missum við þá aftur fram úr okkur og munurinn var fjögur mörk í hálfleik sem var allt í lagi. Þeir byrja svo betur í síðari hálfleikinn og munurinn orðinn sex mörk.” „Við náðum ekki að taka þessi tvö til þrjú mörk í röð sem við þurftum svo datt það inn og byrjaði að fljóta með okkur, áhorfendur komnir með okkur og þeir byrjuðu aðeins að stressast upp. Markmaðurinn fór að verja og það kom meðbyr.” „Það vantaði herslumuninn upp á í dag. Við klúðrum tveimur dauðafærum; víti og dauðafæri á mjög mikilvægum tímapunktum og Davíð var þeirra besti maður, það er ljóst. Menn gáfu allt sem þeir áttu og tapa með einu marki er enginn skömm, en við þurftum sigur.” ÍR þarf helst að hirða öll stigin sem eftir eru í pottinum ætlar liðið að halda sér í deildinni. Einar segir að það sé ekkert annað í boði. „Við þurfum eiginlega að taka öll sex stigin sem í boði eru. Ég held að það séu fjögur stig í Akureyri sem á leik inni og við eigum ekki innbyrðis á Akureyri. Við þurfum að klára rest og við byrjum í Víkinni á fimmtudaginn. Það er ekkert annað í boði, annars er það bara fyrsta deildin,” sagði Einar Hólmgeirsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira