Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 15:49 Hægrikonan Frauke Petry tók við leiðtogaembættinu í AfD í júlí síðastliðinn. Vísir/AFP Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu. Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu.
Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00
Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43