Fyrirtæki eiga að skila arði Frosti Ólafsson skrifar 16. mars 2016 09:00 Þrátt fyrir að efnahagsumræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hagkerfa harla einföld. Vinnuafl og fjármagn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megingrunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjármagn. Þannig mættu nýlegar arðgreiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagnrýni frá neytendum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyrissjóða landsins. Málefnaleg gagnrýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka.Skipting kökunnarTil að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar- og fjárfestingarstig verið lágt samanborið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjárfestinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlutfall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingastig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra.Eðli fjármagnsmarkaðaFjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlutfallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættusamari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjárfestingarnar þegar kemur að verðmætasköpun. Fjármögnun samneyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrirtækjum og án þeirra væri grundvöllur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra samtaka sem eiga aðkomu að rekstri lífeyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga.Hverra hagsmuna er verið að gæta?Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingakosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.Upplýst umræða er öllum í hagTæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikilvægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytendamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðruvísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsumræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hagkerfa harla einföld. Vinnuafl og fjármagn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megingrunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjármagn. Þannig mættu nýlegar arðgreiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagnrýni frá neytendum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyrissjóða landsins. Málefnaleg gagnrýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka.Skipting kökunnarTil að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar- og fjárfestingarstig verið lágt samanborið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjárfestinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlutfall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingastig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra.Eðli fjármagnsmarkaðaFjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlutfallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættusamari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjárfestingarnar þegar kemur að verðmætasköpun. Fjármögnun samneyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrirtækjum og án þeirra væri grundvöllur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra samtaka sem eiga aðkomu að rekstri lífeyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga.Hverra hagsmuna er verið að gæta?Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingakosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.Upplýst umræða er öllum í hagTæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikilvægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytendamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðruvísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar