Snjallborg? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Koltvísýringur í andrúmsloftinu er að aukast, mikið til vegna útblásturs frá bruna á jarðefnaeldsneyti. En hvað erum við að gera í málunum? Nýtum við alla okkar krafta til að draga úr losun? Í samgöngunum notumst við nánast alfarið við jarðefnaeldsneyti. Fjölmargir möguleikar eru í stöðunni til þess að draga úr losun frá samgöngum, sérstaklega vegna notkunar einkabíla innan borgarinnar. Af hverju gerum við einkabílnum svona hátt undir höfði þegar við vitum að það er ekki framtíðin? Það er hægt að gera miklu betur til þess að það verði jafn auðvelt að ganga og hjóla eins og að keyra bíl í borginni. Í dag er bíllinn í fyrirrúmi alls staðar og tekur nánast allt pláss sem ætlað er undir samgöngur. Gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa oft bíða lengi eftir að komast yfir á gatnamótum, fara langar krókaleiðir og sums staðar er bara alls engin almennileg aðstaða. Þessi séraðstaða fyrir einkabílinn endurspeglar ekki umhverfis- og heilsufarskostnaðinn sem á honum hvílir. Í Noregi er oft vísað til þess að tappinn í umferðinni í dag sé tappinn í heilbrigðiskerfinu á morgun. Það er nokkuð til í því. Til þess að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum þurfum við framsæknar aðgerðir. Aðgerðir sem geta haft fjölmargar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Það þarf að hvetja fólk til að ganga og hjóla frekar en að letja fólk til þess. Gamaldags fyrirmyndir í bæjarskipulagi þurfa að víkja fyrir framsæknu skipulagi sem gerir ráð fyrir því að einkabíllinn verði ekki skilgreindur sem aðal farkosturinn. Í Evrópu er víða verið að gera stórtækar breytingar á reglugerðum um skipulagsmál. Mikið er byrjað að tala um svokallaðar „snjallborgir“. Snjallborg má skilgreina sem borg þar sem öll orkunotkun er í lágmarki, framleiðsla á endurnýtanlegri orku í hámarki og almenningssamgöngur og aðstaða fyrir hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í fyrirrúmi. Markvissar aðgerðir hafa verið gerðar bæði í stærri og minni bæjum, eins og til dæmis Þrándheimi í Noregi. Þar hefur tekist að draga úr losun frá samgöngum um tæplega 10% á örfáum árum. Þetta er gert með því að byggja markvisst upp hjólastíga, göngustíga og almenningssamgöngur. En einnig er þetta gert með „pisk og gulrot“ eða refsingu og umbun. Þeir fá umbun sem velja hreinni valkosti í samgöngum og þeim gert erfiðara um vik sem velja að fara á einkabílnum í vinnuna. Með þessum aðgerðum skapast raunhæfur valgmöguleiki við einkabílinn. Sjúkdómseinkenni jarðar vegna loftslagsbreytinga eru orðin það alvarleg að við verðum að gera betur og vera snjöll á öllum sviðum, bæði fyrir umhverfið og heilsuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Koltvísýringur í andrúmsloftinu er að aukast, mikið til vegna útblásturs frá bruna á jarðefnaeldsneyti. En hvað erum við að gera í málunum? Nýtum við alla okkar krafta til að draga úr losun? Í samgöngunum notumst við nánast alfarið við jarðefnaeldsneyti. Fjölmargir möguleikar eru í stöðunni til þess að draga úr losun frá samgöngum, sérstaklega vegna notkunar einkabíla innan borgarinnar. Af hverju gerum við einkabílnum svona hátt undir höfði þegar við vitum að það er ekki framtíðin? Það er hægt að gera miklu betur til þess að það verði jafn auðvelt að ganga og hjóla eins og að keyra bíl í borginni. Í dag er bíllinn í fyrirrúmi alls staðar og tekur nánast allt pláss sem ætlað er undir samgöngur. Gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa oft bíða lengi eftir að komast yfir á gatnamótum, fara langar krókaleiðir og sums staðar er bara alls engin almennileg aðstaða. Þessi séraðstaða fyrir einkabílinn endurspeglar ekki umhverfis- og heilsufarskostnaðinn sem á honum hvílir. Í Noregi er oft vísað til þess að tappinn í umferðinni í dag sé tappinn í heilbrigðiskerfinu á morgun. Það er nokkuð til í því. Til þess að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum þurfum við framsæknar aðgerðir. Aðgerðir sem geta haft fjölmargar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Það þarf að hvetja fólk til að ganga og hjóla frekar en að letja fólk til þess. Gamaldags fyrirmyndir í bæjarskipulagi þurfa að víkja fyrir framsæknu skipulagi sem gerir ráð fyrir því að einkabíllinn verði ekki skilgreindur sem aðal farkosturinn. Í Evrópu er víða verið að gera stórtækar breytingar á reglugerðum um skipulagsmál. Mikið er byrjað að tala um svokallaðar „snjallborgir“. Snjallborg má skilgreina sem borg þar sem öll orkunotkun er í lágmarki, framleiðsla á endurnýtanlegri orku í hámarki og almenningssamgöngur og aðstaða fyrir hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í fyrirrúmi. Markvissar aðgerðir hafa verið gerðar bæði í stærri og minni bæjum, eins og til dæmis Þrándheimi í Noregi. Þar hefur tekist að draga úr losun frá samgöngum um tæplega 10% á örfáum árum. Þetta er gert með því að byggja markvisst upp hjólastíga, göngustíga og almenningssamgöngur. En einnig er þetta gert með „pisk og gulrot“ eða refsingu og umbun. Þeir fá umbun sem velja hreinni valkosti í samgöngum og þeim gert erfiðara um vik sem velja að fara á einkabílnum í vinnuna. Með þessum aðgerðum skapast raunhæfur valgmöguleiki við einkabílinn. Sjúkdómseinkenni jarðar vegna loftslagsbreytinga eru orðin það alvarleg að við verðum að gera betur og vera snjöll á öllum sviðum, bæði fyrir umhverfið og heilsuna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar