Fasteignasölum óheimilt að rukka umsýslugjald án samnings Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Dæmi eru um að umsýslugjalds sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði og kemur því kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð. vísir/Vilhelm Algengt er að fasteignasalar fái eign til sölumeðferðar og fái greidd sölulaun fyrir vinnu sína en krefji svo kaupanda um þjónustu- og umsýslugjald. Dæmi eru um að gjaldsins sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði. Því getur það komið kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð án þess að hafa vitað af gjaldinu. Gjaldið getur numið allt frá fjörutíu til níutíu þúsunda króna. Það kemur skýrt fram í fasteignakaupalögum að seljandi á að greiða kostnaðinn af vinnu fasteignasalans við sölu fasteignar.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Fréttablaðið/VilhelmFasteignasölur telja sig eiga rétt á þóknun frá kaupanda vegna skyldu þeirra til að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. „Þetta snýr að margháttaðri þjónustu sem fasteignasali þarf að inna af hendi fyrir kaupandann og þá er líka ákaflega mikilvægt að hver og einn geri samning um það,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Þegar fasteignasali tekur að sér að selja fasteign þá semur hann við seljandann. Ef hann hins vegar tekur að sér sérstök verkefni fyrir kaupanda, svo sem þinglýsingu skjala og fleira, verður hann að semja um það sérstaklega. Þetta kemur fram í 9. gr. laga um sölu fasteigna og skipa sem tóku gildi í júlí 2015. Þetta felur í sér að fasteignasali getur ekki innheimt gjald frá kaupanda sem ekki hefur verið samið um.Hildur Ýr Viðarsdóttir héraðsdómslögmaður. Mynd/LandslögHildur Ýr Viðarsdóttir, héraðsdómslögmaður á Landslögum, segir að ákvæðið hafi verið í eldri lögum, en með lagabreytingu árið 2015 var skerpt á þessari reglu. „Þetta var þannig að það var of algengt að fasteignasalar rukkuðu þetta umsýslugjald án þess að hafa heimild fyrir því. Einhverjir höfðu þetta í smáa letrinu í kauptilboði, sem er í raun ósanngjarnt því kaupandi vill kaupa eign og hún er bara til sölu á tiltekinni fasteignasölu eða -sölum og hann getur ekki snúið sér annað,“ segir Hildur og bætir við að aldrei hafi verið vafi á því hvort heimild væri fyrir gjaldinu áður, heldur þurfa kaupendur að vera meðvitaðir um gjaldið og að heimilt sé að innheimta það ef kaupandinn samþykkir. „Stóra málið er að það þarf að gera samning, það er mjög brýnt þannig að öllum sé ljóst hvað verið er að gera og um hvað er samið,“ segir Grétar en að sögn hans hefur Félag fasteignasala sent öllum félagsmönnum sínum bréf og áréttað þá skyldu að semja þurfi um gjöldin. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Algengt er að fasteignasalar fái eign til sölumeðferðar og fái greidd sölulaun fyrir vinnu sína en krefji svo kaupanda um þjónustu- og umsýslugjald. Dæmi eru um að gjaldsins sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði. Því getur það komið kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð án þess að hafa vitað af gjaldinu. Gjaldið getur numið allt frá fjörutíu til níutíu þúsunda króna. Það kemur skýrt fram í fasteignakaupalögum að seljandi á að greiða kostnaðinn af vinnu fasteignasalans við sölu fasteignar.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Fréttablaðið/VilhelmFasteignasölur telja sig eiga rétt á þóknun frá kaupanda vegna skyldu þeirra til að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. „Þetta snýr að margháttaðri þjónustu sem fasteignasali þarf að inna af hendi fyrir kaupandann og þá er líka ákaflega mikilvægt að hver og einn geri samning um það,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Þegar fasteignasali tekur að sér að selja fasteign þá semur hann við seljandann. Ef hann hins vegar tekur að sér sérstök verkefni fyrir kaupanda, svo sem þinglýsingu skjala og fleira, verður hann að semja um það sérstaklega. Þetta kemur fram í 9. gr. laga um sölu fasteigna og skipa sem tóku gildi í júlí 2015. Þetta felur í sér að fasteignasali getur ekki innheimt gjald frá kaupanda sem ekki hefur verið samið um.Hildur Ýr Viðarsdóttir héraðsdómslögmaður. Mynd/LandslögHildur Ýr Viðarsdóttir, héraðsdómslögmaður á Landslögum, segir að ákvæðið hafi verið í eldri lögum, en með lagabreytingu árið 2015 var skerpt á þessari reglu. „Þetta var þannig að það var of algengt að fasteignasalar rukkuðu þetta umsýslugjald án þess að hafa heimild fyrir því. Einhverjir höfðu þetta í smáa letrinu í kauptilboði, sem er í raun ósanngjarnt því kaupandi vill kaupa eign og hún er bara til sölu á tiltekinni fasteignasölu eða -sölum og hann getur ekki snúið sér annað,“ segir Hildur og bætir við að aldrei hafi verið vafi á því hvort heimild væri fyrir gjaldinu áður, heldur þurfa kaupendur að vera meðvitaðir um gjaldið og að heimilt sé að innheimta það ef kaupandinn samþykkir. „Stóra málið er að það þarf að gera samning, það er mjög brýnt þannig að öllum sé ljóst hvað verið er að gera og um hvað er samið,“ segir Grétar en að sögn hans hefur Félag fasteignasala sent öllum félagsmönnum sínum bréf og áréttað þá skyldu að semja þurfi um gjöldin.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira