Hæfi en ekki tilviljun réði ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 20:30 Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða segir alla stjórnarmenn nema einn hafa verið sammála um að ráða bæjarstjórann í Bolungarvík í starf forstjóra fyrirtækisins og því hafi verið ástæðulaust að ræða við aðra umsækjendur. Stjórnarmaður sagði af sér vegna ráðningarinnar. Árni Brynjólfsson bóndi í Önundarfirði hefur sagt sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða og Sjálfstæðisflokknum eftir að ákveðið var á símafundi stjórnarinnar á fimmtudag að ráða Elías Jónatansson bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Með því hafi verið farið á skjön við fyrir fram ákveðið ráðningarferli þar sem stjórnin hafi átt að ræða við tvo til fjóra hæfustu umsækjendurna. Aðrir í stjórn fyrirtækisins eru Daníel Jakobsson fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Hólmavík. Viðar Helgason formaður stjórnar er síðan fulltrúi fjármálaráðherra í stjórninni. Bæjarstjórinn í Bolungarvík var ráðinn með öllum atkvæðum nema Árna sem var á móti. „Ég neita því ekki að mér finnst ég finna vonda lykt.“Og þá pólitíska? „Eða einhver önnur lykt sem við getum talað um. Ég er reyndar vanur fjósalykt.“Þannig að þér finnst vera skítalykt af málinu? „Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um það,“ segir Árni og hlær. Formaðurinn segir að nauðsynlegt hafi verið að ganga frá ráðningunni vegna fyrirsjáanlegra fjarveru tveggja stjórnarmanna á næstu vikum. Tveir umsækjendur hafi hentað best í starfið. „Þá var alveg ástæðulaust að lengja það og fara að setja þá upp einhver viðtöl við umsækjendur, ef stjórnin var búin að mynda sér skoðun á málinu,“ segir Viðar. Engum hafi verið hampað eða hafnað á grundvelli flokksskírteina. Stjórnarmenn hafi ýmist verið skipaðir í tíð ráðherra Vinstri grænna, Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokksins. Þannig að þetta er bara ein af þessum skemmtilegum tilviljunum í lífinu? „Þetta er ekki tilviljun. Þetta er niðurstaða á þessu ráðningarmati. Þar var búið að fara í gegnum tuttugu og fimm umsækjendur. Mjög frambærilega umsækjendur. Við höfðum eins og gengur og gerist í því mati skorið þann hóp niður eftir því hvern við teldum henta í starfið. Þetta var niðurstaðan,“ segir Viðar Helgason. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða segir alla stjórnarmenn nema einn hafa verið sammála um að ráða bæjarstjórann í Bolungarvík í starf forstjóra fyrirtækisins og því hafi verið ástæðulaust að ræða við aðra umsækjendur. Stjórnarmaður sagði af sér vegna ráðningarinnar. Árni Brynjólfsson bóndi í Önundarfirði hefur sagt sig úr stjórn Orkubús Vestfjarða og Sjálfstæðisflokknum eftir að ákveðið var á símafundi stjórnarinnar á fimmtudag að ráða Elías Jónatansson bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Með því hafi verið farið á skjön við fyrir fram ákveðið ráðningarferli þar sem stjórnin hafi átt að ræða við tvo til fjóra hæfustu umsækjendurna. Aðrir í stjórn fyrirtækisins eru Daníel Jakobsson fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Hólmavík. Viðar Helgason formaður stjórnar er síðan fulltrúi fjármálaráðherra í stjórninni. Bæjarstjórinn í Bolungarvík var ráðinn með öllum atkvæðum nema Árna sem var á móti. „Ég neita því ekki að mér finnst ég finna vonda lykt.“Og þá pólitíska? „Eða einhver önnur lykt sem við getum talað um. Ég er reyndar vanur fjósalykt.“Þannig að þér finnst vera skítalykt af málinu? „Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um það,“ segir Árni og hlær. Formaðurinn segir að nauðsynlegt hafi verið að ganga frá ráðningunni vegna fyrirsjáanlegra fjarveru tveggja stjórnarmanna á næstu vikum. Tveir umsækjendur hafi hentað best í starfið. „Þá var alveg ástæðulaust að lengja það og fara að setja þá upp einhver viðtöl við umsækjendur, ef stjórnin var búin að mynda sér skoðun á málinu,“ segir Viðar. Engum hafi verið hampað eða hafnað á grundvelli flokksskírteina. Stjórnarmenn hafi ýmist verið skipaðir í tíð ráðherra Vinstri grænna, Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokksins. Þannig að þetta er bara ein af þessum skemmtilegum tilviljunum í lífinu? „Þetta er ekki tilviljun. Þetta er niðurstaða á þessu ráðningarmati. Þar var búið að fara í gegnum tuttugu og fimm umsækjendur. Mjög frambærilega umsækjendur. Við höfðum eins og gengur og gerist í því mati skorið þann hóp niður eftir því hvern við teldum henta í starfið. Þetta var niðurstaðan,“ segir Viðar Helgason.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira