Lítil sem engin fræðsla um barnavernd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Margir starfsmenn í leikskólum þekkja ekki hvernig barnaverndarnefndir starfa og líta á þær sem "grýlur“. vísir/Vilhelm Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók viðtöl við leikskólastjóra og leikskólakennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barnaverndarmál til starfsmanna leikskóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skátahreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barnaverndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfsmenn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé tilkynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna.Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri Fréttablaðið/VilhelmLinda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að tilkynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskólakennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt vanrækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru foreldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgnana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók viðtöl við leikskólastjóra og leikskólakennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barnaverndarmál til starfsmanna leikskóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skátahreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barnaverndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfsmenn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé tilkynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna.Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri Fréttablaðið/VilhelmLinda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að tilkynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskólakennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt vanrækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru foreldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgnana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira