Lítil sem engin fræðsla um barnavernd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Margir starfsmenn í leikskólum þekkja ekki hvernig barnaverndarnefndir starfa og líta á þær sem "grýlur“. vísir/Vilhelm Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók viðtöl við leikskólastjóra og leikskólakennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barnaverndarmál til starfsmanna leikskóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skátahreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barnaverndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfsmenn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé tilkynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna.Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri Fréttablaðið/VilhelmLinda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að tilkynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskólakennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt vanrækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru foreldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgnana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“ Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók viðtöl við leikskólastjóra og leikskólakennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barnaverndarmál til starfsmanna leikskóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skátahreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barnaverndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfsmenn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé tilkynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna.Linda Hrönn Þórisdóttir leikskólastjóri Fréttablaðið/VilhelmLinda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að tilkynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskólakennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt vanrækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru foreldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgnana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira