Þöggun Pétur Haukur Jóhannsson skrifar 17. mars 2016 10:30 Ég velti því fyrir mér hve margir hugsi sig tíu sinnum um áður en þeir birta skoðanir sínar á samfélagsmiðlum, ef þær kunna að skarast á við skoðanir rétthugsandi einstaklinga. Internetið getur nefnilega virkað eins og svarthol. Þú sendir frá þér óvinsæla skoðun, og ekki aðeins hugmyndir þínar heldur þú sjálfur sogast inn í það og sundrast. Mannorðið hrökklast í burtu og öllum virðist skítsama um þig. Ég tel ekki þörf á að rökstyðja þetta með dæmum, enda vitum við öll hvernig „virkur í athugasemdum“ hagar sér. Þetta veldur því að ekki eins fjölbreyttar skoðanir komast upp á yfirborðið. Margir veigra sér við að segja frá því sem þeim ber í brjósti, af ótta við að fá heygaffalinn upp um endaþarminn og mögulega missa einhverja rétthugsandi vini af Facebook. Margar skoðanir eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. En við viljum frekar fá þær upp á yfirborðið til að geta rökrætt þær heldur en að fólk byrgi þær inni í sér og heyri aldrei mótrök gegn þeim. Og þegar ég “tala” um mótrök, þá er ég ekki að meina persónulegar árásir. Ástandið er orðið svo slæmt að fjölmiðlar veigra sér stundum við að segja frá öllum sannleikanum. S.b.r. kynferðisbrotin í Köln, og í fleiri borgum Þýskalands síðustu áramót, þá voru nokkrir fjölmiðlar þar í landi tregir við að fjalla um málin af ótta við að ala á hatri gegn hælisleitendum. Það er bagalegt ef fjölmiðlar eru orðnir svo meðvirkir með þessari pólitísku rétthugsun að þeir þori ekki að fjalla um það sem er að gerast. Fólk þorir varla lengur að gagnrýna Íslam. Múhameð er ekki aðeins heilagur fyrir þá sem trúa á hann, heldur einnig fyrir þá sem hafa teygt hugtakið mannvinur það langt að það megi ekki tala illa um hann eða teikna skopmyndir af honum, því þá sé verið að ráðast á minnihlutahóp. Þú mátt svo sem teikna Jesú í allskonar stellingum, færa rök fyrir því að hann sé ekki sonur guðs en málfrelsið hættir rétt áður en röðin kemur að Múhameð spámanni. Orðið rasisti hefur óspart verið kastað fram til þess að komast hjá óþægilegri umræðu. Ég veit ekki um betri leið til að kaffæra rökræðum heldur en að kalla mótherjann rasista. Það vill enginn fá þann stimpil á sig. Um leið og einhver fær hann, þá þarf hann að eyða tíma og orku í að sannfæra alla að hann sé ekki rasisti, því við nánari athugun er hann það oftast ekki. Það sem hefðu getað verið líflegar rökræður eru þá orðnar að einhverju allt öðru. Ég vil meina að rasista stimpillinn sé megin ástæða fyrir því að fólk þori ekki að tjá sig um ákveðin málefni. Það er auðvitað mun þægilegra að hafa „já“ fólk í kring um sig frekar en einhverja vitleysinga sem eru ekki sammála manni. Þægilegra að þagga niður óþægileg umræðuefni frekar en rökræða. M.ö.o þá er lang best að útiloka vitleysingana algjörlega, hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég velti því fyrir mér hve margir hugsi sig tíu sinnum um áður en þeir birta skoðanir sínar á samfélagsmiðlum, ef þær kunna að skarast á við skoðanir rétthugsandi einstaklinga. Internetið getur nefnilega virkað eins og svarthol. Þú sendir frá þér óvinsæla skoðun, og ekki aðeins hugmyndir þínar heldur þú sjálfur sogast inn í það og sundrast. Mannorðið hrökklast í burtu og öllum virðist skítsama um þig. Ég tel ekki þörf á að rökstyðja þetta með dæmum, enda vitum við öll hvernig „virkur í athugasemdum“ hagar sér. Þetta veldur því að ekki eins fjölbreyttar skoðanir komast upp á yfirborðið. Margir veigra sér við að segja frá því sem þeim ber í brjósti, af ótta við að fá heygaffalinn upp um endaþarminn og mögulega missa einhverja rétthugsandi vini af Facebook. Margar skoðanir eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. En við viljum frekar fá þær upp á yfirborðið til að geta rökrætt þær heldur en að fólk byrgi þær inni í sér og heyri aldrei mótrök gegn þeim. Og þegar ég “tala” um mótrök, þá er ég ekki að meina persónulegar árásir. Ástandið er orðið svo slæmt að fjölmiðlar veigra sér stundum við að segja frá öllum sannleikanum. S.b.r. kynferðisbrotin í Köln, og í fleiri borgum Þýskalands síðustu áramót, þá voru nokkrir fjölmiðlar þar í landi tregir við að fjalla um málin af ótta við að ala á hatri gegn hælisleitendum. Það er bagalegt ef fjölmiðlar eru orðnir svo meðvirkir með þessari pólitísku rétthugsun að þeir þori ekki að fjalla um það sem er að gerast. Fólk þorir varla lengur að gagnrýna Íslam. Múhameð er ekki aðeins heilagur fyrir þá sem trúa á hann, heldur einnig fyrir þá sem hafa teygt hugtakið mannvinur það langt að það megi ekki tala illa um hann eða teikna skopmyndir af honum, því þá sé verið að ráðast á minnihlutahóp. Þú mátt svo sem teikna Jesú í allskonar stellingum, færa rök fyrir því að hann sé ekki sonur guðs en málfrelsið hættir rétt áður en röðin kemur að Múhameð spámanni. Orðið rasisti hefur óspart verið kastað fram til þess að komast hjá óþægilegri umræðu. Ég veit ekki um betri leið til að kaffæra rökræðum heldur en að kalla mótherjann rasista. Það vill enginn fá þann stimpil á sig. Um leið og einhver fær hann, þá þarf hann að eyða tíma og orku í að sannfæra alla að hann sé ekki rasisti, því við nánari athugun er hann það oftast ekki. Það sem hefðu getað verið líflegar rökræður eru þá orðnar að einhverju allt öðru. Ég vil meina að rasista stimpillinn sé megin ástæða fyrir því að fólk þori ekki að tjá sig um ákveðin málefni. Það er auðvitað mun þægilegra að hafa „já“ fólk í kring um sig frekar en einhverja vitleysinga sem eru ekki sammála manni. Þægilegra að þagga niður óþægileg umræðuefni frekar en rökræða. M.ö.o þá er lang best að útiloka vitleysingana algjörlega, hvernig sem er.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar