Ljósið hlýtur Samfélagsverðlaunin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2016 06:00 Sigurvegarar Starfsmenn Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, fengu Samfélagsverðlaunin í ár. Vísir/Stefán Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Ljósinu verðlaunagrip og 1,2 milljónir í verðlaunafé. Fréttablaðið/Stefán Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2016. Samfélagsverðlaunin eru veitt samtökum sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.Allir sigurvegarar og tilnefndir Hátt í 300 tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins bárust í ár. Allir sigurvegarar og tilnefndir fóru heim með góðar gjafir og viðurkenningar. Fréttablaðið/StefánForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Samfélagsverðlaunin sem veitt voru í ellefta sinn í gær. Verðlaunaféð er 1,2 milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Frú Ragnheiður, sem er verkefni Rauða krossins. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu. Góðgerðarfélagið Thorvaldsensfélagið, sem hefur starfað frá 1875, var einnig tilnefnt.Hvunndagshetjur Þrír voru tilnefndir í flokki Hvunndagshetjunnar. Draumasetrið – áfangaheimili bar sigur úr býtum. Fréttablaðið/StefánÍ flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið hjá sundfélaginu Óðni. Fyrstu árin sinnti hún sundþjálfuninni í sjálfboðavinnu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Marita fræðslan, sem er fræðslustarf fyrir börn og fullorðna um forvarnir gegn vímuefnum og áfengisneyslu, og Ólöf Kristín Sívertsen, grunnskólakennari og lýðheilsufræðingur. Hún er helsti hvatamaður þess að Mosfellsbær varð fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan hlaut Draumasetrið sem hjónin Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir reka. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út í samfélagið á ný. Hlín Baldvinsdóttir var tilnefnd í þessum flokki fyrir mannúðarstörf á innlendum og erlendum vettvangi í nær tvo áratugi. Hermann Ragnarsson var tilnefndur fyrir hetjulega baráttu fyrir tvær albanskar flóttafjölskyldur. Sólveig Sigurðardóttir hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum fyrir starf sitt við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Fréttasíðan Iceland News Polska var tilnefnd í þessum flokki. Fréttasíðan miðlar fréttum af daglegu lífi á Íslandi auk þess að miðla upplýsingum um íslenska siði, venjur og hefðir til lesenda. Tilnefningu hlaut einnig Tara Ösp Tjörvarsdóttir og átakið #égerekkitabú, sem opnaði á umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Átakið fór af stað með grein Töru Aspar.Gegn fordómum Vefsíðan Iceland News Polska, átakið #égerekkitabú og Sólveig Sigurðardóttur voru tilnefnd í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin. Fréttablaðið/StefánHeiðursverðlaunin að þessu sinni hlaut kynningar- og fjáröflunarátakið Á allra vörum. Frá árinu 2008 hafa þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Formaður dómnefndar var Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. Aðrir í dómnefnd voru Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum. Dómnefnd tilnefndi þrjá í hverjum flokki nema í flokki Heiðursverðlauna. Þar var einn tilnefndur. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Ljósinu verðlaunagrip og 1,2 milljónir í verðlaunafé. Fréttablaðið/Stefán Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2016. Samfélagsverðlaunin eru veitt samtökum sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.Allir sigurvegarar og tilnefndir Hátt í 300 tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins bárust í ár. Allir sigurvegarar og tilnefndir fóru heim með góðar gjafir og viðurkenningar. Fréttablaðið/StefánForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Samfélagsverðlaunin sem veitt voru í ellefta sinn í gær. Verðlaunaféð er 1,2 milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Frú Ragnheiður, sem er verkefni Rauða krossins. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu. Góðgerðarfélagið Thorvaldsensfélagið, sem hefur starfað frá 1875, var einnig tilnefnt.Hvunndagshetjur Þrír voru tilnefndir í flokki Hvunndagshetjunnar. Draumasetrið – áfangaheimili bar sigur úr býtum. Fréttablaðið/StefánÍ flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið hjá sundfélaginu Óðni. Fyrstu árin sinnti hún sundþjálfuninni í sjálfboðavinnu. Aðrir tilnefndir í þessum flokki voru Marita fræðslan, sem er fræðslustarf fyrir börn og fullorðna um forvarnir gegn vímuefnum og áfengisneyslu, og Ólöf Kristín Sívertsen, grunnskólakennari og lýðheilsufræðingur. Hún er helsti hvatamaður þess að Mosfellsbær varð fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan hlaut Draumasetrið sem hjónin Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir reka. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út í samfélagið á ný. Hlín Baldvinsdóttir var tilnefnd í þessum flokki fyrir mannúðarstörf á innlendum og erlendum vettvangi í nær tvo áratugi. Hermann Ragnarsson var tilnefndur fyrir hetjulega baráttu fyrir tvær albanskar flóttafjölskyldur. Sólveig Sigurðardóttir hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum fyrir starf sitt við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Fréttasíðan Iceland News Polska var tilnefnd í þessum flokki. Fréttasíðan miðlar fréttum af daglegu lífi á Íslandi auk þess að miðla upplýsingum um íslenska siði, venjur og hefðir til lesenda. Tilnefningu hlaut einnig Tara Ösp Tjörvarsdóttir og átakið #égerekkitabú, sem opnaði á umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi. Átakið fór af stað með grein Töru Aspar.Gegn fordómum Vefsíðan Iceland News Polska, átakið #égerekkitabú og Sólveig Sigurðardóttur voru tilnefnd í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin. Fréttablaðið/StefánHeiðursverðlaunin að þessu sinni hlaut kynningar- og fjáröflunarátakið Á allra vörum. Frá árinu 2008 hafa þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Formaður dómnefndar var Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. Aðrir í dómnefnd voru Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum. Dómnefnd tilnefndi þrjá í hverjum flokki nema í flokki Heiðursverðlauna. Þar var einn tilnefndur.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira