Nýtt tækifæri til að efla lýðræðið Antoni Abat i Ninet skrifar 18. mars 2016 00:00 Þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar lögðust gegn stjórnarskrá sem samin var með aðkomu þjóðarinnar töldu sumir að nú væri öllu lokið, að sumir hlutir væru einfaldlega þess eðlis að ekki væri tækt að hleypa leikmönnum í einhvers konar tilraunastarfsemi með þá. Sannleikurinn er hins vegar sá, að vegna þess mikla pólitíska vægis sem stjórnarskrá hefur, verður ekki vikist undan því að þjóðin, raunverulegur valdhafi, samþykki hana. Í lýðræðisríkjum á borð við Ísland er það þjóðin (íbúar Íslands) sem ræður því fyrst og síðast hvaða stjórnmálakerfi hún vill búa við, og eru örlög nýrrar stjórnarskrár ekki undantekning frá þeirri reglu. Lýðræðið er alltaf háð vilja þjóðar. Það virðist útilokað að læsa niður í glatkistu eða svæfa það sem þjóðarviljinn hefur úrskurðað, í landi þar sem svo góð reynsla fékkst af beinum afskiptum borgaranna við að móta valda- og efnahagskerfinu nýja stefnu. Frá lagalegu og stjórnmálalegu sjónarhorni hefur sú opna og gegnsæja aðferð, sem notuð var á Íslandi við gerð nýrrar stjórnarskrár, vakið athygli fjölda sérfræðinga, háskóla og samfélaga, og nú er fylgst með möguleikanum á því að slíkri aðferð verði beitt á ný. Það er byltingarkennd aðferð að fela þjóðinni að semja stjórnarskrá, en vandinn er sá að ekki eru til hliðstæð dæmi til samanburðar. Það er líka afrek að láta ferlið ganga upp, og í framtíðinni verður litið til reynslu Íslands þegar unnið verður að stjórnarskrám um veröld víða. Engum dettur í hug að þetta byltingarkennda ferli, sem Íslendingar áttu frumkvæðið að, verði auðvelt viðfangs, og fram undan eru ýmsir farartálmar, en þegar upp er staðið er það vilji fólksins sem skiptir sköpum í lýðræðisríki. Sé það vilji Íslendinga að leggja til grundvallar stjórnarskrárdrögin sem þjóðin samdi getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svo verði. Fyrr eða síðar verður sá texti samþykktur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar lögðust gegn stjórnarskrá sem samin var með aðkomu þjóðarinnar töldu sumir að nú væri öllu lokið, að sumir hlutir væru einfaldlega þess eðlis að ekki væri tækt að hleypa leikmönnum í einhvers konar tilraunastarfsemi með þá. Sannleikurinn er hins vegar sá, að vegna þess mikla pólitíska vægis sem stjórnarskrá hefur, verður ekki vikist undan því að þjóðin, raunverulegur valdhafi, samþykki hana. Í lýðræðisríkjum á borð við Ísland er það þjóðin (íbúar Íslands) sem ræður því fyrst og síðast hvaða stjórnmálakerfi hún vill búa við, og eru örlög nýrrar stjórnarskrár ekki undantekning frá þeirri reglu. Lýðræðið er alltaf háð vilja þjóðar. Það virðist útilokað að læsa niður í glatkistu eða svæfa það sem þjóðarviljinn hefur úrskurðað, í landi þar sem svo góð reynsla fékkst af beinum afskiptum borgaranna við að móta valda- og efnahagskerfinu nýja stefnu. Frá lagalegu og stjórnmálalegu sjónarhorni hefur sú opna og gegnsæja aðferð, sem notuð var á Íslandi við gerð nýrrar stjórnarskrár, vakið athygli fjölda sérfræðinga, háskóla og samfélaga, og nú er fylgst með möguleikanum á því að slíkri aðferð verði beitt á ný. Það er byltingarkennd aðferð að fela þjóðinni að semja stjórnarskrá, en vandinn er sá að ekki eru til hliðstæð dæmi til samanburðar. Það er líka afrek að láta ferlið ganga upp, og í framtíðinni verður litið til reynslu Íslands þegar unnið verður að stjórnarskrám um veröld víða. Engum dettur í hug að þetta byltingarkennda ferli, sem Íslendingar áttu frumkvæðið að, verði auðvelt viðfangs, og fram undan eru ýmsir farartálmar, en þegar upp er staðið er það vilji fólksins sem skiptir sköpum í lýðræðisríki. Sé það vilji Íslendinga að leggja til grundvallar stjórnarskrárdrögin sem þjóðin samdi getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svo verði. Fyrr eða síðar verður sá texti samþykktur.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar