Söfnum í sjóð: Heilaforði - hugrænn forði María K. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2016 00:00 Árið 1989 birtist rannsókn sem vakti mikla athygli og átti eftir að efla skilning okkar á Alzheimer sjúkdóminum. Í rannsókninni kom í ljós að konur, sem við krufningu reyndust hafa umtalsverð merki Alzheimer sjúkdóms í heila, höfðu engu að síður verið við góða hugræna heilsu áður en þær létust. Nýrri rannsóknir hafa oftsinnis staðfest að þrátt fyrir merki um Alzheimer sjúkdóm í heila getur fólk haft eðlilega vitræna getu og að ekki er beint samband milli ástands heilans og hugrænnar skerðingar. Til að skýra þetta misræmi milli sjúkleika í heila og hugræns heilbrigðis urðu til hugtökin heilaforði og hugrænn forði (e. brain/cognitive reserve) sem oft eru notuð jöfnum höndum. Þeir sem hafa mikinn heilaforða eru taldir hafa aukið sjúkdómsviðnám og sýna einkenni heilabilunar seinna í sjúkdómsferlinu en þeir sem hafa minna viðnám, eða minni heilaforða. Einföld framsetning á því hvað heilaforði er, er að heilaforði er það sem kemur út úr öllu því góða sem við höfum lagt inn í heilsubankann að frádregnu því hnjaski sem heilinn getur orðið fyrir á langri ævi, til dæmis vegna sjúkdóma, slysa eða óheilbrigðra lifnaðarhátta. Flestar fræðigreinar sem skrifaðar hafa verið um hugtakið heilaforði tengjast heilabilun, til dæmis Alzheimer sjúkdómi, en þetta hugtak á einnig við í öðrum tilvikum. Eftir því sem heilinn er í betra ástandi, því betur getum við tekist á við ýmsa sjúkdóma sem ógna starfsemi hans. En hvað er það sem eykur heilahreysti og þar með hugrænan forða? Margar áhorfsrannsóknir, þar sem skoðuð eru tengsl heilabilunar og ýmissa þátta hafa leitt í ljós að þeir sem hafa langa formlega menntun sýna merki heilabilunar síðar í sjúkdómsferlinu en þeir sem minni menntun hafa. En það er ekki bara formleg skólaganga sem skiptir máli. Annars konar nám, fjölbreytt áhugamál, regluleg hreyfing af hæfilegri ákefð, almenn virkni og nýjungagirni verndar einstaklinga einnig gegn heilabilun. Sama máli gegnir um það að halda sykursýki, háþrýstingi og öðrum vágestum frá með hollum lifnaðarháttum og viðeigandi meðferð. Það að forðast streitu, sofa vel og hugsa að andlegri heilsu stuðlar líka að heilahreysti og að því að varðveita þann heilaforða sem við höfum. Það er ekki svo að þeir sem hafa mikinn heilaforða fái ekki heilabilun. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í sama mæli í heila þeirra og hjá þeim sem hafa minni heilaforða en heilinn þolir betur meinið. Þetta er meðal annars talið vera vegna þess að tengingar milli taugafruma eru fleiri og að viðkomandi einstaklingur vinnur hugræn verk á skilvirkari hátt. Þetta viðnám dugar þó bara upp að ákveðnu marki og þegar ákveðnum þröskuldi er náð bresta allar varnir og þá geta einkennin komið mjög skyndilega og hratt fram. Það er lífstíðarverkefni að huga að heilahreysti, líkt og öllu öðru heilbrigði. Komum út í plús! Hugum að heilahreysti alla daga, allt okkar líf. Það gildir um heilaforða eins og annað: það eyðist sem af er tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1989 birtist rannsókn sem vakti mikla athygli og átti eftir að efla skilning okkar á Alzheimer sjúkdóminum. Í rannsókninni kom í ljós að konur, sem við krufningu reyndust hafa umtalsverð merki Alzheimer sjúkdóms í heila, höfðu engu að síður verið við góða hugræna heilsu áður en þær létust. Nýrri rannsóknir hafa oftsinnis staðfest að þrátt fyrir merki um Alzheimer sjúkdóm í heila getur fólk haft eðlilega vitræna getu og að ekki er beint samband milli ástands heilans og hugrænnar skerðingar. Til að skýra þetta misræmi milli sjúkleika í heila og hugræns heilbrigðis urðu til hugtökin heilaforði og hugrænn forði (e. brain/cognitive reserve) sem oft eru notuð jöfnum höndum. Þeir sem hafa mikinn heilaforða eru taldir hafa aukið sjúkdómsviðnám og sýna einkenni heilabilunar seinna í sjúkdómsferlinu en þeir sem hafa minna viðnám, eða minni heilaforða. Einföld framsetning á því hvað heilaforði er, er að heilaforði er það sem kemur út úr öllu því góða sem við höfum lagt inn í heilsubankann að frádregnu því hnjaski sem heilinn getur orðið fyrir á langri ævi, til dæmis vegna sjúkdóma, slysa eða óheilbrigðra lifnaðarhátta. Flestar fræðigreinar sem skrifaðar hafa verið um hugtakið heilaforði tengjast heilabilun, til dæmis Alzheimer sjúkdómi, en þetta hugtak á einnig við í öðrum tilvikum. Eftir því sem heilinn er í betra ástandi, því betur getum við tekist á við ýmsa sjúkdóma sem ógna starfsemi hans. En hvað er það sem eykur heilahreysti og þar með hugrænan forða? Margar áhorfsrannsóknir, þar sem skoðuð eru tengsl heilabilunar og ýmissa þátta hafa leitt í ljós að þeir sem hafa langa formlega menntun sýna merki heilabilunar síðar í sjúkdómsferlinu en þeir sem minni menntun hafa. En það er ekki bara formleg skólaganga sem skiptir máli. Annars konar nám, fjölbreytt áhugamál, regluleg hreyfing af hæfilegri ákefð, almenn virkni og nýjungagirni verndar einstaklinga einnig gegn heilabilun. Sama máli gegnir um það að halda sykursýki, háþrýstingi og öðrum vágestum frá með hollum lifnaðarháttum og viðeigandi meðferð. Það að forðast streitu, sofa vel og hugsa að andlegri heilsu stuðlar líka að heilahreysti og að því að varðveita þann heilaforða sem við höfum. Það er ekki svo að þeir sem hafa mikinn heilaforða fái ekki heilabilun. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í sama mæli í heila þeirra og hjá þeim sem hafa minni heilaforða en heilinn þolir betur meinið. Þetta er meðal annars talið vera vegna þess að tengingar milli taugafruma eru fleiri og að viðkomandi einstaklingur vinnur hugræn verk á skilvirkari hátt. Þetta viðnám dugar þó bara upp að ákveðnu marki og þegar ákveðnum þröskuldi er náð bresta allar varnir og þá geta einkennin komið mjög skyndilega og hratt fram. Það er lífstíðarverkefni að huga að heilahreysti, líkt og öllu öðru heilbrigði. Komum út í plús! Hugum að heilahreysti alla daga, allt okkar líf. Það gildir um heilaforða eins og annað: það eyðist sem af er tekið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar