Vegleg verðlaun eru í boði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2016 09:30 Sigurlaug Guðrún er á öðru ári í tölvunarverkfræði í HR. Vísir/Vilhelm „Keppnin er ætluð nemendum í framhaldsskólum sem eru að læra forritun. Hún hefur sjö sinnum verið haldin áður en þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú, 130 talsins. Þeir eru af báðum kynjum en strákarnir samt mun fleiri en stelpurnar,“ segir Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, 22 ára nemi í hugbúnaðarverkfræði í HR. Þar er hún að ljúka öðru ári og stefnir á skiptinám við DTU í Danmörku næsta vetur. Sigurlaug er líka formaður Systra sem er félag kvenna í tölvunarfræði í HR og var stofnað árið 2013. Núna eru stelpur fjórðungur nemenda í deildinni, Sigurlaug segir þeim hafa fjölgað um helming á fáum árum. „Heimurinn þarf á konum að halda í þessu fagi, enda eykst þörfin á menntuðu fólki í forritun stöðugt og það væri synd ef helmingur mannkyns íhugaði ekki nám í þeirri grein. Svo eru góð laun í boði og fjölbreytileiki í starfinu.“ Forritunarkeppnin er nú um helgina á vegum tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og þetta árið fer hún einnig fram á Akureyri. Skyldi Sigurlaug hafa tekið þátt í slíkri keppni á sínum tíma? „Nei, ég pældi ekkert í því þegar ég var í menntaskóla að fara í þetta nám, því miður. En ég hvet framhaldsskólanema til að taka þátt í keppninni. Við erum með tvær deildir, aðra fyrir byrjendur og hina lengra komna. Vegleg verðlaun eru í boði, vinningsliðinu stendur meðal annars til boða niðurfelling skólagjalda á fyrstu önn við tölvunarfræðideild HR.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Keppnin er ætluð nemendum í framhaldsskólum sem eru að læra forritun. Hún hefur sjö sinnum verið haldin áður en þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú, 130 talsins. Þeir eru af báðum kynjum en strákarnir samt mun fleiri en stelpurnar,“ segir Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, 22 ára nemi í hugbúnaðarverkfræði í HR. Þar er hún að ljúka öðru ári og stefnir á skiptinám við DTU í Danmörku næsta vetur. Sigurlaug er líka formaður Systra sem er félag kvenna í tölvunarfræði í HR og var stofnað árið 2013. Núna eru stelpur fjórðungur nemenda í deildinni, Sigurlaug segir þeim hafa fjölgað um helming á fáum árum. „Heimurinn þarf á konum að halda í þessu fagi, enda eykst þörfin á menntuðu fólki í forritun stöðugt og það væri synd ef helmingur mannkyns íhugaði ekki nám í þeirri grein. Svo eru góð laun í boði og fjölbreytileiki í starfinu.“ Forritunarkeppnin er nú um helgina á vegum tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og þetta árið fer hún einnig fram á Akureyri. Skyldi Sigurlaug hafa tekið þátt í slíkri keppni á sínum tíma? „Nei, ég pældi ekkert í því þegar ég var í menntaskóla að fara í þetta nám, því miður. En ég hvet framhaldsskólanema til að taka þátt í keppninni. Við erum með tvær deildir, aðra fyrir byrjendur og hina lengra komna. Vegleg verðlaun eru í boði, vinningsliðinu stendur meðal annars til boða niðurfelling skólagjalda á fyrstu önn við tölvunarfræðideild HR.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira