Með höfðagaflinn út að Grensásvegi 1. mars 2016 07:00 Ég bý í blokkinni á horni Grensásvegar og Hæðargarðs – blokk sem stundum er kölluð Kardimommubærinn. Svefnherbergið okkar snýr út að Grensásveginum austanmegin. Ég hef því fylgst grannt með umræðunni í fjölmiðlum um fyrirhugaða fækkun akreina á Grensásvegi úr fjórum í tvær. Af þessu tilefni langar mig til þess að segja ykkur aðeins frá því hvernig nábýlið við þennan veg er, eins og þetta blasir við mér. Ég er meðal þeirra sem eru að reyna að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr mengun og fer því flestra minna leiða gangandi. Ferðir mínar byrja því gjarnan á gangstéttinni austanmegin. Mér finnst stundum strætisvagnarnir strjúkast við mig þegar þeir aka niður götuna og ég reyni alltaf að komast sem fyrst yfir götuna, þar sem ástandið fyrir gangandi vegfarendur er aðeins skárra. Þegar snjóar er gangstéttin okkar oft ófær dögum saman þar sem mokstursbílarnir þeyta snjónum upp á hana. Þá er eina ráðið að ganga eftir götunni sjálfri, sem gefur auga leið að er ekki hættulaust. Ég er líka ein þeirra sem byrja alla daga á því að fara í sturtu. Stóran hluta ársins gæti ég alveg sleppt þessari vatnsnotkun og skroppið bara út á örmjóa gangstéttina fyrir utan heimili okkar og fengið baðið þar, þegar bílarnir æða fram hjá í slabbinu. Blokkin okkar stendur efst á hæðinni og það er greinilega gefandi að gefa hraustlega í bæði á leiðinni upp og niður þennan hluta Grensásvegarins. Ég leyfi mér að fullyrða að umferðarhraðinn þarna fer oft upp fyrir leyfilegt hámark í íbúðarhverfi. Þetta virðist vera nokkurs konar rallýgata. Á þeim 10 árum sem við höfum búið þarna hef ég endurtekið komið að bílum með afturhlutann upp í loft og með húddið inni í húsagörðum nágrannanna neðar í götunni. Gapandi sár á grindverki blasir þessa dagana við eftir slíkt óhapp. Ég á barnabörn sem koma oft í heimsókn. Ég er alltaf með lífið í lúkunum af ótta við að sá yngri sleppi út á gangstéttina, og verði keyrður þar niður af hjóli á fljúgandi ferð eða fari út á götuna þar sem umferðarþunginn er mikill allan sólarhringinn. Reykjavíkurborg hefur verið að gera flotta hluti varðandi skipulag hjólastíga og gönguleiða um borgina á undanförnum árum, sem falla vel að þeim ákvörðunum sem voru teknar i París á dögunum. Þessi ákvörðun um Grensásveginn er í fullu samræmi við nýtt aðalskipulag borgarinnar þar sem lögð er áhersla á vistvæna samgöngumáta og að gera göturnar í borginni vistvænni, öruggari og fallegri. Ég hlakka til þess að ganga niður Grensásveginn þegar framkvæmdum verður lokið og við gangandi vegfarendur höfum örugga braut fyrir okkur, hjólreiðamenn sitt rými og bílarnir sitt, eina akrein í hvora átt. Ég veit að ég er ekki ein um það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég bý í blokkinni á horni Grensásvegar og Hæðargarðs – blokk sem stundum er kölluð Kardimommubærinn. Svefnherbergið okkar snýr út að Grensásveginum austanmegin. Ég hef því fylgst grannt með umræðunni í fjölmiðlum um fyrirhugaða fækkun akreina á Grensásvegi úr fjórum í tvær. Af þessu tilefni langar mig til þess að segja ykkur aðeins frá því hvernig nábýlið við þennan veg er, eins og þetta blasir við mér. Ég er meðal þeirra sem eru að reyna að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr mengun og fer því flestra minna leiða gangandi. Ferðir mínar byrja því gjarnan á gangstéttinni austanmegin. Mér finnst stundum strætisvagnarnir strjúkast við mig þegar þeir aka niður götuna og ég reyni alltaf að komast sem fyrst yfir götuna, þar sem ástandið fyrir gangandi vegfarendur er aðeins skárra. Þegar snjóar er gangstéttin okkar oft ófær dögum saman þar sem mokstursbílarnir þeyta snjónum upp á hana. Þá er eina ráðið að ganga eftir götunni sjálfri, sem gefur auga leið að er ekki hættulaust. Ég er líka ein þeirra sem byrja alla daga á því að fara í sturtu. Stóran hluta ársins gæti ég alveg sleppt þessari vatnsnotkun og skroppið bara út á örmjóa gangstéttina fyrir utan heimili okkar og fengið baðið þar, þegar bílarnir æða fram hjá í slabbinu. Blokkin okkar stendur efst á hæðinni og það er greinilega gefandi að gefa hraustlega í bæði á leiðinni upp og niður þennan hluta Grensásvegarins. Ég leyfi mér að fullyrða að umferðarhraðinn þarna fer oft upp fyrir leyfilegt hámark í íbúðarhverfi. Þetta virðist vera nokkurs konar rallýgata. Á þeim 10 árum sem við höfum búið þarna hef ég endurtekið komið að bílum með afturhlutann upp í loft og með húddið inni í húsagörðum nágrannanna neðar í götunni. Gapandi sár á grindverki blasir þessa dagana við eftir slíkt óhapp. Ég á barnabörn sem koma oft í heimsókn. Ég er alltaf með lífið í lúkunum af ótta við að sá yngri sleppi út á gangstéttina, og verði keyrður þar niður af hjóli á fljúgandi ferð eða fari út á götuna þar sem umferðarþunginn er mikill allan sólarhringinn. Reykjavíkurborg hefur verið að gera flotta hluti varðandi skipulag hjólastíga og gönguleiða um borgina á undanförnum árum, sem falla vel að þeim ákvörðunum sem voru teknar i París á dögunum. Þessi ákvörðun um Grensásveginn er í fullu samræmi við nýtt aðalskipulag borgarinnar þar sem lögð er áhersla á vistvæna samgöngumáta og að gera göturnar í borginni vistvænni, öruggari og fallegri. Ég hlakka til þess að ganga niður Grensásveginn þegar framkvæmdum verður lokið og við gangandi vegfarendur höfum örugga braut fyrir okkur, hjólreiðamenn sitt rými og bílarnir sitt, eina akrein í hvora átt. Ég veit að ég er ekki ein um það!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar