Snúa aftur eftir ár í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2016 15:45 Scott Kelly og Mikhail Kornienko. Mynd/NASA Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko munu koma til jarðarinnar í nótt eftir að hafa varið tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni. Scott Kelly hefur sjálfur líkt tímanum í geimnum við það að hafa verið í útilegu, án rennandi vatns í eitt ár. Í heildina munu þeir Kelly og Kornienko hafa verið 340 daga út í geimnum, en tilefni lengd ferðar þeirra er að rannsaka áhrif slíkrar langvarandi veru í geimnum á líkamann. Rannsóknin er hluti af því verkefni að senda mannaða geimflaug til Mars. Það ferðalag myndi taka um 30 mánuði.Scott Kelly er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera svo lengi í geimnum en á árunum 1987 til 1995 voru fjórir Rússar lengur en eitt ár á braut um jörðu. Venjan er að geimfarar séu í um hálft ár um borð í geimstöðinni. En lengri vera en það hefur slæm áhrif á líkama geimfara. Sjón hefur versnað hjá þriðjungi bandarískra geimfara. Þegar geimfarar eru lengi í geimnum breytir augað lítillega um lögun. Talið er líklegt að það gerist vegna breytinga á vökvadreifingu líkamans í þyngdarleysi. Bein rýrna, hjörtu missa styrk, jafnvægisskyn breytist og margt fleira. Auk líkamlegra breytinga vilja Bandaríkjamenn og Rússar kanna hvaða sálfræðilegu áhrif ársvera í geimnum hefur á geimfara.Sjálfur hefur Kelly sagt að sjón sín hafi breyst út í geimi, en annars sé bæði líkami hans og hugur í góðu ástandi. Hann gæti jafnvel verið eitt ár í viðbót um borð í geimstöðinni. Hins vegar hafi viðskilnaður hans og fjölskyldu hans verið erfiður. Þá segir hann að síðast þegar hann hafi verið um borð í geimstöðinni, í tæpt hálft ár, þá hafi hann verið mun spenntari fyrir því að komast aftur til jarðarinnar. Sérstaklega þar sem mágkona hans, þingkonan Gabrielle Giffords, hafði verið skotin ásamt átján öðrum tveimur mánuðum áður. Hér má sjá Scott Kelly ræða um geimferðina löngu.Geimfararnir um borð í geimstöðinni eru iðulega mjög virkir á samfélagsmiðlum og birta fjölmargar myndir úr geimnum. Scott Kelly hefur verið verulega duglegur við það en Mikhail Kornienko má ekki finna á Twitter eða Instagram, né VK sem er rússneskur samfélagsmiðill. NASA hefur tekið flottustu myndir Kelly saman, en hægt er að sjá þær hér. Hér að neðan má sjá Twittersíðu hans og tíst frá Barack Obama.Hey @StationCDRKelly, loving the photos. Do you ever look out the window and just freak out?— President Obama (@POTUS) August 1, 2015 Tweets by @StationCDRKelly Í viðtali við CNN sagði Kelly að hann hefði séð sumt af því fallegasta sem jörðin bjóði upp á. Hann hefði séð norðurljós úr geimnum, gríðarstóra fellibyli og margt fleira. Þá sagðist hann einnig hafa orðið meðvitaðri um mengun á jörðinni. Á sumum stöðum væri alltaf mengun og að veðurofsinn hefði versnað. Hann segist sannfærður um að breytingarnar séu af mannavöldum. Eftir lendinguna í nótt verður farið með þá Kelly og Kornienko á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að þeim og þeir rannsakaðir. Kelly segist þó hlakka mest til þess að stinga sér í sundlaugina sína. Þetta er fjórða geimferð hans og jafnframt sú lengsta, en Kelly dregur í efa að hann muni fara aftur út í geim. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum sem hefur verið komið fyrir utaná geimstöðinni. Upplýsingar um staðsetningu geimstöðvarinnar má sjá hér. Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Eldingar úr geimnum - Myndband Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma. 9. febrúar 2016 10:30 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Geimfarar leika sér með vatn í þyngdarleysi - Myndbönd Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birtir oft á tíðum skemmtileg og flott myndbönd af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 13. október 2015 23:04 Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á „Ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“ 28. október 2015 10:34 Ætla að koma annarri geimstöð á braut um jörðu Kínverjar undirbúa byggingu stórrar geimstöðvar. 28. febrúar 2016 23:11 Norðurljós séð úr geimnum - Myndband Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. 16. ágúst 2015 20:38 Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi Fyrirtækinu SpaceX tókst að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni lóðrétt aftur. 13. janúar 2016 16:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko munu koma til jarðarinnar í nótt eftir að hafa varið tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni. Scott Kelly hefur sjálfur líkt tímanum í geimnum við það að hafa verið í útilegu, án rennandi vatns í eitt ár. Í heildina munu þeir Kelly og Kornienko hafa verið 340 daga út í geimnum, en tilefni lengd ferðar þeirra er að rannsaka áhrif slíkrar langvarandi veru í geimnum á líkamann. Rannsóknin er hluti af því verkefni að senda mannaða geimflaug til Mars. Það ferðalag myndi taka um 30 mánuði.Scott Kelly er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera svo lengi í geimnum en á árunum 1987 til 1995 voru fjórir Rússar lengur en eitt ár á braut um jörðu. Venjan er að geimfarar séu í um hálft ár um borð í geimstöðinni. En lengri vera en það hefur slæm áhrif á líkama geimfara. Sjón hefur versnað hjá þriðjungi bandarískra geimfara. Þegar geimfarar eru lengi í geimnum breytir augað lítillega um lögun. Talið er líklegt að það gerist vegna breytinga á vökvadreifingu líkamans í þyngdarleysi. Bein rýrna, hjörtu missa styrk, jafnvægisskyn breytist og margt fleira. Auk líkamlegra breytinga vilja Bandaríkjamenn og Rússar kanna hvaða sálfræðilegu áhrif ársvera í geimnum hefur á geimfara.Sjálfur hefur Kelly sagt að sjón sín hafi breyst út í geimi, en annars sé bæði líkami hans og hugur í góðu ástandi. Hann gæti jafnvel verið eitt ár í viðbót um borð í geimstöðinni. Hins vegar hafi viðskilnaður hans og fjölskyldu hans verið erfiður. Þá segir hann að síðast þegar hann hafi verið um borð í geimstöðinni, í tæpt hálft ár, þá hafi hann verið mun spenntari fyrir því að komast aftur til jarðarinnar. Sérstaklega þar sem mágkona hans, þingkonan Gabrielle Giffords, hafði verið skotin ásamt átján öðrum tveimur mánuðum áður. Hér má sjá Scott Kelly ræða um geimferðina löngu.Geimfararnir um borð í geimstöðinni eru iðulega mjög virkir á samfélagsmiðlum og birta fjölmargar myndir úr geimnum. Scott Kelly hefur verið verulega duglegur við það en Mikhail Kornienko má ekki finna á Twitter eða Instagram, né VK sem er rússneskur samfélagsmiðill. NASA hefur tekið flottustu myndir Kelly saman, en hægt er að sjá þær hér. Hér að neðan má sjá Twittersíðu hans og tíst frá Barack Obama.Hey @StationCDRKelly, loving the photos. Do you ever look out the window and just freak out?— President Obama (@POTUS) August 1, 2015 Tweets by @StationCDRKelly Í viðtali við CNN sagði Kelly að hann hefði séð sumt af því fallegasta sem jörðin bjóði upp á. Hann hefði séð norðurljós úr geimnum, gríðarstóra fellibyli og margt fleira. Þá sagðist hann einnig hafa orðið meðvitaðri um mengun á jörðinni. Á sumum stöðum væri alltaf mengun og að veðurofsinn hefði versnað. Hann segist sannfærður um að breytingarnar séu af mannavöldum. Eftir lendinguna í nótt verður farið með þá Kelly og Kornienko á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að þeim og þeir rannsakaðir. Kelly segist þó hlakka mest til þess að stinga sér í sundlaugina sína. Þetta er fjórða geimferð hans og jafnframt sú lengsta, en Kelly dregur í efa að hann muni fara aftur út í geim. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum sem hefur verið komið fyrir utaná geimstöðinni. Upplýsingar um staðsetningu geimstöðvarinnar má sjá hér.
Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Eldingar úr geimnum - Myndband Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma. 9. febrúar 2016 10:30 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Geimfarar leika sér með vatn í þyngdarleysi - Myndbönd Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birtir oft á tíðum skemmtileg og flott myndbönd af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 13. október 2015 23:04 Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á „Ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“ 28. október 2015 10:34 Ætla að koma annarri geimstöð á braut um jörðu Kínverjar undirbúa byggingu stórrar geimstöðvar. 28. febrúar 2016 23:11 Norðurljós séð úr geimnum - Myndband Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. 16. ágúst 2015 20:38 Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi Fyrirtækinu SpaceX tókst að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni lóðrétt aftur. 13. janúar 2016 16:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38
Eldingar úr geimnum - Myndband Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma. 9. febrúar 2016 10:30
Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00
Geimfarar leika sér með vatn í þyngdarleysi - Myndbönd Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birtir oft á tíðum skemmtileg og flott myndbönd af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 13. október 2015 23:04
Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á „Ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“ 28. október 2015 10:34
Ætla að koma annarri geimstöð á braut um jörðu Kínverjar undirbúa byggingu stórrar geimstöðvar. 28. febrúar 2016 23:11
Norðurljós séð úr geimnum - Myndband Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. 16. ágúst 2015 20:38
Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi Fyrirtækinu SpaceX tókst að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni lóðrétt aftur. 13. janúar 2016 16:36