Innlent

Beit lögregluþjón í hendina

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Hari
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt nokkurt magn af fíkniefnum á undanförnum dögum. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni. Haldlagðir voru nokkrir pokar af kannabisefnum í húsnæði sem „lyktaði langar leiðir af kannabis“.

Maðurinn sem átti þar heima sýndi mikinn mótþróa við handtöku og beit lögregluþjón í höndina.

Þar að auki fann lögreglan amfetamín og hníf á öðrum aðila vegna rannsóknar á óskyldu máli. Á dögunum fundust einnig fíkniefni í plastíláti við hlið bíls sem hafði verið ekið á ljósastaur. Ökumaður bílsins reyndist vera ölvaður og viðurkenndi hann þar að auki að hafa neytt fíkniefna.

Kalla þurfti út dráttarbíl til að fjarlægja bílinn af vettvangi þar sem hann var mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×