Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau. Vísir/Ernir Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. B-lið Njarðvíkur spilar á móti Íþróttafélagi Breiðholts klukkan 20.30 í 2. deildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði Stefan Bonneau og Gunnar verða í búning. „Ef að það finnst búningur á mig þá verð ég með," sagði Gunnar Örlygssson í léttum tón í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er bara til gamans gert. Hann er bara að fara inná í nokkrar mínútur og í 2. deildini. Það er ekki hægt að líkja þessu við alvöruna," sagði Gunnar. „Við settum þetta inn á síðuna okkar fyrir klukkutíma síðan og það eru búnar að loga allar línur síðan. Okkur finnst það mjög fyndið og gaman bara. Hann er það skemmtilegur leikmaður og það kemur því ekki á óvart að það veki athygli að hann sé að vakna til lífsins," sagði Gunnar. „Hann er búinn að vera alveg ótrúlega duglegur að æfa í þessu veikindaferli. Hann er byrjaður að taka alvöru spretti og núna má hann fyrsta fara í smá kontakt. Eftir 15. mars þá má hann samkvæmt læknisráði fara í alvöru kontakt," segir Gunnar og Stefan Bonneau mun því ekki spila næstu deildarleiki Njarðvíkur þrátt fyrir endurkomuna í kvöld. „Þetta er að koma hjá honum og hann er orðinn svolítið óþolinmóður. Við erum að horfa á hann eftir miðjan mars. Eins og staðan er núna þá er hann ekki að fara breyta liðsmyndinni mikið fyrst eftir að hann kemur inn," segir Gunnar og útskýrir frekar. "Hann spilar kannski einhverjar mínútur í leik en það er þjálfaranna að ákveða það. Hann lofar góðu og það er okkar metnaður að halda honum hjá okkur fyrir næsta tímabili," segir Gunnar en hvernig lítur þetta út? „Hann er farinn að hlaupa línuhlaupin þannig að hann er á pari við fremstu menn. Hann er kominn þangað og körfuboltafólk veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi það. Hann er kominn í þessa spretti en hann er náttúrulega í engri leikæfingu," sagði Gunnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36