Ekki bugast vegna órökrétts ótta Lars Christensen skrifar 2. mars 2016 10:00 Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun