Innlent

Þriggja bíla árekstur á gatnamótum Hálsabrautar og Krókháls

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir
Þrír bílar rákust saman á gatnamótum Hálsabrautar og Krókháls rétt fyrir klukkan 14 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll sendir á staðinn en vinna er enn í gangi á vettvangi og ekki liggur fyrir hvort og þá hversu marga þarf að flytja á slysadeild.

Uppfært klukkan 15:02: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×