Baldursnefndin verður án Baldurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2016 15:55 Baldur Guðlaugsson lýsti sig vanhæfan til að fjalla um hæfi eins þeirra 38 sem sóttu um. Helga Hlín Hákonardóttir taldi sömuleiðis ekki rétt að hún tæki afstöðu til tveggja umsækjenda. Lögfræðingarnir Baldur Guðlaugsson og Helga Hlín Hákonardóttir sem skipuðu tvö sæti af þremur í nefnd sem átti að meta hæfni umsækjenda um starf skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta-, nýsköpunar- og ferðamála munu ekki koma að því að meta hæfni umsækjenda. Þetta var ljóst eftir að atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnti að að ný nefnd yrði skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Skipun Baldurs sem formanns nefndarinnar vakti athygli þar sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm árið 2011 fyrir innherjaviðskipti í aðdraganda bankahrunsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði við RÚV fyrr í mánuðinum að hún bæri fullt traust til Baldurs.Steinunn Valdís Óskarsdóttir er á meðal umsækjenda.Nafntogaðir á meðal umsækjenda Alls sóttu 38 um stöðuna og voru þeirra á meðal nafntogaðir einstaklingar á borð við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, og Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks og fleiri flokka. Þegar nefndarmenn fóru að skoða lista yfir umsækjendur kom í ljós að Baldur og Helga töldu ekki rétt að þau tækju þátt í hæfnismati við ákveðna umsækjendur. Í tilfelli Helgu var um tvo umsækjendur að ráða en einn í tilfelli Baldurs. Starfsmaður nefndarinnar steig inn fyrir þau í viðtölum við viðkomandi umsækjendur. „Rétt er að taka fram að í engu tilfellanna var um að ræða skýlausar vanhæfnisástæður í skilningi stjórnsýslulaga heldur mótaðist afstaða nefndarmanna af ítrustu varfærnissjónarmiðum. Umræddir nefndarmenn tóku því ekki þátt í viðtölum við þá umsækjendur sem um ræðir. Var öllum umsækjendum sem komu í viðtal gerð grein fyrir þessu verklagi,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Starfsmaður nefndarinnar fyllti í skarð þeirra Baldurs og Helgu í fyrrnefndum tilvikum.Ekki liggur fyrir hvort Gylfi Dalmann Aðalsteinsson verði áfram í nefndinni.Óvíst hvort Gylfi verði áfram „Var ekki talin ástæða til að ætla annað en að þetta verklag stæðist allar kröfur um góða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningunni. Einn umsækjandi kvartaði að loknum viðtölum yfir því að þar sem um heilstætt ferli væri að ráða, þar sem einn umsækjandi sé ráðinn, þurfi allir nefndarmenn að fjalla um alla umsækjendur,“ segir í tilkynningunni. „Ráðuneytið fór yfir ábendinguna með hæfnisnefndinni og „ er það sameiginleg niðurstaða að það séu hagsmunir allra aðila að ekki skapist óvissa eða ágreiningur um ráðningarferlið sem slíkt, eins og orðið gæti ef hæfnisnefndin í núverandi mynd héldi lengra í störfum sínum.“ Því hefur verið ákveðið að endurskipa nefndina og er reiknað með því að tilkynnt verði um skipun nýju nefndarinnar á næstunni. Þriðji í nefndinni var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ekki liggur fyrir hvort hann verði áfram í nefndinni.Að neðan má sjá tilkynninguna frá ráðuneytinu í heild ásamt lista yfir umsækjendurna 38.Umsækjendurnir 1. Anna Margrét Sigurðardóttir 2. Anna María Einarsdóttir 3. Ari Sigurðsson 4. Arnar Guðmundsson 5. Arnór Snæbjörnsson 6. Björn S. Lárusson 7. Bryndís Haraldsdóttir 8. Brynhildur Bergþórsdóttir 9. Drífa Sigfúsdóttir 10. Elvar Knútur Valsson 11. Eva Margrét Ævarsdóttir 12. Geir Þórarinn Þórarinsson 13. Gerður Ríkharðsdóttir 14. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir 15. Guðlaugur Stefánsson 16. Guðríður Kristjánsdóttir 17. Guðrún Erlingsdóttir 18. Gödze Sigurðsson 19. Harpa Theodórsdóttir 20. Ingibjörg A Gestsdóttir 21. Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir 22. Jóhannes Karlsson 23. Jón Gunnar Borgþórsson 24. Jónas Ingvi Ásgrímsson 25. Jónas Páll Jakobsson 26. Kristinn H. Gunnarsson 27. Kristinn Már Reynisson 28. Kristín Helga Markúsdóttir 29. Margrét Sæmundsdóttir 30. Ólafur Egill Jónsson 31. Ólafur Kjartansson 32. Sigrún Brynja Einarsdóttir 33. Sólveig Lilja Einarsdóttir 34. Steinunn Halldórsdóttir 35. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 36. Svava Liv Edgarsdóttir 37. Þorgeir Pálsson 38. Þórður ReynissonEndurskipun hæfnisnefndar Í janúar síðastliðnum auglýsti ráðuneytið embætti skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta-, nýsköpunar- og ferðamála laust til umsóknar. Í framhaldinu var skipuð þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda og setti hún sér starfs- og matsreglur áður en kunnugt varð hverjir sæktu um starfið. Alls bárust 38 umsóknir og ljóst má vera að þegar umsóknir eru jafn margar og raunin varð á er erfitt að komast hjá því að upp komi tilvik þar sem einhver nefndarmaður telur rétt að segja sig frá þátttöku í mati á umsókn einhvers umsækjenda. Þegar umsóknir lágu fyrir og nefndarmenn tóku að kynna sér þær kom í ljós að einn nefndarmanna taldi að vegna persónulegra tengsla við tvo umsækjendur væri ekki rétt að hann tæki þátt í hæfnismati viðkomandi einstaklinga. Annar nefndarmaður komst að sömu niðurstöðu vegna óbeinna persónulegra tengsla við einn umsækjanda. Rétt er að taka fram að í engu tilfellanna var um að ræða skýlausar vanhæfnisástæður í skilningi stjórnsýslulaga heldur mótaðist afstaða nefndarmanna af ítrustu varfærnissjónarmiðum. Umræddir nefndarmenn tóku því ekki þátt í viðtölum við þá umsækjendur sem um ræðir. Var öllum umsækjendum sem komu í viðtal gerð grein fyrir þessu verklagi. Í þeim tilvikum sem að nefndarmaður vék sæti þá fyllti starfsmaður nefndarinnar, sem hefur áratuga reynslu við mannaráðningar, skarð hans sem nefndarmaður ad hoc. Var ekki talin ástæða til að ætla annað en að þetta verklag stæðist allar kröfur um góða stjórnsýslu. Eftir að viðtölum var lokið kom fram kvörtun frá einum umsækjanda þess efnis að þar sem um væri að ræða heildstætt ferli, sem lýkur með því að einn einstaklingur er ráðinn, þá þurfi allir nefndarmenn að fjalla um alla umsækjendur. Ráðuneytið hefur farið yfir ábendinguna með hæfnisnefndinni og er það sameiginleg niðurstaða að það séu hagsmunir allra aðila að ekki skapist óvissa eða ágreiningur um ráðningarferlið sem slíkt, eins og orðið gæti ef hæfnisnefndin í núverandi mynd héldi lengra í störfum sínum. Þá mun ráðuneytið beina því til forsætisráðuneytisins að settar verði leiðbeinandi verklagsreglur um störf hæfnisnefnda til að skýra ýmiss álitamál sem geta komið upp í störfum þeirra. Með hliðsjón af framansögðu hefur verið ákveðið að endurskipa nefndina og hefja matsferlið að nýju. Tengdar fréttir Ráðherra skipar Baldur Guðlaugsson formann hæfisnefndar Hlaut dóm fyrir innherjasvik og brot í starfi. 11. febrúar 2016 15:07 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Lögfræðingarnir Baldur Guðlaugsson og Helga Hlín Hákonardóttir sem skipuðu tvö sæti af þremur í nefnd sem átti að meta hæfni umsækjenda um starf skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta-, nýsköpunar- og ferðamála munu ekki koma að því að meta hæfni umsækjenda. Þetta var ljóst eftir að atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnti að að ný nefnd yrði skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Skipun Baldurs sem formanns nefndarinnar vakti athygli þar sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm árið 2011 fyrir innherjaviðskipti í aðdraganda bankahrunsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði við RÚV fyrr í mánuðinum að hún bæri fullt traust til Baldurs.Steinunn Valdís Óskarsdóttir er á meðal umsækjenda.Nafntogaðir á meðal umsækjenda Alls sóttu 38 um stöðuna og voru þeirra á meðal nafntogaðir einstaklingar á borð við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, og Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks og fleiri flokka. Þegar nefndarmenn fóru að skoða lista yfir umsækjendur kom í ljós að Baldur og Helga töldu ekki rétt að þau tækju þátt í hæfnismati við ákveðna umsækjendur. Í tilfelli Helgu var um tvo umsækjendur að ráða en einn í tilfelli Baldurs. Starfsmaður nefndarinnar steig inn fyrir þau í viðtölum við viðkomandi umsækjendur. „Rétt er að taka fram að í engu tilfellanna var um að ræða skýlausar vanhæfnisástæður í skilningi stjórnsýslulaga heldur mótaðist afstaða nefndarmanna af ítrustu varfærnissjónarmiðum. Umræddir nefndarmenn tóku því ekki þátt í viðtölum við þá umsækjendur sem um ræðir. Var öllum umsækjendum sem komu í viðtal gerð grein fyrir þessu verklagi,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Starfsmaður nefndarinnar fyllti í skarð þeirra Baldurs og Helgu í fyrrnefndum tilvikum.Ekki liggur fyrir hvort Gylfi Dalmann Aðalsteinsson verði áfram í nefndinni.Óvíst hvort Gylfi verði áfram „Var ekki talin ástæða til að ætla annað en að þetta verklag stæðist allar kröfur um góða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningunni. Einn umsækjandi kvartaði að loknum viðtölum yfir því að þar sem um heilstætt ferli væri að ráða, þar sem einn umsækjandi sé ráðinn, þurfi allir nefndarmenn að fjalla um alla umsækjendur,“ segir í tilkynningunni. „Ráðuneytið fór yfir ábendinguna með hæfnisnefndinni og „ er það sameiginleg niðurstaða að það séu hagsmunir allra aðila að ekki skapist óvissa eða ágreiningur um ráðningarferlið sem slíkt, eins og orðið gæti ef hæfnisnefndin í núverandi mynd héldi lengra í störfum sínum.“ Því hefur verið ákveðið að endurskipa nefndina og er reiknað með því að tilkynnt verði um skipun nýju nefndarinnar á næstunni. Þriðji í nefndinni var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ekki liggur fyrir hvort hann verði áfram í nefndinni.Að neðan má sjá tilkynninguna frá ráðuneytinu í heild ásamt lista yfir umsækjendurna 38.Umsækjendurnir 1. Anna Margrét Sigurðardóttir 2. Anna María Einarsdóttir 3. Ari Sigurðsson 4. Arnar Guðmundsson 5. Arnór Snæbjörnsson 6. Björn S. Lárusson 7. Bryndís Haraldsdóttir 8. Brynhildur Bergþórsdóttir 9. Drífa Sigfúsdóttir 10. Elvar Knútur Valsson 11. Eva Margrét Ævarsdóttir 12. Geir Þórarinn Þórarinsson 13. Gerður Ríkharðsdóttir 14. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir 15. Guðlaugur Stefánsson 16. Guðríður Kristjánsdóttir 17. Guðrún Erlingsdóttir 18. Gödze Sigurðsson 19. Harpa Theodórsdóttir 20. Ingibjörg A Gestsdóttir 21. Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir 22. Jóhannes Karlsson 23. Jón Gunnar Borgþórsson 24. Jónas Ingvi Ásgrímsson 25. Jónas Páll Jakobsson 26. Kristinn H. Gunnarsson 27. Kristinn Már Reynisson 28. Kristín Helga Markúsdóttir 29. Margrét Sæmundsdóttir 30. Ólafur Egill Jónsson 31. Ólafur Kjartansson 32. Sigrún Brynja Einarsdóttir 33. Sólveig Lilja Einarsdóttir 34. Steinunn Halldórsdóttir 35. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 36. Svava Liv Edgarsdóttir 37. Þorgeir Pálsson 38. Þórður ReynissonEndurskipun hæfnisnefndar Í janúar síðastliðnum auglýsti ráðuneytið embætti skrifstofustjóra á skrifstofu viðskipta-, nýsköpunar- og ferðamála laust til umsóknar. Í framhaldinu var skipuð þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda og setti hún sér starfs- og matsreglur áður en kunnugt varð hverjir sæktu um starfið. Alls bárust 38 umsóknir og ljóst má vera að þegar umsóknir eru jafn margar og raunin varð á er erfitt að komast hjá því að upp komi tilvik þar sem einhver nefndarmaður telur rétt að segja sig frá þátttöku í mati á umsókn einhvers umsækjenda. Þegar umsóknir lágu fyrir og nefndarmenn tóku að kynna sér þær kom í ljós að einn nefndarmanna taldi að vegna persónulegra tengsla við tvo umsækjendur væri ekki rétt að hann tæki þátt í hæfnismati viðkomandi einstaklinga. Annar nefndarmaður komst að sömu niðurstöðu vegna óbeinna persónulegra tengsla við einn umsækjanda. Rétt er að taka fram að í engu tilfellanna var um að ræða skýlausar vanhæfnisástæður í skilningi stjórnsýslulaga heldur mótaðist afstaða nefndarmanna af ítrustu varfærnissjónarmiðum. Umræddir nefndarmenn tóku því ekki þátt í viðtölum við þá umsækjendur sem um ræðir. Var öllum umsækjendum sem komu í viðtal gerð grein fyrir þessu verklagi. Í þeim tilvikum sem að nefndarmaður vék sæti þá fyllti starfsmaður nefndarinnar, sem hefur áratuga reynslu við mannaráðningar, skarð hans sem nefndarmaður ad hoc. Var ekki talin ástæða til að ætla annað en að þetta verklag stæðist allar kröfur um góða stjórnsýslu. Eftir að viðtölum var lokið kom fram kvörtun frá einum umsækjanda þess efnis að þar sem um væri að ræða heildstætt ferli, sem lýkur með því að einn einstaklingur er ráðinn, þá þurfi allir nefndarmenn að fjalla um alla umsækjendur. Ráðuneytið hefur farið yfir ábendinguna með hæfnisnefndinni og er það sameiginleg niðurstaða að það séu hagsmunir allra aðila að ekki skapist óvissa eða ágreiningur um ráðningarferlið sem slíkt, eins og orðið gæti ef hæfnisnefndin í núverandi mynd héldi lengra í störfum sínum. Þá mun ráðuneytið beina því til forsætisráðuneytisins að settar verði leiðbeinandi verklagsreglur um störf hæfnisnefnda til að skýra ýmiss álitamál sem geta komið upp í störfum þeirra. Með hliðsjón af framansögðu hefur verið ákveðið að endurskipa nefndina og hefja matsferlið að nýju.
Tengdar fréttir Ráðherra skipar Baldur Guðlaugsson formann hæfisnefndar Hlaut dóm fyrir innherjasvik og brot í starfi. 11. febrúar 2016 15:07 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Ráðherra skipar Baldur Guðlaugsson formann hæfisnefndar Hlaut dóm fyrir innherjasvik og brot í starfi. 11. febrúar 2016 15:07