Neytandinn: Tollar og takmarkanir hafa verið í veginum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Lífrænt ræktað grænmeti og vottaður mjólkurmatur. Fréttablaðið/GVA Um árabil hefur Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, verið í fararbroddi meðal fólks sem talað hefur fyrir notkun á lífrænt vottuðum vörum. Hún segir úrvalið af slíkum vörum hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár. Nú sé til dæmis hægt að fá flestar tegundir lífrænt vottaðrar „þurrvöru“ (sem er matvara önnur en ferskvara) bæði í stórmörkuðum og heilsuvöruverslunum. Þá hafi barnamatur algera sérstöðu hér á landi sem og annars staðar en lífrænu merkin beri höfuð og herðar yfir þau ólífrænu í stórmörkuðum. „Því flestir vilja passa best upp á viðkvæmustu einstaklingana sem eru jú börnin okkar, þá sérstaklega ungbörnin.“ Hafi fólk hug á að kaupa fremur lífrænt sé gott að byrja á að skipta út matvörum sem neytt sé reglulega. Þar séu meginflokkarnir olíur, hafraflögur, mjöl og grjón, jurtamjólk, te, hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir, safar, gos, snakk, kex og súkkulaði.Oddný Anna Björnsdóttir„Eins er ráð að kaupa lífrænar ferskvörur þegar og þar sem þær eru í boði, en því miður hefur þróunin í ferskvörum, þ.e. ávöxtum og grænmeti, mjólkurvörum, brauðmeti, kjöti og unnum kjötvörum, ekki verið í takt við þróunina í þurrvörum en ferskvörur eru ríflega tveir þriðju hlutar af því sem Íslendingar neyta,“ segir Oddný Anna. „Megin ástæðan er sú að stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að styðja og hvetja til aukinnar ræktunar og framleiðslu á slíkum vörum eins og gert hefur verið í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Þá hafi, vegna innflutningstakmarkana og verndartolla á landbúnaðarvörur, ekki verið mögulegt eða fýsilegt að flytja þær vörur inn í takt við eftirspurn. „Stórt skref var þó stigið í byrjun þessa árs þegar fyrstu lífrænu eggin komu á markað sem var mikið fagnaðarefni, enda er lífræn vottun eina tryggingin fyrir því að ekki hafi verið notað erfðabreytt fóður.“ Oddný bendir líka á að Litla gula hænan, sem bjóði eggi, selji líka svokallaðan „velferðarkjúkling“ en þeir séu ekki lífrænt vottaðir. „Eins hefur verið til takmarkað úrval af íslensku lífrænt vottuðu grænmeti sem og innfluttum ávöxtum en það hefur sem betur fer verið að aukast og nú má nánast ganga að lífrænum eplum, bönunum, appelsínum, avocado og nokkrum öðrum tegundum ávaxta vísum.“ Eins selji Brauðhúsið lífrænt vottuð brauð, bæði hjá sér og til nokkurra matvöruverslana, en það sé eina lífrænt vottaða brauðmetið sem fáist hér á landi fyrir utan bakkelsi frá Sólheimum. „Biobú framleiðir lífrænar mjólkurvörur, þá helst jógúrt, sem fæst í öllum matvöruverslunum, en lífræn mjólk fæst ekki lengur í stórmörkuðum vegna skorts á framboði en fæst í nokkrum matvöruverslunum, þá eingöngu ófitusprengd nýmjólk.“ Lífrænt lambakjöt megi fá beint frá bónda og hægt að panta beint frá SAH á Blönduósi, en annað lífrænt kjöt hefur því miður ekki verið til.“ Oddný segir mikilvægt að neytendur þrýsti á stjórnvöld að styðja lífræna aðlögun í landbúnaði og hvetja bændur til að framleiða lífrænar landbúnaðarafurðir. „Eins vil ég benda fólki á Matarmarkað Búrsins í Hörpunni sem er haldinn þrisvar til fjórum sinnum á ári þar sem það getur birgt sig upp af lífrænum og öðrum íslenskum vörum beint frá bónda.“ En er þetta dýrara? „Lífrænt vottaðar vörur eru dýrari, en munurinn er mismikill,“ segir Oddný Anna. „Eftir að ég byrjaði að kaupa lífrænar vörur fór ég að bera meiri virðingu fyrir matnum og nánast hætti að henda mat, enda er matarsóun eitt af helstu samfélagsmeinum nútímans. Ef maður er nýtinn og kaupir minna af unnum og tilbúnum réttum og gerir sjálfur meira frá grunni er hægt að tileinka sér lífrænan lífsstíl án þess að kostnaðurinn fari úr böndunum.“ Þá segir hún ekki mega gleymast að ódýrasta leiðin sé að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. „En áhugi á því hefur aukist verulega að undanförnu.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Um árabil hefur Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, verið í fararbroddi meðal fólks sem talað hefur fyrir notkun á lífrænt vottuðum vörum. Hún segir úrvalið af slíkum vörum hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár. Nú sé til dæmis hægt að fá flestar tegundir lífrænt vottaðrar „þurrvöru“ (sem er matvara önnur en ferskvara) bæði í stórmörkuðum og heilsuvöruverslunum. Þá hafi barnamatur algera sérstöðu hér á landi sem og annars staðar en lífrænu merkin beri höfuð og herðar yfir þau ólífrænu í stórmörkuðum. „Því flestir vilja passa best upp á viðkvæmustu einstaklingana sem eru jú börnin okkar, þá sérstaklega ungbörnin.“ Hafi fólk hug á að kaupa fremur lífrænt sé gott að byrja á að skipta út matvörum sem neytt sé reglulega. Þar séu meginflokkarnir olíur, hafraflögur, mjöl og grjón, jurtamjólk, te, hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir, safar, gos, snakk, kex og súkkulaði.Oddný Anna Björnsdóttir„Eins er ráð að kaupa lífrænar ferskvörur þegar og þar sem þær eru í boði, en því miður hefur þróunin í ferskvörum, þ.e. ávöxtum og grænmeti, mjólkurvörum, brauðmeti, kjöti og unnum kjötvörum, ekki verið í takt við þróunina í þurrvörum en ferskvörur eru ríflega tveir þriðju hlutar af því sem Íslendingar neyta,“ segir Oddný Anna. „Megin ástæðan er sú að stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að styðja og hvetja til aukinnar ræktunar og framleiðslu á slíkum vörum eins og gert hefur verið í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Þá hafi, vegna innflutningstakmarkana og verndartolla á landbúnaðarvörur, ekki verið mögulegt eða fýsilegt að flytja þær vörur inn í takt við eftirspurn. „Stórt skref var þó stigið í byrjun þessa árs þegar fyrstu lífrænu eggin komu á markað sem var mikið fagnaðarefni, enda er lífræn vottun eina tryggingin fyrir því að ekki hafi verið notað erfðabreytt fóður.“ Oddný bendir líka á að Litla gula hænan, sem bjóði eggi, selji líka svokallaðan „velferðarkjúkling“ en þeir séu ekki lífrænt vottaðir. „Eins hefur verið til takmarkað úrval af íslensku lífrænt vottuðu grænmeti sem og innfluttum ávöxtum en það hefur sem betur fer verið að aukast og nú má nánast ganga að lífrænum eplum, bönunum, appelsínum, avocado og nokkrum öðrum tegundum ávaxta vísum.“ Eins selji Brauðhúsið lífrænt vottuð brauð, bæði hjá sér og til nokkurra matvöruverslana, en það sé eina lífrænt vottaða brauðmetið sem fáist hér á landi fyrir utan bakkelsi frá Sólheimum. „Biobú framleiðir lífrænar mjólkurvörur, þá helst jógúrt, sem fæst í öllum matvöruverslunum, en lífræn mjólk fæst ekki lengur í stórmörkuðum vegna skorts á framboði en fæst í nokkrum matvöruverslunum, þá eingöngu ófitusprengd nýmjólk.“ Lífrænt lambakjöt megi fá beint frá bónda og hægt að panta beint frá SAH á Blönduósi, en annað lífrænt kjöt hefur því miður ekki verið til.“ Oddný segir mikilvægt að neytendur þrýsti á stjórnvöld að styðja lífræna aðlögun í landbúnaði og hvetja bændur til að framleiða lífrænar landbúnaðarafurðir. „Eins vil ég benda fólki á Matarmarkað Búrsins í Hörpunni sem er haldinn þrisvar til fjórum sinnum á ári þar sem það getur birgt sig upp af lífrænum og öðrum íslenskum vörum beint frá bónda.“ En er þetta dýrara? „Lífrænt vottaðar vörur eru dýrari, en munurinn er mismikill,“ segir Oddný Anna. „Eftir að ég byrjaði að kaupa lífrænar vörur fór ég að bera meiri virðingu fyrir matnum og nánast hætti að henda mat, enda er matarsóun eitt af helstu samfélagsmeinum nútímans. Ef maður er nýtinn og kaupir minna af unnum og tilbúnum réttum og gerir sjálfur meira frá grunni er hægt að tileinka sér lífrænan lífsstíl án þess að kostnaðurinn fari úr böndunum.“ Þá segir hún ekki mega gleymast að ódýrasta leiðin sé að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. „En áhugi á því hefur aukist verulega að undanförnu.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira