Innlent

Skuldir OR lækkað um 76 milljarða á sex árum

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningu vegna þessara fregna að viðsnúningur í fjármálum OR og dótturfyrirtækjanna hafi gengið vonum framar og að stjórnendum OR sýnist batinn vera varanlegur.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningu vegna þessara fregna að viðsnúningur í fjármálum OR og dótturfyrirtækjanna hafi gengið vonum framar og að stjórnendum OR sýnist batinn vera varanlegur. Vísir/Stefán
Nettó vaxtaberandi skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru sagðar hafa lækkað um 76 milljarða króna frá árslokum 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu frá OR vegna útgáfu ársreiknings fyrirtækisins fyrir árið 2015. Þar segir að skuldirnar hafi lækkað um fjórtán milljarða króna í fyrra en í árslok 2015 námu þær 158 milljörðum króna. OR segir að á sama tíma og skuldir hafi lækkað hafi eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hækkað úr 14 prósentum í 37 prósent.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningu vegna þessara fregna að viðsnúningur í fjármálum OR og dótturfyrirtækjanna hafi gengið vonum framar og að stjórnendum OR sýnist batinn vera varanlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×